Ísland opnasta land í Evrópu 27. júní 2005 00:01 Rauði krossinn gerir ekki miklar athugasemdir við hvernig flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna er framfylgt hér á landi og segir Ísland eitt opnasta land Evrópu. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli sagði, í fréttum Stöðvar 2 í gær, að langflestir hælisleitenda komi hingað til að misnota flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna. Þórir Guðmundsson, hjá Rauða krossinum, telur Ísland vera eitt opnasta land Evrópu en er hann sammála þeirri misnotkun sem sýslumaðurinn talar um. Þórir segir að vafalaust séu einhverjir flóttamenn sem hingað komi að misnota samninginn. En á sama tíma séu aðrir svo sannarlega að flýja ofsóknir í heimalandi sínu. Hælisleitendur mótmæltu á dögunum hversu langan tíma meðferð þeirra mála tæki hjá stjórnvöldum. Þórir segir eðlilegt að tíma taki að kanna vel stöðu þeirra sem sækja um hæli. Það sé nauðsynlegt, svo þeir sem rétt hafa á að fá stöðu flóttamanns og þurfi vernd Íslenskra stjórnvalda, séu ekki sendir á brott. En er ekki hætt við því að fólk sem á um sárt að binda, þó það flokkist ekki sem flóttamenn, hafi ekki kost á því að sækja um dvalarleyfi hér vegna vankunnáttu og sæki um hæli þess í stað. Þórir segir að hvert land hafi rétt á því að setja reglur um hverjir komi til landsins og að það sé ekkert óeðlilegt við það. Þeir sem uppfylla ekki þau skilyrði sem íslensk stjórnvöld setja og sem flóttamannasamningurinn setur eiga ekki rétt á að vera hérna. Þórir segir enn fremur að bæta þurfi úr stöðu þeirra sem bíða hér á landi og að þar þurfi stjórnvöld, Rauði krossinn og fleiri að gera betur. Þannig þurfi að athuga vel hvað hægt sé að gera til að stytta fólkinu stundir. Frá árinu 1997 hafa ríflega 400 beðið um hæli hér. Aðeins einn hefur fengið hæli og var það fyrir um áratug síðan. Þó er ekki öllum vísað úr landi þar sem hluti fær hér dvalaleyfi af mannúðarástæðum þó þeir teljist ekki flóttamenn. Síðustu tvö ár hafa ellefu fengið slík dvalarleyfi. Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Rauði krossinn gerir ekki miklar athugasemdir við hvernig flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna er framfylgt hér á landi og segir Ísland eitt opnasta land Evrópu. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli sagði, í fréttum Stöðvar 2 í gær, að langflestir hælisleitenda komi hingað til að misnota flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna. Þórir Guðmundsson, hjá Rauða krossinum, telur Ísland vera eitt opnasta land Evrópu en er hann sammála þeirri misnotkun sem sýslumaðurinn talar um. Þórir segir að vafalaust séu einhverjir flóttamenn sem hingað komi að misnota samninginn. En á sama tíma séu aðrir svo sannarlega að flýja ofsóknir í heimalandi sínu. Hælisleitendur mótmæltu á dögunum hversu langan tíma meðferð þeirra mála tæki hjá stjórnvöldum. Þórir segir eðlilegt að tíma taki að kanna vel stöðu þeirra sem sækja um hæli. Það sé nauðsynlegt, svo þeir sem rétt hafa á að fá stöðu flóttamanns og þurfi vernd Íslenskra stjórnvalda, séu ekki sendir á brott. En er ekki hætt við því að fólk sem á um sárt að binda, þó það flokkist ekki sem flóttamenn, hafi ekki kost á því að sækja um dvalarleyfi hér vegna vankunnáttu og sæki um hæli þess í stað. Þórir segir að hvert land hafi rétt á því að setja reglur um hverjir komi til landsins og að það sé ekkert óeðlilegt við það. Þeir sem uppfylla ekki þau skilyrði sem íslensk stjórnvöld setja og sem flóttamannasamningurinn setur eiga ekki rétt á að vera hérna. Þórir segir enn fremur að bæta þurfi úr stöðu þeirra sem bíða hér á landi og að þar þurfi stjórnvöld, Rauði krossinn og fleiri að gera betur. Þannig þurfi að athuga vel hvað hægt sé að gera til að stytta fólkinu stundir. Frá árinu 1997 hafa ríflega 400 beðið um hæli hér. Aðeins einn hefur fengið hæli og var það fyrir um áratug síðan. Þó er ekki öllum vísað úr landi þar sem hluti fær hér dvalaleyfi af mannúðarástæðum þó þeir teljist ekki flóttamenn. Síðustu tvö ár hafa ellefu fengið slík dvalarleyfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira