Ný umferðarmerki tekin í gagnið 22. júní 2005 00:01 Í byrjun næsta mánaðar verða sett upp fyrstu viðvörunarmerkin við staði á þjóðvegum landsins þar sem mikið hefur verið um umferðarslys. Með merkjunum er fólk hvatt til að draga úr hraða ökutækis við þessa svörtu bletti, þrátt fyrir að leyfilegur hámarkshraði kunni að vera meiri. Merkin eru sett upp í samvinnu við Vegagerðina, en þau eru hluti af þjóðarátaki Vátryggingafélags Íslands gegn umferðarslysum. Félagið stendur nú fyrir slíku átaki fimmta sumarið í röð undir yfirskriftinni: "Hægðu á þér - tökum slysin úr umferð." "Staðreyndin er sú að hraðinn er aðalóvinurinn í umferðinni og alvarlegu slysin hafa verið að færast úr þéttbýlinu út á þjóðvegina," segir Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarna- og öryggisfulltrúi VÍS, en hún kynnti átakið fjölmiðlum í æfingasal endurhæfingardeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss á Grensási í gær. Fyrirtækið gengst á næstu vikum fyrir auglýsingaherferð í útvarpi og sjónvarpi til að vekja athygli á afleiðingum umferðarslysa um leið og ökumenn eru hvattir til að draga úr hraðanum. Þá verður og vakin athygli á nýju umferðarmerkjunum sem auðkenna eiga slysabletti. Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sagði á kynningarfundinum að 70 prósent alvarlegra umferðarslysa yrðu í dreifbýli. "Ef rekast saman á þjóðvegi tveir bílar á 90 kílómetra hraða þá verður bana- eða alvarlegt umferðarslys," sagði hann, en áréttaði um leið að nýju viðvörunarmerkin væru leiðbeinandi. "Sumar beygjur á þjóðvegum landsins er ekki hægt að taka á 90 kílómetra hraða, þrátt fyrir að það sé leyfður hámarkshraði." Hann kallaði einnig eftir aukinni löggæslu og þyngri refsingum til handa þeim sem valda öðrum vegfarendum stórhættu með ofsaakstri. Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Í byrjun næsta mánaðar verða sett upp fyrstu viðvörunarmerkin við staði á þjóðvegum landsins þar sem mikið hefur verið um umferðarslys. Með merkjunum er fólk hvatt til að draga úr hraða ökutækis við þessa svörtu bletti, þrátt fyrir að leyfilegur hámarkshraði kunni að vera meiri. Merkin eru sett upp í samvinnu við Vegagerðina, en þau eru hluti af þjóðarátaki Vátryggingafélags Íslands gegn umferðarslysum. Félagið stendur nú fyrir slíku átaki fimmta sumarið í röð undir yfirskriftinni: "Hægðu á þér - tökum slysin úr umferð." "Staðreyndin er sú að hraðinn er aðalóvinurinn í umferðinni og alvarlegu slysin hafa verið að færast úr þéttbýlinu út á þjóðvegina," segir Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarna- og öryggisfulltrúi VÍS, en hún kynnti átakið fjölmiðlum í æfingasal endurhæfingardeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss á Grensási í gær. Fyrirtækið gengst á næstu vikum fyrir auglýsingaherferð í útvarpi og sjónvarpi til að vekja athygli á afleiðingum umferðarslysa um leið og ökumenn eru hvattir til að draga úr hraðanum. Þá verður og vakin athygli á nýju umferðarmerkjunum sem auðkenna eiga slysabletti. Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sagði á kynningarfundinum að 70 prósent alvarlegra umferðarslysa yrðu í dreifbýli. "Ef rekast saman á þjóðvegi tveir bílar á 90 kílómetra hraða þá verður bana- eða alvarlegt umferðarslys," sagði hann, en áréttaði um leið að nýju viðvörunarmerkin væru leiðbeinandi. "Sumar beygjur á þjóðvegum landsins er ekki hægt að taka á 90 kílómetra hraða, þrátt fyrir að það sé leyfður hámarkshraði." Hann kallaði einnig eftir aukinni löggæslu og þyngri refsingum til handa þeim sem valda öðrum vegfarendum stórhættu með ofsaakstri.
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent