Fleiri fréttir

Falsaði undirskrift á skuldabréfi

Fertugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir skjalafals. Þrír mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Maðurinn hefur játað að hafa greitt starfsmönnum bílaumboðs með skuldabréfi með falsaðri undirskrift. Skuldabréfið hljóðaði upp á rúma 1,3 milljónir króna.

Sigrún eini umsækjandinn

Sigrún Stefánsdóttir sótti ein um laust starf dagskrárstjóra Rásar 2 og landshlutastöðva Ríkisútvarpsins, en umsóknarfrestur rann út á sunnudag.

Ekki viðrað til róðurs

Kjartan Hauksson ræðari er nú úti fyrir miðju Norðurlandi. Hann tók land á Höfðaströnd á Tröllaskaga á laugardag og hefur þurft að halda þar kyrru fyrir vegna veðurs.

Athuga staðarval vegna álvers

Fulltrúar Fjárfestingarstofu, Alcoa, sveitarfélaga Skagafjarðar, Húsavíkurbæjar og Akureyrarkaupstaðar ásamt fulltrúum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga undirrituðu í gær samkomulag um áætlun um staðarvalsathuganir vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi.

Alfreð forseti borgarstjórnar

Alfreð Þorsteinsson var kjörinn forseti borgarstjórnar á fundi borgarstjórnar í dag. Hann mun gegna starfinu til loka kjörtímabilsins. Alfreð tekur við af Árna Þór Sigurðssyni, sem gengt hefur forsetastarfi frá 2002, en í leyfi hans hefur Stefán Jón Hafstein gegnt forsetastörfum undanfarna mánuði. Þeir Árni Þór og Stefán Jón voru kjörnir varaforsetar.

RKÍ og Sjóvá semja um vátryggingar

Rauði kross Íslands og Sjóvá-Almennar hafa skrifað undir samstarfssamning um vátryggingaviðskipti. Samningurinn felur meðal annars í sér að Sjóvá tryggir sjúkrabíla Rauða krossins og sendifulltrúa við hjálparstörf erlendis á vegum félagsins. Jafnframt mun Sjóvá styrkja starfsemi Rauða krossins á næstu árum.

Úthlutað úr minningarsjóði

61 milljón króna hefur verið úthlutað úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur til 178 verkefna. Féð fór til menningarmála, forvarna, heilbrigðismála, íþrótta, menntamála og námsstyrkja. Sjóðnum bárust samtals umsóknir. Björgólfur Guðmundsson er formaður sjóðsstjórnar. Markmið sjóðsins er að auka almannaheill og bæta mannlíf á Íslandi.

Þjónustusamningur í endurskoðun

Þjónustusamningur heilbrigðisráðuneytis og Reykjalundar er nú til endurskoðunar, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra.

Heilsugæslan neydd á brott

Hafinn er undirbúningur að flutningi Heilsugæslunnar úr gömlu Heilsuverndarstöðinnni við Barónsstíg. Þá þarf að flytja miðstöð heimahjúkrunar við Grensásveg. Það er leiguhúsnæði sem nú hefur verið selt og verður tekið til annarra nota

Segir félag ekki hafa greitt gjöld

Efling - stéttarfélag segir sautján atvinnuleyfi frá fyrirtækinu Geymi ehf. hafa komið til umsagnar félagsins en þeim hafi verið hafnað. Lögreglan og ASÍ vinna nú að málum Geymis ehf. vegna tólf Pólverja sem höfðu laun langt undir lágmarkssamningum og bjuggu við óviðunandi aðstæður. Ástæður þess voru þær að Geymir hefur ekki greitt lögbundin gjöld af starfsmönnum sínum, svo sem í lífeyrissjóð og önnur gjöld.

Forsætisráðuneytið mest

Tuttugu prósent fjárheimilda forsætisráðuneytisins koma af aukafjárlögum að meðaltali og er það hlutfallslega mest allra ráðuneyta. Iðnaðarráðuneyti og Hagstofa Íslands fara mest fram úr fjárheimildum að meðaltali. </font /></b />

Samið um álversrannsóknir nyrðra

Samkomulag hefur tekist milli Alcoa, þriggja sveitarfélaga á Norðurlandi og iðnaðarráðuneytis um undirbúningsrannsóknir vegna álvers norðan heiða. Stefnt er að því að eftir átta mánuði verði unnt að ákveða staðsetningu verksmiðjunnar.

Segja málflutning ASÍ rangan

Dularfullt, íslenskt fyrirtæki fékk erlenda verkamenn hingað til lands á fölskum forsendum og braut á þeim lög og kjarasamninga, að mati ASÍ. Þeir nutu engra réttinda og voru látnir búa við aðstæður sem uppfylla engan veginn íslenskar kröfur. Rangur og villandi málflutningur, segja talsmenn fyrirtækisins.

Segjast vera á slóð kortasvikara

Sérfræðingar í tölvuglæpum telja sig komna á slóð tölvusvikaranna sem náðu upplýsingum af um fjörutíu milljónum krítarkorta nýverið, þar á meðal af um 140 íslenskum kortum að því talið er.

Niðurstaða í Suður-Kóreu vonbrigði

"Þessi niðurstaða er auðvitað vonbrigði. Við vorum að vonast til þess að niðurstaðan myndi miða eitthvað í áttina," sagði Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra eftir að ljóst var að tillaga Japana á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins um að hafnar yrðu hvalveiðar í atvinnuskyni, var felld.

Fylgst náið með barnaníðingum

Dómsmálaráðherrar iðnveldanna skera á alþjóðlegt tengslanet barnaníðinga með því að setja á laggirnar sameiginlegan gagnagrunn með upplýsingum um þá og framleiðendur barnakláms. Lögreglan á Íslandi fagnar þessu framtaki og telur að það muni auðvelda rannsókn slíkra mála hér á landi.

Furðulegar ásakanir og ósannindi

"Það er alveg sjálfsagt og eðlilegt að taka undir ýmislegt sem kemur fram í máli ASÍ en mér finnst málatilbúnaður sambandsins í heild sinni mjög furðulegur og því til skammar," segir Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður fyrirtækisins Geymis ehf.

Tjalda í lónstæði Hálslóns

Hópur mótmælenda er nú á leið upp á Kárahnjúka og stefnir að því að slá upp tjöldum í lónstæði fyrirhugaðs Hálslóns í kvöld. Þar var í dag slydda og eins stigs hiti. Landsvirkjunarmenn segja tjaldbúðirnar sér að meinalausu svo fremi sem fólkið fari ekki inn á vinnusvæðið.

MIsjafnar skoðanir um Pólverjana

Tólf pólskir verkamenn hafa leitað á náðir Alþýðusambands Íslands þar sem þeir telja að kjör og aðbúnaður í húsnæði sem þeim hefur verið úthlutað til að búa í hér á landi séu með öllu óviðunandi. Verkamennirnir komu hingað til lands í apríl síðastliðnum til starfa í byggingageiranum.

Gæsluvarðhald yfir Breta staðfest

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir breskri konu sem grunuð er um ávísanamisferli hér á landi í maí síðastliðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði konuna um miðjan júní í gæsluvarðhald sem renna á út á morgun, 23. júní.

Segir Samkeppnisstofnun vanhæfa

Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir Samkeppnisstofnun vanhæfa til að taka á deilum fyrirtækis hans og Flugleiða því Gylfi Magnússon, formaður Samkeppniseftirlitsins, hafi unnið launuð störf fyrir Flugleiðir tengd deilum við Iceland Express. Um næstu mánaðamót tekur Samkeppniseftirlitið við af Samkeppnisstofnun.

Jón Gerald mætti í yfirheyrslu

Jón Gerald Sullenberger mætti til yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra klukkan níu í gærmorgun í tengslum við rannsókn á hugsanlegum fjárdrætti núverandi og fyrrverandi forstjóra Baugs og öðrum mögulegum brotum þeirra gegn fyrirtækinu. Rannsókn lögreglu hefur staðið í tæp þrjú ár, frá ágústlokum 2002.

