Lágvöruverslanir berjast enn 26. júní 2005 00:01 "Það eru að ganga til baka lækkanir sem verið hafa í matvöru," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir kostaboð á matvöru, sem vegi þungt í vísitöluútreikninga, hafa mikið haft að segja. Bankinn spáir nú 0,4 prósenta verðbólgu á milli mánaða, en þar er meðal annars horft til hækkana á matvöru. "Ég get ekki tekið undir að verðstríðið sé búið. Auðvitað er enn tekist á um hverjir eru ódýrastir. Við erum ekki að fara að hætta í þessu stríði," segir Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar. "Það er samt greinilegt að það eru Krónan og Bónus sem eru að slást um þetta og alveg óhætt að segja Kaskó og Nettó hafi bakkað vel út úr slagnum. Við ætlum að taka þátt í þessum slag áfram og erum búnir að skilgreina okkur sem lágvöruverslun og það kostar áframhaldandi átök." Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng en telur þó einsýnt að minna verði um undirboð á borð við að fólk fái mjólkurlítrann á krónu, eða jafnvel gefins. "Ég held að svona bullverð séu úr sögunni, að minnsta kosti tímabundið. Þetta snýst náttúrlega um stöðugt lágt verðlag, enda skiptir það neytandann mestu máli," segir hann og telur augljóst að lágvöruverslanir haldi áfram að veita hver annarri aðhald. Guðmundur segir blöðin full af auglýsingum matvöruverslana þar sem kynntir séu afslættir og lágt vöruverð. Edda Rós segir að undanfarið hafi fasteignaverð einna helst ýtt undir verðbólgu, en nú komi einnig inn hærra bensínverð og svo hækkun á verði matvöru. Hún segir almennt gert ráð fyrir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um hálft prósent til viðbótar í september til að bregðast við aukinni verðbólgu. Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
"Það eru að ganga til baka lækkanir sem verið hafa í matvöru," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir kostaboð á matvöru, sem vegi þungt í vísitöluútreikninga, hafa mikið haft að segja. Bankinn spáir nú 0,4 prósenta verðbólgu á milli mánaða, en þar er meðal annars horft til hækkana á matvöru. "Ég get ekki tekið undir að verðstríðið sé búið. Auðvitað er enn tekist á um hverjir eru ódýrastir. Við erum ekki að fara að hætta í þessu stríði," segir Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar. "Það er samt greinilegt að það eru Krónan og Bónus sem eru að slást um þetta og alveg óhætt að segja Kaskó og Nettó hafi bakkað vel út úr slagnum. Við ætlum að taka þátt í þessum slag áfram og erum búnir að skilgreina okkur sem lágvöruverslun og það kostar áframhaldandi átök." Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng en telur þó einsýnt að minna verði um undirboð á borð við að fólk fái mjólkurlítrann á krónu, eða jafnvel gefins. "Ég held að svona bullverð séu úr sögunni, að minnsta kosti tímabundið. Þetta snýst náttúrlega um stöðugt lágt verðlag, enda skiptir það neytandann mestu máli," segir hann og telur augljóst að lágvöruverslanir haldi áfram að veita hver annarri aðhald. Guðmundur segir blöðin full af auglýsingum matvöruverslana þar sem kynntir séu afslættir og lágt vöruverð. Edda Rós segir að undanfarið hafi fasteignaverð einna helst ýtt undir verðbólgu, en nú komi einnig inn hærra bensínverð og svo hækkun á verði matvöru. Hún segir almennt gert ráð fyrir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um hálft prósent til viðbótar í september til að bregðast við aukinni verðbólgu.
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira