Fleiri fréttir Vinnupallur hrundi við Kárahnjúka Fjórir menn slösuðust þegar vinnupallur í nokkurra metra hæð féll til jarðar á virkjansvæðinu við Kárahnjúka um klukkan eitt í dag. Óstaðfestar fréttir herma að pallurinn hafi verið í rúmlega tíu metra hæð. Tveir mannanna voru fluttir alvarlega slasaðir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Athugað er með áverka hinna tveggja í sjúkraskýlinu á svæðinu. 9.5.2005 00:01 Tveir útlendingar illa slasaðir Pólverji og Portúgali slösuðust alvarlega þegar vinnupallur sem þeir voru á féll niður um átta til tíu metra við Kárahnjúkastíflu um klukkan eitt í dag. Mennirnir voru við við vinnu á pallinum ásamt tveimur öðrum mönnum sem sluppu með minni háttar meiðsl. Stálboltar sem notaðir voru til að festa vinnupallinn við steypumót gáfu sig með fyrrgreindum afleiðingum. 9.5.2005 00:01 Tannlæknar styðja reykingabann Tannlæknafélag Íslands hefur sent frá sér á ályktun þar sem félagið lýsir yfir fullum stuðningi við breytingar á lögum um tóbaksvarnir þar sem m.a. er kveðið á um reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum. Telur Tannlæknafélagið að umrætt frumvarp sé í fullu samræmi við markmið félagsins að stuðla að bættri tannheilsu landsmanna. 9.5.2005 00:01 Meirihluti á móti göngum "Ég verð að viðurkenna að það kemur mér á óvart að það skuli vera svona mikill munur á jákvæðri og neikvæðri afstöðu manna," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, þegar niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins um Héðinsfjarðargöng voru borin undir ráðherrann. 9.5.2005 00:01 Semja við Iceland Express Flugfreyjufélag Íslands hefur skrifað undir kjarasamning við Iceland Express og hafa flugfreyjur þar með skrifað undir kjarasamninga við öll flugfélögin. 9.5.2005 00:01 Fangar fara einir í flug Fangar eru oftast sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fangelsisyfirvöld meta í hverju tilviki hvort fylgdarmaður þyki nauðsynlegur. Ef ekki þá er fanganum fylgt á flugvöllinn og miði keyptur handa honum. Tekið er á móti honum á flugvellinum við lendingu. 9.5.2005 00:01 FÍB styður lagabreytingar Í tilefni mótmæla sem fjögur félög hafa efnt til vegna breytinga á þungaskatti hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda ítrekað að félagið styðji breytinguna. Félögin fjögur séu á móti því að í stað þungaskatts á dísilbíla komi olíugjald á dísilolíu en FÍB taki hins vegar heils hugar á móti breytingunum og finnist núverandi kerfi ósanngjart og úrelt. 9.5.2005 00:01 Óska eftir rökstuðningi Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi, hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns, í starf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða. Samkvæmt stjórnsýslulögum ber honum að fá svar innan þriggja vikna. 9.5.2005 00:01 Fjörurnar fylltust af timbri Fjörurnar í hjarta Hafnarfjarðar fylltust af timbri frá framkvæmdunum við Norðurbakkann fyrir helgina og þurftu starfsmenn verktakafyrirtækisins Bortækni að ganga í fjörur fyrir og eftir helgina til að hreinsa þær. 9.5.2005 00:01 Siðaskrá DV birt DV hefur nú sett sér siðaskrá. Það er Jónas Kristjánsson ritstjóri blaðsins sem unnið hefur upp reglurnar og segir hann siðaskrá DV í nokkrum atriðum sérstaka hér á landi, þótt hún eigi sér hliðstæður í verklagi erlendis. 