Ók dópaður um borgina

Tvítugur maður hefur verið dæmdur til greiðslu 200.000 króna fyrir margvísleg fíkniefnabrot og fyrir að aka bifreið víða um Reykjavíkurborg um miðjan október í fyrra undir áhrifum slævandi lyfs og fíkniefna. Hann var sviptur ökurétti í þrjá mánuði og þarf að greiða málskostnað upp á rúmar 310.000 krónur.

Maður dæmdur fyrir skjalafals

Fertugur maður hlaut í gær sex mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að falsa áritun þrítugrar konu á skuldabréf sem hann notaði til að kaupa bíl á bílasölu í Reykjavík. Bréfið var gefið út í júní 2001 og konan óafvitandi komin í ábyrgð fyrir rúmar 1,3 milljónir króna.

Upplýsingar um rán í gagnabanka

Upplýsingar um rán framin á Íslandi síðustu 5 ár verða settar í sérstakan gagnabanka hjá Ríkislögreglustjóra sem mun nýtast við rannsókn ránsmála.

Ný gatnamót verst

Áætlaður heildarkostnaður vegna slysa í umferðinni í Reykjavík á síðasta ári er ekki undir tíu milljörðum króna, að því er fram kemur í tilkynningu Sjóvár-Almennra trygginga í gær. Fyrirtækið tók saman helstu tölur úr umferðinni í fyrra og framreiknaði miðað við markaðshlutdeild.

Fái að kvikmynda við Krýsuvík

Flest bendir til að Clint Eastwood og Steven Spielberg verði leyft að kvikmynda í Arnarfelli við Krýsuvík þrátt fyrir að umhverfisnefnd Hafnarfjarðar leggist gegn því. Byggingar- og skipulagsráð Hafnarfjarðar leggst ekki gegn kvikmyndagerðinni og það ræður.

Helmingur starfsmanna verði konur

Álverið í Reyðarfirði er hannað með það í huga að það henti konum sem vinnustaður. Alcoa-Fjarðaál hefur sett sér það markmið að helmingur starfsmanna verði konur, en einnig að frá upphafi verði starfsmenn á öllum aldri.

Bruni í rafmagnstöflu í Fnjóskadal

Slökkvilið Akureyrar og Þingeyjarsveitar voru kölluð út síðdegis í gær vegna bruna í skúr utan um rafstöð við bæinn Hróarsstaði í Fnjóskadal. Tjón af völdum brunans varð ekki mikið og gekk að sögn lögreglu á Húsavík greiðlega að slökkva eldinn, sem átti upptök sín í rafmagnstöflu.

Ungur maður ók á kind sem drapst

25 ára gamall maður ók um klukkan níu í gærmorgun fólksbíl sínum á kind þannig að hún drapst og bíllinn skemmdist. Áreksturinn varð í Holtsmúlasundi, miðja vegu milli Varmahlíðar og Sauðárkróks.

Níu sækja um

Níu sóttu um starf forstjóra Neytendastofu, átta karlar og ein kona. Þau eru Egill Heiðar Gíslason, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Ingólfur Oddgeir Georgsson, Jóhannes Þorsteinsson, Jón Egill Unndórsson, Jón Magnússon, Leo J.W. Ingason, Páll Haraldsson og Tryggvi Axelsson.

Alfreð forseti

Alfreð Þorsteinsson var kjörinn forseti borgarstjórnar í gær. Tekur hann við forsetastarfinu af Árna Þór Sigurðssyni sem gegnt hefur starfinu frá árinu 2002 en í leyfi hans að undanförnu hefur Stefán Jón Hafstein gegnt starfi forseta borgarstjórnar.

Lenging Akureyrarflugvallar

Til að koma á hagkvæmu millilandaflugi til og frá Akureyri þarf að lengja flugvöllinn. Kostnaðurinn er talinn vera 300 til 350 milljónir króna og er KEA tilbúið að leggja fram umtalsverða fjármuni svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir hið fyrsta.

Vegið að starfsheiðri

"Guðjón Arnar Kristjánsson hefur ekki áttað sig á því að árið 2003 breyttum við aðferðafræði við útreikning á hrygningarstofninum og hann er því að bera saman epli og appelsínur," segir Björn Ævarr Steinarsson, forstöðumaður veiðiráðgjafasviðs Hafrannsóknastofnunarinnar.

