Fleiri fréttir Ungar konur reyna oftar sjálfsvíg Af þeim hundruðum sem reyna að fremja sjálfsvíg á ári hverju eru tveir þriðju ungar konur. Sjálfsvígum hjá ungum mönnum hefur fækkað verulega á undanförnum þremur árum. Þunglyndi og námsörðugleikar fara oft saman 22.6.2005 00:01 Hætt að prenta Lögbirtingablaðið Hætt verður að prenta Lögbirtingablaðið í núverandi formi frá 1. júlí. Útgáfan verður rafræn frá þeim degi og réttaráhrif auglýsinga í blaðinu verða bundin við hina rafrænu útgáfu. Áfram verður þó hægt að vera áskrifandi að vikulegri prentaðri útgáfu blaðsins en þá þarf að greiða tólf þúsund krónur fyrir prentun og póstburð. 22.6.2005 00:01 Víðtækur harmleikur "Við tölum um sjálfsvíg sem harmleik, sem heldur áfram meðal ættingja og vina sem eftir lifa," segir Salbjörg Bjarnadóttir er stýrir verkefninu Þjóð gegn þunglyndi, sem er á vegum Landlæknisembættisins. 22.6.2005 00:01 Sjálfsvígum fækkar Sjálfsvígum 24 ára og yngri karla hefur fækkað um rúmlega helming frá árabilinu 1999 til 2001. 22.6.2005 00:01 Fjárlög: Alvarlegir misbrestir Alvarlegir misbrestir eru við framkvæmd fjárlaga samkvæmt greinargerð Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga árið 2004. Í greinargerðinni segir að margir fjárlagaliðir fari oft langt fram úr fjárheimildum án þess að forstöðumenn og ráðuneyti bregðist við með tilskildum hætti. 22.6.2005 00:01 Fengu sprengiefnistunnu í nótina Skipstjórinn á Aðalbjörgu RE-5 hafði samband við Landhelgisgæsluna í morgun og óskaði eftir aðstoð vegna torkennilegs hlutar sem hann hafði fengið í dragnót. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fengu far með björgunarbát út í skipið sem var statt út af Þorlákshöfn. 22.6.2005 00:01 Telur ASÍ brjóta meiðyrðalöggjöf Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður Geymis ehf, segir að mögulegt sé að ASÍ hafi brotið gegn meiðyrðalöggjöf með ummælum sínum um fyrirtækið í gær. Þetta kemur fram í bréfi sem Eiríkur hefur skrifað ASÍ fyrir hönd umbjóðanda síns 22.6.2005 00:01 Ný umferðarmerki tekin í gagnið Í þjóðarátaki VÍS gegn umferðarslysum er sjónum að þessu sinni beint að umferðarhraða. Í samvinnu við Vegagerð ríkisins verða sett upp leiðbeinandi viðvörunarmerki á stöðum þar sem mörg slys hafa orðið og fólk hvatt til að draga úr hraða ökutækja. Merktar verða krappar beygjur, brýr og fleiri staðir þar sem slys hafa orðið. 22.6.2005 00:01 Ekkert sést til mótmælenda Ekkert hefur sést til mótmælenda á Kárahnjúkum en þeir hugðust setja upp tjaldbúðir þar í gær á lengsta degi ársins. Lögregla hefur verið á svæðinu í dag en þar hefur verið kalt og var hiti aðeins tvær gráður í morgun. 22.6.2005 00:01 Kom ekki að samrunaheimild Gylfi Magnússon, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, vísar á bug yfirlýsingum framkvæmdastjóra Iceland Express um meint vanhæfi samkeppnisyfirvalda til að taka á deilum tengdum Flugleiðum. 22.6.2005 00:01 Slógust tveir við lögreglu Tveir menn um tvítugt voru handteknir snemma í gærmorgun eftir tilraun til að brjótast inn í söluturninn Sunnutorg við Langholtsveg um nóttina. Til mannanna sást þar sem þeir voru að reyna að komast inn um klukkan hálf fimm um nóttina, en að sögn lögreglu virtist sem styggð hafi komið að þeim þegar þjófavarnarkerfi fór í gang. 22.6.2005 00:01 Ungs manns enn leitað Lögregla leitar enn ungs manns sem komst undan í Heiðmörk á mánudagsmorguninn eftir að þar var kveikt í stolnum bíl. Lögreglan í Hafnarfirði var kölluð til og handsamaði hún á staðnum tvo 17 ára pilta og 15 ára gamla stúlku. 