Innlent

4.000 nýir bílar í júní

Innflutningur og sala á nýjum bílum og öðrum vélknúnum ökutækjum það sem af er þessu ári eru talin vera allt að 66 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Hafa bílaumboðin vart við að afgreiða nýja bíla og eru dæmi um að stöku tegundir seljist allt að 90 prósent betur nú en fyrir ári. Hjá Umferðarstofu hefur orðið rúmlega 60 prósent aukning á nýskráningum miðað við júnímánuð 2004 en þá eru til talin öll vélknúin ökutæki sem þarfnast skáningar. Séu einkabílar teknir sér voru alls 2,700 nýskráðir bílar í júní í fyrra en eru nú til samanburðar orðnir tæplega 3,700 og eru enn nokkrir dagar í mánaðamót. Hjá bílaumboðunum eru menn almennt sammála um að sala nýrra bíla þetta árið hafi komið flestum á óvart en ástæður þess séu fyrst og fremst hagstætt gengi krónunnar, almennt batnandi árferði og hagstæð lán sem bjóðist kaupendum nýrra bifreiða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×