Innlent

Gaf virkjanaleyfi á einkajörð

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra braut gegn andmælarétti landeigenda Reykjahlíðar með leyfisveitingu til Landsvirkjunar vorið 2002, samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Leyfið var þó ekki fellt úr gildi en málskostnaður var felldur niður. Vorið 2002 fékk Landsvirkjun leyfi til að rannsaka jarðhita í landi Reykjahlíðar og um leið virkjanaforgangsrétt. Ríkið átti frá árinu 1971 nýtingarrétt á hluta jarðhita á landinu en leyfið náði einnig til þess hluta sem landeigendur Reykjahlíðar réðu, án þess að það væri borið undir þá. Þeir áttu á sama tíma í samningaviðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur um mögulegar virkjanaframkvæmdir á sínum hluta. Þótt ráðherra hafi ekki greint landeigendum frá leyfinu taldi hann sannað að einhverjir þeirra hefðu frétt af því frá Landsvirkjun. Þar sem ekki var kært fyrr en í árslok 2004 taldi héraðsdómur brot á andmælarétti ekki nægja til að nema leyfið úr gildi, þar sem Landsvirkjun hafði þegar hafið rannsóknir. Skúli Magnússon kvað upp dóminn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×