22.6.2005 00:01 Kleifarvatnshrina að ganga niður Klukkan hálf átta í gærmorgun reið yfir jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter við vestanvert Kleifarvatn á Reykjanesi. Sekúndu fyrr mældist annar um 2,5 á Richter. Að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur, deildarstjóra hjá Veðurstofunni, virtist hrinan í gær vera að ganga niður með eðlilegum hætti. 22.6.2005 00:01 Rotaðist í Brynjudal í Hvalfirði Maður var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss eftir vinnuslys í Brynjudal í Hvalfirði nokkru fyrir hádegi í gær. Maðurinn fékk högg á höfuðið og missti við það meðvitund þegar hann var að losa slyskju sem rann til og skall á hann. 22.6.2005 00:01 Eldur í ónýtri rútu Slökkvilið Reykjanesbæjar var kallað að Helguvík rétt eftir klukkan fjögur á aðfararnótt miðvikudags en þar logaði eldur í ónýtri rútu á ruslahaug. Í greinargerð lögreglu um málið kemur fram að tjón hafi ekki hlotist af og slökkvilið slökkti í rútunni. 22.6.2005 00:01 Eggert tapaði í héraði Eggert Haukdal, fyrrum oddviti Vestur-Landeyjahrepps, tapaði í gær máli sem hann höfðaði á hendur hreppnum í febrúar árið 2002 til greiðslu á rúmlega fjórum milljónum króna auk dráttarvaxta. Sveitarfélagið, sem heitir nú Rangárþing eystra, var sýknað af kröfum Eggerts. 22.6.2005 00:01 1000 dagar frá síðasta vinnuslysi Starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga fagna því í dag að 1000 dagar eru liðnir frá því að síðast varð vinnuslys sem leiddi til fjarveru starfsmanns félagsins. Margþætt starf hefur stuðlað að þessum árangri. 22.6.2005 00:01 Karlar leita sér frekar hjálpar Meginástæða þess að sjálfsvígum karla hefur fækkað á undanförnum árum er að þeir eru frekar tilbúnir að ræða vandamál sín og leita sér hjálpar en áður. Þetta segir landlæknir. 22.6.2005 00:01 Óbreyttur heildarkvóti Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra heldur sig við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar og heimilar veiðar á 198 þúsund tonnum af þorski og 105 þúsund tonnum af ýsu á næsta fiskveiðiári. 22.6.2005 00:01 Ríkisendurskoðun hirtir ráðherra Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun birti í gær um framkvæmd fjárlaga segir að forstöðumenn og ráðuneyti bregðist of seint við þegar ljóst sé að rekstur stofnana kosti meira en sem nemur fjárveitingum. 22.6.2005 00:01 Varaformannskosning í lagi Sérstök athugun á framkvæmd landsfundar Samfylkingarinnar í maí síðastliðnum leiddi meðal annars í ljós að ekki var reynt að kjósa fyrir aðra í varaformannskjöri flokksins. 22.6.2005 00:01 Forstöðumönnum verði refsað Mörg dæmi eru um að ríkisstofnanir fari fram úr fjárheimildum ár eftir ár en engin dæmi eru hins vegar um að ráðuneyti áminni forstöðumenn eins og lög gera ráð fyrir. Þetta segir ríkisendurskoðandi sem telur alvarlega misbresti á framkvæmd fjárlaga. 22.6.2005 00:01 Gaf virkjanaleyfi á einkajörð Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra braut gegn andmælarétti landeigenda Reykjahlíðar með leyfisveitingu til Landsvirkjunar vorið 2002, samkvæmt dími sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Leyfið var þó ekki fellt úr gildi en málskostnaður var felldur niður. 22.6.2005 00:01 Verðmæti heildaraflans eykst Leyfilegur heildarafli á næsta fiskveiðiári verður ekki meiri en á því fiskveiðiári sem er að ljúka. Samt er búist er við að útflutningsverðmæti aflans aukist um átta milljarða og verði 130 milljarðar króna. 22.6.2005 00:01 Skilti með leiðbeinandi hraða Ný umferðarskilti, sem eiga að leiðbeina ökumönnum um að lækka hraðann á hættulegum köflum, verða sett upp á þjóðvegum landsins á næstu vikum. Tölvuútreikningar eru notaðir til að ákvarða hve mikinn hraða einstakir vegarkaflar þola. 22.6.2005 00:01 Byggingum frestað á Austurlandi Fólksflutningar til Austurlands hafa gengið hægar en búist var við og hafa verktakar frestað íbúðabyggingum. Talsmenn Alcoa eru þó sannfærðir um að ekki þurfi að leita út fyrir landsteinana til að manna störf í álverinu. 22.6.2005 00:01 Ráðningar gagnrýndar Ungir Jafnaðarmenn harma hvernig staðið er að skipun í opinber embætti á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnar UJ, þar sem nýafstaðin skipun sendiherra Íslands er gagnrýnd. 22.6.2005 00:01 GPRS-þjónusta hjá Og Vodafone Og Vodafone hefur gert samning við Landssíma Íslands um GPRS-reikiþjónustu. GPRS er gagnflutningsþjónusta fyrir farsíma og gerir notendum kleift að miðla myndum, hreyfimyndum og gögnum. Einnig er hægt að vafra um á Netinu og sýsla með tölvupóst. 22.6.2005 00:01 Heildarafli í samræmi við ráðgjöf Sjávarútvegsráðherra undirritaði í dag reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2005-6 sem hefst þann 1. september. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að leyfilegur heildarafli verði í öllum aðalatriðum í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. 22.6.2005 00:01 Ósamræmi í uppsögnum hjá stofnunum Umboðsmaður Alþingis segir ósamræmi hjá ríkisstofnunum þegar til uppsagna kemur. Starfsmaður ríkisstofnunar, sem sagt var upp störfum í sparnaðarskyni, kvartaði til umboðsmanns. Hann taldi að um málamyndagjörning hafi verið að ræða enda hefðu aðrir starfsmenn stofnunarinnar gengið í hans störf. 21.6.2005 00:01 Vildu senda skýr skilaboð Þremeningarnir sem handteknir voru fyrir að sletta grænu skyri á álráðstefnu gesti á Nordica-hóteli segja að ásetningur sinn hafi verið að trufla ráðstefnuna og senda skýr skilaboð til leiðtoga í þungaiðnaði um að Ísland sé ekki eins notalegt hreiður fyrir þá og þeir haldi. Einnig að veita öðrum innblástur til aðgerða gegn því samsæri fyrirtækja og stjórnvalda að svíkja af Íslendingum mikið af stórbrotinni náttúru landsins. 21.6.2005 00:01 Vilja gagnabanka um barnaníðinga Dómsmálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims styðja einróma hugmynd Interpol um stofnun gagnabanka um þekkta barnaníðinga. Ráðherrarnir funda nú í Sheffield. Þeir hvetja lögreglu í ríkjunum að nýta sér slíkan banka til hins ítrasta. Þá hétu þeir því að legga þrjár milljónir evra til verkefnisins svo lögregla geti komið sér upp fullkomnasta tölvubúnaði sem völ er á í baráttunni við barnaníðinga. 21.6.2005 00:01 Leitar fjórða manns vegna bílbruna Lögreglan leitar enn fjórða mannsins vegna bíls sem kveikt var í í Heiðmörk í gærmorgun. Þremur ungmennum, 15 til 17 ára, var sleppt í gær eftir að þau játuðu sinn þátt í málinu. Lögreglu var tilkynnt um eldinn á sjötta tímanum í gærmorgun og þegar komið var á staðinn stóð bíllinn, sem hafði verið stolið, í ljósum logum og fjögur ungmenni í nágrenninu. 21.6.2005 00:01 Bílar verði skoðaðir Eigendur óskoðaðra bíla þurfa að kippa sínum málum í lag ef þeir vilja halda númeraplötunum. Lögreglan í Reykjavík og víðar er nú að veita þeim sem ekki hafa þessi mál á hreinu viðvörun auk þess sem klippt er af bílum þeirra sem augljóslega láta sér ekki segjast. Lögreglan leggur áherslu á að þessir hlutir komist í lag nú þegar sumarferðalögin á vegum landsins eru að hefjast. 21.6.2005 00:01 Ásta Möller nýr formaður LSK Ásta Möller, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörin formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna á landsþinig sambandsins á dögunum. Ásta tekur við að Helgu Gurðúnu Jónasdóttur en með henni í stjórn voru kjörnar 11 konur. 21.6.2005 00:01 Ekki hreyft við hvalveiðibanni Ekki verður hreyft við hvalveiðibanninu á fundi Alþjóðahvalveiðráðsins sem fram fer í Ulsan í Suður-Kóreu. Tillaga Japana þess efnis að takmarkaðar veiðar í atvinnuskyni yrðu leyfðar eftir nær tveggja áratuga bann var felld. 29 þjóðir greiddu atkvæði gegn tillögunni en 23 voru henni hlynnt. 21.6.2005 00:01 Tíðindalítill ríkisstjórnarfundur Ríkisstjórnarfundur var haldinn formsins vegna í morgun og var mjög stuttur þar sem engin mál lágu fyrir. Aðeins mættu sex ráðherrar. Að loknum almennum umræðum var honum slitið. 21.6.2005 00:01 Veiðar í atvinnuskyni ekki leyfðar Ekki verður hreyft við hvalveiðibanninu á fundi Alþjóða hvalveiðráðsins sem fram fer í Ulsan í Suður-Kóreu. Ráðið felldi tillögu Japana um að takmarkaðar veiðar í atvinnuskyni yrðu leyfðar eftir nær tveggja áratuga bann. 21.6.2005 00:01 Auðvelda framsal sakamanna Framsal sakamanna milli norrænu ríkjanna verður auðveldað með samkomulagi dómsmálaráðherra landanna í dag. Þeir ætla að knýja á um skilvirkari lög sem leiði til þess að framsal dæmdra manna eða grunaðra taki skemmri tíma en hingað til. Framsalsreglur milli Norðurlandanna eru í dag einfaldari en á milli annarra landa og verður það nú gert enn einfaldara. 21.6.2005 00:01 Sunny Jane enn í Hollandi Flutningaskipið Sunny Jane er ennþá í Hollandi með fullar lestir af fiski af Reykjaneshrygg. Skipið tók við afla af svokölluðum sjóræningjaskipum en var neitað um löndun í Hollandi, samkvæmt fjölþjóðlegum samningum. Landhelgisgæslan taldi sig hafa upplýsingar um að skipið væri farið frá Hollandi til Kaliningrad. 21.6.2005 00:01 Sumarsólstöður í kaldara lagi Í dag eru sumarsólstöður og því lengsti dagur ársins. Ekki virðist sem sólin og hitastigið láti það hafa áhrif á sig því samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er í kaldara lagi miðað við seinni hluta júní. 21.6.2005 00:01 Reynt að koma Pólverjum úr landi Alþýðusamband Íslands vinnur nú í því að tryggja stöðu tólf Pólverja sem búið hafa við slæmar aðstæður og unnið hér á landi á ósæmandi kjörum. ASÍ telur að fyrirtækið sem flutti Pólverjana hingað til lands hafi reynt að koma þeim úr landi svo þeir gætu ekki borið vitni. 21.6.2005 00:01 Gott að ránum hafi ekki fjölgað Afbrotafræðingur hjá Ríkislögreglustjóranum segir ánægjulegt að úttekt sýni að ránum hafi ekki fjölgað þrátt fyrir breytta samfélagsmynd. 36 rán eru framin á Íslandi á ári samkvæmt athugun félagsfræðinema við Háskóla Íslands. 21.6.2005 00:01 Gagnrýna samtryggingu stjórnmála Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma hvernig staðið er að skipun sendiherra fyrir Íslands hönd og segja ljóst að samtrygging íslenskra stjórnmálamanna liggi í sumum tilvikum þvert á flokkslínur. 21.6.2005 00:01 Vilja nágrannavörslu í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og frjálslyndra og óháðra lögðu til við borgarstjórn Reykjavíkur á fundi fyrir stundu að að óskað yrði eftir samstarfi við lögregluna í Reykjavík. Vilja þeir að það verði gert til að efla innbrotsvarnir í þágu almennings og koma á fót skipulagðri nágrannavörslu í öllum hverfum Reykjavíkur, en árlega verða þúsundir Reykvíkinga fyrir fjárhagslegu og tilfinningalegu tjóni af völdum innbrota í hús og bifreiðar. 21.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ungar konur reyna oftar sjálfsvíg Af þeim hundruðum sem reyna að fremja sjálfsvíg á ári hverju eru tveir þriðju ungar konur. Sjálfsvígum hjá ungum mönnum hefur fækkað verulega á undanförnum þremur árum. Þunglyndi og námsörðugleikar fara oft saman 22.6.2005 00:01
Hætt að prenta Lögbirtingablaðið Hætt verður að prenta Lögbirtingablaðið í núverandi formi frá 1. júlí. Útgáfan verður rafræn frá þeim degi og réttaráhrif auglýsinga í blaðinu verða bundin við hina rafrænu útgáfu. Áfram verður þó hægt að vera áskrifandi að vikulegri prentaðri útgáfu blaðsins en þá þarf að greiða tólf þúsund krónur fyrir prentun og póstburð. 22.6.2005 00:01
Víðtækur harmleikur "Við tölum um sjálfsvíg sem harmleik, sem heldur áfram meðal ættingja og vina sem eftir lifa," segir Salbjörg Bjarnadóttir er stýrir verkefninu Þjóð gegn þunglyndi, sem er á vegum Landlæknisembættisins. 22.6.2005 00:01
Sjálfsvígum fækkar Sjálfsvígum 24 ára og yngri karla hefur fækkað um rúmlega helming frá árabilinu 1999 til 2001. 22.6.2005 00:01
Fjárlög: Alvarlegir misbrestir Alvarlegir misbrestir eru við framkvæmd fjárlaga samkvæmt greinargerð Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga árið 2004. Í greinargerðinni segir að margir fjárlagaliðir fari oft langt fram úr fjárheimildum án þess að forstöðumenn og ráðuneyti bregðist við með tilskildum hætti. 22.6.2005 00:01
Fengu sprengiefnistunnu í nótina Skipstjórinn á Aðalbjörgu RE-5 hafði samband við Landhelgisgæsluna í morgun og óskaði eftir aðstoð vegna torkennilegs hlutar sem hann hafði fengið í dragnót. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fengu far með björgunarbát út í skipið sem var statt út af Þorlákshöfn. 22.6.2005 00:01
Telur ASÍ brjóta meiðyrðalöggjöf Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður Geymis ehf, segir að mögulegt sé að ASÍ hafi brotið gegn meiðyrðalöggjöf með ummælum sínum um fyrirtækið í gær. Þetta kemur fram í bréfi sem Eiríkur hefur skrifað ASÍ fyrir hönd umbjóðanda síns 22.6.2005 00:01
Ný umferðarmerki tekin í gagnið Í þjóðarátaki VÍS gegn umferðarslysum er sjónum að þessu sinni beint að umferðarhraða. Í samvinnu við Vegagerð ríkisins verða sett upp leiðbeinandi viðvörunarmerki á stöðum þar sem mörg slys hafa orðið og fólk hvatt til að draga úr hraða ökutækja. Merktar verða krappar beygjur, brýr og fleiri staðir þar sem slys hafa orðið. 22.6.2005 00:01
Ekkert sést til mótmælenda Ekkert hefur sést til mótmælenda á Kárahnjúkum en þeir hugðust setja upp tjaldbúðir þar í gær á lengsta degi ársins. Lögregla hefur verið á svæðinu í dag en þar hefur verið kalt og var hiti aðeins tvær gráður í morgun. 22.6.2005 00:01
Kom ekki að samrunaheimild Gylfi Magnússon, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, vísar á bug yfirlýsingum framkvæmdastjóra Iceland Express um meint vanhæfi samkeppnisyfirvalda til að taka á deilum tengdum Flugleiðum. 22.6.2005 00:01
Slógust tveir við lögreglu Tveir menn um tvítugt voru handteknir snemma í gærmorgun eftir tilraun til að brjótast inn í söluturninn Sunnutorg við Langholtsveg um nóttina. Til mannanna sást þar sem þeir voru að reyna að komast inn um klukkan hálf fimm um nóttina, en að sögn lögreglu virtist sem styggð hafi komið að þeim þegar þjófavarnarkerfi fór í gang. 22.6.2005 00:01
Ungs manns enn leitað Lögregla leitar enn ungs manns sem komst undan í Heiðmörk á mánudagsmorguninn eftir að þar var kveikt í stolnum bíl. Lögreglan í Hafnarfirði var kölluð til og handsamaði hún á staðnum tvo 17 ára pilta og 15 ára gamla stúlku. 22.6.2005 00:01
Kleifarvatnshrina að ganga niður Klukkan hálf átta í gærmorgun reið yfir jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter við vestanvert Kleifarvatn á Reykjanesi. Sekúndu fyrr mældist annar um 2,5 á Richter. Að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur, deildarstjóra hjá Veðurstofunni, virtist hrinan í gær vera að ganga niður með eðlilegum hætti. 22.6.2005 00:01
Rotaðist í Brynjudal í Hvalfirði Maður var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss eftir vinnuslys í Brynjudal í Hvalfirði nokkru fyrir hádegi í gær. Maðurinn fékk högg á höfuðið og missti við það meðvitund þegar hann var að losa slyskju sem rann til og skall á hann. 22.6.2005 00:01
Eldur í ónýtri rútu Slökkvilið Reykjanesbæjar var kallað að Helguvík rétt eftir klukkan fjögur á aðfararnótt miðvikudags en þar logaði eldur í ónýtri rútu á ruslahaug. Í greinargerð lögreglu um málið kemur fram að tjón hafi ekki hlotist af og slökkvilið slökkti í rútunni. 22.6.2005 00:01
Eggert tapaði í héraði Eggert Haukdal, fyrrum oddviti Vestur-Landeyjahrepps, tapaði í gær máli sem hann höfðaði á hendur hreppnum í febrúar árið 2002 til greiðslu á rúmlega fjórum milljónum króna auk dráttarvaxta. Sveitarfélagið, sem heitir nú Rangárþing eystra, var sýknað af kröfum Eggerts. 22.6.2005 00:01
1000 dagar frá síðasta vinnuslysi Starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga fagna því í dag að 1000 dagar eru liðnir frá því að síðast varð vinnuslys sem leiddi til fjarveru starfsmanns félagsins. Margþætt starf hefur stuðlað að þessum árangri. 22.6.2005 00:01
Karlar leita sér frekar hjálpar Meginástæða þess að sjálfsvígum karla hefur fækkað á undanförnum árum er að þeir eru frekar tilbúnir að ræða vandamál sín og leita sér hjálpar en áður. Þetta segir landlæknir. 22.6.2005 00:01
Óbreyttur heildarkvóti Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra heldur sig við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar og heimilar veiðar á 198 þúsund tonnum af þorski og 105 þúsund tonnum af ýsu á næsta fiskveiðiári. 22.6.2005 00:01
Ríkisendurskoðun hirtir ráðherra Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun birti í gær um framkvæmd fjárlaga segir að forstöðumenn og ráðuneyti bregðist of seint við þegar ljóst sé að rekstur stofnana kosti meira en sem nemur fjárveitingum. 22.6.2005 00:01
Varaformannskosning í lagi Sérstök athugun á framkvæmd landsfundar Samfylkingarinnar í maí síðastliðnum leiddi meðal annars í ljós að ekki var reynt að kjósa fyrir aðra í varaformannskjöri flokksins. 22.6.2005 00:01
Forstöðumönnum verði refsað Mörg dæmi eru um að ríkisstofnanir fari fram úr fjárheimildum ár eftir ár en engin dæmi eru hins vegar um að ráðuneyti áminni forstöðumenn eins og lög gera ráð fyrir. Þetta segir ríkisendurskoðandi sem telur alvarlega misbresti á framkvæmd fjárlaga. 22.6.2005 00:01
Gaf virkjanaleyfi á einkajörð Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra braut gegn andmælarétti landeigenda Reykjahlíðar með leyfisveitingu til Landsvirkjunar vorið 2002, samkvæmt dími sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Leyfið var þó ekki fellt úr gildi en málskostnaður var felldur niður. 22.6.2005 00:01
Verðmæti heildaraflans eykst Leyfilegur heildarafli á næsta fiskveiðiári verður ekki meiri en á því fiskveiðiári sem er að ljúka. Samt er búist er við að útflutningsverðmæti aflans aukist um átta milljarða og verði 130 milljarðar króna. 22.6.2005 00:01
