Innlent

Fólk vill nóg pláss

Samhliða háu fasteignaverði í Reykjavík hefur orðið miki hækkun á jörðum í kring um borgina. Magnús Leópoldsson, fasteignasali telur jafnvel jarðaverð hafi hækkað meira en almennt fasteignaverð, en erfitt sé að draga heildstæðar ályktanir af verði á jörðum því þar spili margt inn í og þurfi að meta hvert tilfelli fyrir sig. "Ef við erum komin yfir Hellisheiði eða upp í Borgarfjörð munar um hvern kílómetra, þannig að þær verða ódýrari eftir því sem þær eru lengra frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta hefur þó verið að breytast. Nú eru víðar þéttbýlissvæði á landinu og jarðirnar dýrari þar í kring." Magnús segir að almennt sé mikill áhugi á jörðum á landinu og sá áhugi hafi staðið lengi, ekki endilega að fólk vilji byggja sumarbústaði eða stunda búskap heldur setjast að á jörðum í kring um þéttbýlin. "Fólk er farið að vilja eiga heima svona í jaðrinum þar sem það getur haft nóg pláss í kring um sig."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×