Forstöðumönnum verði refsað 22. júní 2005 00:01 Mörg dæmi eru um að ríkisstofnanir fari fram úr fjárheimildum ár eftir ár en engin dæmi eru hins vegar um að ráðuneyti áminni forstöðumenn eins og lög gera ráð fyrir. Þetta segir ríkisendurskoðandi sem telur alvarlega misbresti á framkvæmd fjárlaga. Um 120 stofnanir og fjárlagaliðir fóru á síðasta ári það mikið fram úr að grípa hefði þurft til sérstakra ráðstafana samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga. Það er hátt í fjórðungur. Ríkisendurskoðun telur ráðuneytin sýna linkind í þessum málum, ekki grípa til aðgerða nógu snemma og forstöðumenn ekki látnir gjalda fyrir lélega fjármálastjórn. Að mati Ríkisendurskoðunar ætti að koma til greina að stöðva greiðslur til stofnana þar til gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þetta vel geta verið rétt hjá Ríkisendurskoðanda en hann vill að litið sé þannig á málin að þetta sé „eilífðarvinna“, þ.e. að því ljúki aldrei. Einar telur það vera árangursríkara að líta þannig á málin, að það sé „seiga, jafna átakið“ sem gildi en menn láti sér ekki detta í hug að hægt sé að rykkja þessu í liðinn. „Þó hefur mér fundist í gegnum árin að þegar við höfum verið að setja út á ýmsar stofnanir og ýmsan kostnað þá höfum við fengið frekar bágt fyrir heldur en hitt,“ segir Einar. Sendiráðin, Háskólinn á Akureyri, Framkvæmdasjóður aldraðra, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og embætti forseta Íslands eru meðal þeirra sem fara hvað mest fram úr hlutfallslega en þegar kemur að krónutölu stendur Landspítali - háskólasjúkrahús hins vegar upp úr. Almennt eru það stofnanir tveggja fjárfrekustu ráðuneytanna, menntamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis, sem fara mest fram úr fjárlögum. Einar Oddur segir sumar stofnanir hafa afsökun fyrir að fara fram úr og því sé það skiljanlegt. Aðrar hafi það hins vegar ekki og það eigi ekki að líða. Í heildina hafio þó orðið mikil framför í framkvæmd fjárlaga. Einar segir menn þekkja tölurnar í tengslum Landspítalann en það sé bara ekki samstaða um hvernig beri að taka á því. „Svo eru þarna líka stofnanir sem eru að fara fram úr fjárlögum og það er ekki þeirra sök heldur er það meira sök okkar sem erum á löggjafarþinginu. Við höfum ekki ráðið við sumt í útgjaldaþróuninni, til dæmis hjá Tryggingastofnun ríkisins,“ segir Einar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Mörg dæmi eru um að ríkisstofnanir fari fram úr fjárheimildum ár eftir ár en engin dæmi eru hins vegar um að ráðuneyti áminni forstöðumenn eins og lög gera ráð fyrir. Þetta segir ríkisendurskoðandi sem telur alvarlega misbresti á framkvæmd fjárlaga. Um 120 stofnanir og fjárlagaliðir fóru á síðasta ári það mikið fram úr að grípa hefði þurft til sérstakra ráðstafana samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga. Það er hátt í fjórðungur. Ríkisendurskoðun telur ráðuneytin sýna linkind í þessum málum, ekki grípa til aðgerða nógu snemma og forstöðumenn ekki látnir gjalda fyrir lélega fjármálastjórn. Að mati Ríkisendurskoðunar ætti að koma til greina að stöðva greiðslur til stofnana þar til gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þetta vel geta verið rétt hjá Ríkisendurskoðanda en hann vill að litið sé þannig á málin að þetta sé „eilífðarvinna“, þ.e. að því ljúki aldrei. Einar telur það vera árangursríkara að líta þannig á málin, að það sé „seiga, jafna átakið“ sem gildi en menn láti sér ekki detta í hug að hægt sé að rykkja þessu í liðinn. „Þó hefur mér fundist í gegnum árin að þegar við höfum verið að setja út á ýmsar stofnanir og ýmsan kostnað þá höfum við fengið frekar bágt fyrir heldur en hitt,“ segir Einar. Sendiráðin, Háskólinn á Akureyri, Framkvæmdasjóður aldraðra, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og embætti forseta Íslands eru meðal þeirra sem fara hvað mest fram úr hlutfallslega en þegar kemur að krónutölu stendur Landspítali - háskólasjúkrahús hins vegar upp úr. Almennt eru það stofnanir tveggja fjárfrekustu ráðuneytanna, menntamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis, sem fara mest fram úr fjárlögum. Einar Oddur segir sumar stofnanir hafa afsökun fyrir að fara fram úr og því sé það skiljanlegt. Aðrar hafi það hins vegar ekki og það eigi ekki að líða. Í heildina hafio þó orðið mikil framför í framkvæmd fjárlaga. Einar segir menn þekkja tölurnar í tengslum Landspítalann en það sé bara ekki samstaða um hvernig beri að taka á því. „Svo eru þarna líka stofnanir sem eru að fara fram úr fjárlögum og það er ekki þeirra sök heldur er það meira sök okkar sem erum á löggjafarþinginu. Við höfum ekki ráðið við sumt í útgjaldaþróuninni, til dæmis hjá Tryggingastofnun ríkisins,“ segir Einar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira