Innlent

Ekkert sést til mótmælenda

Ekkert hefur sést til mótmælenda á Kárahnjúkum en þeir hugðust setja upp tjaldbúðir þar í gær á lengsta degi ársins. Lögregla hefur verið á svæðinu í dag en þar hefur verið kalt og var hiti aðeins tvær gráður í morgun. Frá skipuleggjendum tjaldbúðanna bárust þær fregnir í dag að tafir hefðu orðið en stefnt væri að því að koma á svæðið í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×