Innlent

Sunny Jane enn í Hollandi

Flutningaskipið Sunny Jane er ennþá í Hollandi með fullar lestir af fiski af Reykjaneshrygg. Skipið tók við afla af svokölluðum sjóræningjaskipum en var neitað um löndun í Hollandi, samkvæmt fjölþjóðlegum samningum. Landhelgisgæslan taldi sig hafa upplýsingar um að skipið væri farið frá Hollandi til Kaliningrad. Nú voru hins vegar að berast upplýsingar um að skipið væri enn við bryggju í Hollandi með farminn í lestinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×