Innlent

Regnbogabörn fordæma fjölmiðla

Samtökin Regnbogabörn fordæma þá fjölmiðla sem hafa það að markmiði sínu að meiða æru þjóðþekktra einstaklinga í landinu og telja að það komi engum að gagnin og allir tapi. Yfirlýsingin kemur í kjölfar viðtals við Bubba Morthens í fréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hann gagnrýndi vinnubrögð tímaritsins Hér og Nú og sagðist ætla í skaðabótamál. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að auðvelt sé að setja sig í spor barna Bubba og Brynju og þeirra barna sem að málinu koma. Þar segir að umfjöllunin sé forkastanleg og ýti undir að börnin verði fyrir aðkasti og útilokun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×