Skilti með leiðbeinandi hraða Ný umferðarskilti, sem eiga að leiðbeina ökumönnum um að lækka hraðann á hættulegum köflum, verða sett upp á þjóðvegum landsins á næstu vikum. Tölvuútreikningar eru notaðir til að ákvarða hve mikinn hraða einstakir vegarkaflar þola. 22.6.2005 00:01
Byggingum frestað á Austurlandi Fólksflutningar til Austurlands hafa gengið hægar en búist var við og hafa verktakar frestað íbúðabyggingum. Talsmenn Alcoa eru þó sannfærðir um að ekki þurfi að leita út fyrir landsteinana til að manna störf í álverinu. 22.6.2005 00:01
Ráðningar gagnrýndar Ungir Jafnaðarmenn harma hvernig staðið er að skipun í opinber embætti á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnar UJ, þar sem nýafstaðin skipun sendiherra Íslands er gagnrýnd. 22.6.2005 00:01
GPRS-þjónusta hjá Og Vodafone Og Vodafone hefur gert samning við Landssíma Íslands um GPRS-reikiþjónustu. GPRS er gagnflutningsþjónusta fyrir farsíma og gerir notendum kleift að miðla myndum, hreyfimyndum og gögnum. Einnig er hægt að vafra um á Netinu og sýsla með tölvupóst. 22.6.2005 00:01
Heildarafli í samræmi við ráðgjöf Sjávarútvegsráðherra undirritaði í dag reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2005-6 sem hefst þann 1. september. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að leyfilegur heildarafli verði í öllum aðalatriðum í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. 22.6.2005 00:01
Ósamræmi í uppsögnum hjá stofnunum Umboðsmaður Alþingis segir ósamræmi hjá ríkisstofnunum þegar til uppsagna kemur. Starfsmaður ríkisstofnunar, sem sagt var upp störfum í sparnaðarskyni, kvartaði til umboðsmanns. Hann taldi að um málamyndagjörning hafi verið að ræða enda hefðu aðrir starfsmenn stofnunarinnar gengið í hans störf. 21.6.2005 00:01
Vildu senda skýr skilaboð Þremeningarnir sem handteknir voru fyrir að sletta grænu skyri á álráðstefnu gesti á Nordica-hóteli segja að ásetningur sinn hafi verið að trufla ráðstefnuna og senda skýr skilaboð til leiðtoga í þungaiðnaði um að Ísland sé ekki eins notalegt hreiður fyrir þá og þeir haldi. Einnig að veita öðrum innblástur til aðgerða gegn því samsæri fyrirtækja og stjórnvalda að svíkja af Íslendingum mikið af stórbrotinni náttúru landsins. 21.6.2005 00:01
Vilja gagnabanka um barnaníðinga Dómsmálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims styðja einróma hugmynd Interpol um stofnun gagnabanka um þekkta barnaníðinga. Ráðherrarnir funda nú í Sheffield. Þeir hvetja lögreglu í ríkjunum að nýta sér slíkan banka til hins ítrasta. Þá hétu þeir því að legga þrjár milljónir evra til verkefnisins svo lögregla geti komið sér upp fullkomnasta tölvubúnaði sem völ er á í baráttunni við barnaníðinga. 21.6.2005 00:01
Leitar fjórða manns vegna bílbruna Lögreglan leitar enn fjórða mannsins vegna bíls sem kveikt var í í Heiðmörk í gærmorgun. Þremur ungmennum, 15 til 17 ára, var sleppt í gær eftir að þau játuðu sinn þátt í málinu. Lögreglu var tilkynnt um eldinn á sjötta tímanum í gærmorgun og þegar komið var á staðinn stóð bíllinn, sem hafði verið stolið, í ljósum logum og fjögur ungmenni í nágrenninu. 21.6.2005 00:01
Bílar verði skoðaðir Eigendur óskoðaðra bíla þurfa að kippa sínum málum í lag ef þeir vilja halda númeraplötunum. Lögreglan í Reykjavík og víðar er nú að veita þeim sem ekki hafa þessi mál á hreinu viðvörun auk þess sem klippt er af bílum þeirra sem augljóslega láta sér ekki segjast. Lögreglan leggur áherslu á að þessir hlutir komist í lag nú þegar sumarferðalögin á vegum landsins eru að hefjast. 21.6.2005 00:01
Ásta Möller nýr formaður LSK Ásta Möller, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörin formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna á landsþinig sambandsins á dögunum. Ásta tekur við að Helgu Gurðúnu Jónasdóttur en með henni í stjórn voru kjörnar 11 konur. 21.6.2005 00:01
Ekki hreyft við hvalveiðibanni Ekki verður hreyft við hvalveiðibanninu á fundi Alþjóðahvalveiðráðsins sem fram fer í Ulsan í Suður-Kóreu. Tillaga Japana þess efnis að takmarkaðar veiðar í atvinnuskyni yrðu leyfðar eftir nær tveggja áratuga bann var felld. 29 þjóðir greiddu atkvæði gegn tillögunni en 23 voru henni hlynnt. 21.6.2005 00:01
Tíðindalítill ríkisstjórnarfundur Ríkisstjórnarfundur var haldinn formsins vegna í morgun og var mjög stuttur þar sem engin mál lágu fyrir. Aðeins mættu sex ráðherrar. Að loknum almennum umræðum var honum slitið. 21.6.2005 00:01
Veiðar í atvinnuskyni ekki leyfðar Ekki verður hreyft við hvalveiðibanninu á fundi Alþjóða hvalveiðráðsins sem fram fer í Ulsan í Suður-Kóreu. Ráðið felldi tillögu Japana um að takmarkaðar veiðar í atvinnuskyni yrðu leyfðar eftir nær tveggja áratuga bann. 21.6.2005 00:01
Auðvelda framsal sakamanna Framsal sakamanna milli norrænu ríkjanna verður auðveldað með samkomulagi dómsmálaráðherra landanna í dag. Þeir ætla að knýja á um skilvirkari lög sem leiði til þess að framsal dæmdra manna eða grunaðra taki skemmri tíma en hingað til. Framsalsreglur milli Norðurlandanna eru í dag einfaldari en á milli annarra landa og verður það nú gert enn einfaldara. 21.6.2005 00:01
Sunny Jane enn í Hollandi Flutningaskipið Sunny Jane er ennþá í Hollandi með fullar lestir af fiski af Reykjaneshrygg. Skipið tók við afla af svokölluðum sjóræningjaskipum en var neitað um löndun í Hollandi, samkvæmt fjölþjóðlegum samningum. Landhelgisgæslan taldi sig hafa upplýsingar um að skipið væri farið frá Hollandi til Kaliningrad. 21.6.2005 00:01
Sumarsólstöður í kaldara lagi Í dag eru sumarsólstöður og því lengsti dagur ársins. Ekki virðist sem sólin og hitastigið láti það hafa áhrif á sig því samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er í kaldara lagi miðað við seinni hluta júní. 21.6.2005 00:01
Reynt að koma Pólverjum úr landi Alþýðusamband Íslands vinnur nú í því að tryggja stöðu tólf Pólverja sem búið hafa við slæmar aðstæður og unnið hér á landi á ósæmandi kjörum. ASÍ telur að fyrirtækið sem flutti Pólverjana hingað til lands hafi reynt að koma þeim úr landi svo þeir gætu ekki borið vitni. 21.6.2005 00:01
Gott að ránum hafi ekki fjölgað Afbrotafræðingur hjá Ríkislögreglustjóranum segir ánægjulegt að úttekt sýni að ránum hafi ekki fjölgað þrátt fyrir breytta samfélagsmynd. 36 rán eru framin á Íslandi á ári samkvæmt athugun félagsfræðinema við Háskóla Íslands. 21.6.2005 00:01
Gagnrýna samtryggingu stjórnmála Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma hvernig staðið er að skipun sendiherra fyrir Íslands hönd og segja ljóst að samtrygging íslenskra stjórnmálamanna liggi í sumum tilvikum þvert á flokkslínur. 21.6.2005 00:01
Vilja nágrannavörslu í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og frjálslyndra og óháðra lögðu til við borgarstjórn Reykjavíkur á fundi fyrir stundu að að óskað yrði eftir samstarfi við lögregluna í Reykjavík. Vilja þeir að það verði gert til að efla innbrotsvarnir í þágu almennings og koma á fót skipulagðri nágrannavörslu í öllum hverfum Reykjavíkur, en árlega verða þúsundir Reykvíkinga fyrir fjárhagslegu og tilfinningalegu tjóni af völdum innbrota í hús og bifreiðar. 21.6.2005 00:01