Tólf sækja um

Tólf sækja um stöðu talsmanns neytenda, sem viðskiptaráðherra skipar í. Meðal umsækjenda eru Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem og Drífa Sigfúsdóttir, fyrrverandi formaður samtakanna.

Framsal auðveldað

Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna náðu samkomulagi um ný samningsdrög um framsal sakamanna. Gert er ráð fyrir að málsmeðferð um framsal sakamanna milli Norðurlandanna verði stytt og einfölduð

Hafnfirðingar tvístígandi

Hugmyndir kvikmyndafyrirtækis um upptökur í Krísuvík voru kynntar á fundi skipulags- og bygginganefndar Hafnarfjarðar í gær. Um er að ræða stríðsmynd, en einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins er leikarinn og leikstjórinn frægi, Clint Eastwood.

Töfðust í borginni

Alþjóðlegar mótmælabúðir við Kárahnjúka risu ekki í gær eins og fyrirhugað var. Birgitta Jónsdóttir, einn talsmanna mótmælenda, segir að hópurinn hafi tafist í Reykjavík.

Þrjú svæði rannsökuð

Fulltrúar Fjárfestingarstofu, Alcoa, Skagafjarðar, Húsavíkurbæjar og Akureyrar, ásamt fulltrúum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, hafa komist að samkomulagi um að ákvörðun um staðsetningu hugsanlegs álvers á Norðurlandi liggi fyrir eigi síðar en 1. mars á næsta ári. 

Stéttarfélög ráða ekki ferðinni

"Stéttarfélög eins og Efling hafa aðeins umsagnarrétt en taka ekki ákvörðun um hvort við getum út atvinnuleyfi," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Efling-stéttarfélag sendi í gær frá sér tilkynningu um að það hefði margsinnis hafnað atvinnuleyfum félagsins, sem hefur ráðið Pólverjana til starfa, en Vinnumálastofnun ekki tekið tillit til þess.

Deilt um námsmat

Enn er komið upp ósætti milli Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, og Ingibjargar Ingadóttur, enskukennara við skólann, vegna einkunnagjafa Ingibjargar, en dómssátt náðist milli þeirra um svipað mál í lok apríl.

Grunuð um að hafa kveikt í bíl

Lögreglan í Hafnarfirði er með þrjú ungmenni í haldi í tengslum við bílbruna í Heiðmörk í morgun. Lögreglan sá til fólks í fjarska þegar hún kom að brennandi bílnum og hafði hendur í hári þriggja. Þau hafa lítið viljað tjá sig við lögreglu enn sem komið er. Grunur leikur á að málið kunni að tengjast frekari skemmdarverkum á bílum.

Gekkst undir lifrarskiptiaðgerð

Huginn Heiðar Guðmundsson, sjö mánaða drengur, er á batavegi eftir lifrarskiptaaðgerð sem hann gekkst undir í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í <em>Víkurfréttum</em>. Huginn Heiðar hefur verið veikur frá fæðingu. Hentug gjafalifur fannst ekki og var því tekinn hluti af lifur móður hans og græddur í soninn. Aðgerðin gekk vel en eftir hana varð mikil vökvasöfnun í líkama drengsins, en síðustu daga hefur ástandið batnað.

Slasaðist lítillega í bílveltu

Farþegi slasaðist lítillega þegar bíll valt á Suðurlandsvegi austan við Selfoss í gærkvöldi. Tveir voru í bílnum og var sá sem meiddist farþegi. Báðir voru í bílbelti. Að sögn lögreglu virðist sem ökumaðurinn hafi verið kominn of langt út í hægri vegkantinn og því sveigt snögglega til vinstri með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af þeim megin og hafnaði á hliðinni í skurði.

Kveikt í bátaskýli í Hafnarfirði

Kveikt var í bátaskýli í Hafnarfirði í gærkvöldi og brann það til kaldra kola. Skýlið stóð við Hvaleyrarhæð og var tilkynnt um eldinn á áttunda tímanum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en skýlið stóð í röð slíkra skýla og var gengið úr skugga um að eldur hefði ekki borist í þau.

Sjá næstu 50 fréttir