9.5.2005 00:01 Fáir hlynntir Héðinsfjarðagöngum Mikill meirihluti er á móti því að ráðist verði í gerð Héðinsfjarðarganga eins og samgönguáætlun Sturla Böðvarssonar gerir ráð fyrir samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Eru alls tæp 70 prósent þeirra sem afstöðu tóku á móti framkvæmdinni en aðeins rétt rúm 30 prósent fylgjandi. 9.5.2005 00:01 Afhentu ráðherra áskorun Stjórn og aðalfundur Ferðafélagsins 4x4, Landsamband sendibílstjóra, Frami, félag leigubílstjóra, Félag hópferðaleyfishafa og bifreiðastjórafélagið Átak afhentu Geir H. Haarde fjármálaráðherra áskorun við Alþingishúsið í dag vegna gjalds sem lagt verður á dísilolíu 1. júní næstkomandi. Félögin stóðu fyrir hópakstri frá Holtagörðum niður í bæ vegna þessa. 9.5.2005 00:01 Bjargaði stúlku úr brennandi bíl Jón Ólafsson sem særðist í bílsprengjuárás á laugardaginn var bjargaði ungri stúlku úr bíl sem var nær alelda eftir tilræðið. Írösk stjórnvöld höfðu samband við hann og þökkuðu honum fyrir afrekið að sögn aðstandanda Jóns en sjálfur má hann ekki tjá sig við fjölmiðla meðan málið er í rannsókn. 9.5.2005 00:01 Reyndi að úthýsa Vallarvinum Systurfyrirtæki Icelandair, Flugþjónustan á Kelfavíkurflugvelli ehf., reyndi með beinskeittum og sértækum aðgerðum að hrekja keppinauta sína Vallarvini ehf. af markaðnum. 9.5.2005 00:01 Frumvarpi um RÚV frestað Stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið verður saltað, sem og vatnalög, með samkomulagi sem stjórn og stjórnarandstaða á Alþingi náðu í dag um lok þingstarfa. 9.5.2005 00:01 Ekki rangt að útskrifa veikan mann Aðeins munaði örfáum sekúndum að þrír ungir piltar yrðu fyrir bíl manns sem útskrifaður var af geðdeild alvarlega veikur í gær. Yfirlæknir geðdeildar Landspítalans segir að það hafi ekki verið rangt að útskrifa manninn. 9.5.2005 00:01 Minntust rússneskra sjómanna Aðeins fjórir rússneskir sjómenn af þeim þúsundum sem sigldu með skipalestunum í Norður-Íshafi í seinni heimsstyrjöldinni eru lífs og ferðafærir. Þeir voru allir mættir í Fossvogskirkjugarð í dag þegar afhjúpað var minnismerki um þá sem sigldu þessa leið og komu aldrei aftur. 9.5.2005 00:01 Aðeins 6,5% gerða í íslensk lög Aðeins 6,5 prósent af tilskipunum og öðrum gerðum Evrópusambandsins hafa verið tekin inn í íslensk lög. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar á Alþingi segja þessar upplýsingar afhjúpa þá blekkingu að Íslendingar þyrftu með EES-samningnum að innleiða 80 prósent af reglugerðaverki Evrópusambandsins. 9.5.2005 00:01 Strætó líklega frá Kirkjusandi Starfsemi Strætó bs. mun að öllum líkindum flytja af Kirkjusandslóð á þessu ári og lóðin verða seld. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir lóðina vera eina þá bestu í bænum og að verðið verði eftir því. Starfsemi Strætó bs. hefur verið fundin ný lóð. 9.5.2005 00:01 Hissa á viðkvæmni barnageðlækna Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er hissa á því hversu viðkvæmir barnageðlæknar eru fyrir umræðu um þá miklu aukningu sem orðið hefur á notkun barna á ofvirknilyfjum. 9.5.2005 00:01 Mótmæltu háu olíugjaldi Eigendur dísilbíla flautuðu fyrir utan Alþingishúsið nú síðdegis til að mótmæla háu olíugjaldi. FÍB furðar sig hins vegar á mótmælunum. 9.5.2005 00:01 Fasteignasölu lokað Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala, sem nýverið tók til starfa, hefur þurft að loka einni fasteignasölu. Þar starfaði enginn löggildur fasteignasali á þeim tíma. Langflestum málum nefndarinnar lýkur án þess að nokkuð þurfi að aðhafast. 9.5.2005 00:01 Ný jarðhitahola Jarðboranir og Hitaveita Egilsstaða og Fella hafa undirritað samning um borun nýrrar jarðhitaholu á virkjunarsvæði hitaveitunnar við Urriðavatn. 9.5.2005 00:01 Kókaínkaupin undu upp á sig Sjö sæta ákæru fyrir innflutning á rúmum 130 grömmum af kókaíni og þúsund e-töflum í ársbyrjun í fyrra. Við sögu koma blómasali, dóttir konu hans og kærastinn hennar, frænka blómasalans, marokkóskur maður hennar og tveir til viðbótar sem áttu pening til kaupanna. 9.5.2005 00:01 Gæsluvarðhald staðfest Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir manni sem gefin er að sök aðild á smygli á rúmum 7,5 kílóum af amfetamíni með Dettifossi frá Þýskalandi til Íslands síðasta sumar. 9.5.2005 00:01 Frávísun stendur í máli lækna Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Félagsdóms frá 15. apríl þar sem máli Læknafélags Íslands á hendur íslenska ríkinu var vísað frá dómi. Læknafélagið, sem kærði úrskurðinn 20. apríl, þarf að greiða ríkinu 150 þúsund krónur í kærumálskostnað. 9.5.2005 00:01 Kópavogur 50 ára Kópavogur er 50 ára og heldur afmælisveislu í Fífunni en helmingur hennar verður fylltur með leiktækjum þar sem ungir sem aldnir geta leikið sér að vild. Bakarar hafa sameinast um að baka 50 metra afmælisköku og afmælisgestum verður einnig boðið upp á gos og kaffi. 8.5.2005 00:01 Mannkynið lærði mikið af stríðinu Þess er minnst víða í Evrópu í dag að 60 ár eru liðin frá uppgjöf nasista og lokum seinna stríðs í Evrópu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem tekur þátt í hátíðahöldum í Moskvu, telur að mannkynið hafi, þrátt fyrir allt, lært mikið af hildarleiknum. 8.5.2005 00:01 Bakka ekki með frumvörpin Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin bakki hvorki með frumvarp um samkeppnislög né hin um fjarskiptalögin og Ríkisútvarpið, þótt umdeild séu. Þingmenn ræddu breytingar á samkeppnislögum í allan gærdag þar til þingfundi var slitið um klukkan hálf sjö. 8.5.2005 00:01 Neitar að taka við embættinu Enn hefur ekki tekist að mynda endanlega ríkisstjórn Íraks. Í dag bárust fréttir af því að súnní-músliminn Hashim al-Shible, sem taka átti við embætti mannréttindamálaráðherra, hefði neitað að taka við stjórn ráðuneytisins. 8.5.2005 00:01 Mannlaus bíll rann u.þ.b. 50 metra Töluverðar skemmdir urðu þegar mannlaus bíll rann úr stæði við Vesturbraut í Keflavík í gær og lenti á gömlu timburhúsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í bænum rann bíllinn um fimmtíu metra áður en hann skall á húsinu og sér töluvert bæði á bílnum og húsinu. Víkurfréttir greina frá þessu. 8.5.2005 00:01 Halldór kominn til Moskvu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er kominn til Moskvu til að vera viðstaddur hátíðarhöld í borginni á morgun þar sem þess er minnst að 60 ár eru liðin frá uppgjöf nasista og lokum síðari heimsstyrjaldar í Evrópu. 8.5.2005 00:01 Tilbúnir í nýjan fjölmiðlaslag Stjórnarandstæðingar eru tilbúnir að sitja næstu vikur á þingi ef reynt verður að keyra í gegn frumvarp um Ríkisútvarpið án nauðsynlegrar umræðu, segja þeir. Kynntar verða breytingar á frumvarpinu í menntamálanefnd þingsins í dag. 8.5.2005 00:01 Eldur í skóglendi fyrir austan Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar eldur kom upp í skóglendi um þrjátíu kílómetra frá Egilsstöðum síðdegis í dag. Sumarhúsabyggð er í grennd við svæðið þar sem eldurinn kom upp og var eitt húsanna í töluverðri hættu að sögn Baldvins Pálssonar, slökkviliðsstjóra brunavarna á Héraði. 8.5.2005 00:01 Sinubruni í Mosfellsdal Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna sinubruna í Mosfellsdal um þrjúleytið í dag. Töluvert mikill eldur logaði í sinunni þegar slökkvilið kom á vettvang en það tók um tvær klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins að fullu. 8.5.2005 00:01 Ófeigur hvolpur tekinn í fóstur Fjögurra mánaða Border Collie hvolpur, sem beið dauða síns á Hundahótelinu á Leirum, hefur verið tekinn í fóstur. Fimm manna fjölskylda í Kjós tók hvolpinn að sér eftir að eigandi hundahótelsins framlengdi dvöl hans í þeirri von að einhver gæfi honum tækifæri. 8.5.2005 00:01 Geðsjúkur maður rændi bifreiðum Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. 8.5.2005 00:01 Sýning á handverki í Árbænum Handverksfólk úr félagsmiðstöðinni í Hraunbæ 105 í Árbænum opnaði sýningu á vetrarstarfi sínu í dag. Málverk, útskurður, perlusaumur, bútasaumur og postulínsmálun er meðal þess sem gleður augað á sýningunni sem verður opin frá klukkan níu til fimm á morgun. Gestum er að sjálfsögðu boðið upp á kaffiveitingar. 8.5.2005 00:01 Mikil aukning í útgáfu vegabréfa Bandaríkjaferðum Íslendinga fjölgaði um helming í vetur miðað við árið á undan. Útgáfa nýrra vegabréfa hefur aukist í takt við það, enda þarf rafrænt vegabréf til að ferðast til Bandaríkjanna. Það er þó mögulegt að sleppa með það gamla enn um sinn - en bara einu sinni. 8.5.2005 00:01 Enginn afsláttur af kjarasamningum Árni Bjarnason forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands segir sambandið allt af vilja gert til að greiða fyrir nýsmíði skipa, svo framarlega sem kröfur útgerðarmanna vegna nýsmíða gangi ekki gegn nýgerðum kjarasamningum. 8.5.2005 00:01 Taki á vegamálum af festu Allt útlit er fyrir að vegaáætlun fyrir næstu fjögur ár verði samþykkt að mestu óbreytt á Alþingi fyrir þinglok síðar í vikunni. Áætlunin var afgreidd úr samgöngunefnd þingsins án verulegra breytinga en búast má við fjörlegum umræðum um áætlunina. 8.5.2005 00:01 Rætt um kjör og biðlista "Það vantar verulega á að hlustað sé nægilega vel á okkur í sambandi við kjörin. Þar þurfum við að gera stórátak," segir Benedikt Davíðsson, fráfarandi formaður Landssamands eldri borgara sem heldur landsfund á Kaffi Reykjavík í dag og á morgun. 8.5.2005 00:01 Of lítill munur á dísel og bensíni "Mér er það til efs, þrátt fyrir þessa fimm krónu lækkun, að atvinnubílstjórar séu spenntir fyrir því að vera á díselbíl frekar en bensínbíl, segir Óskar Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka dísilolíugjald um fimm krónur 8.5.2005 00:01 Kallað á viðamiklar breytingar Kallað er á viðamiklar breytingar á þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi í skýrslu sem starfshópur á vegum trygginga- og heilbrigðisráðuneytis hefur unnið og lögð hefur verið fyrir Alþingi. 8.5.2005 00:01 Lærðu lítið af hörmungum stríðsins Í dag eru 60 ár síðan tilkynnt var um frið í Evrópu og að þýsku nasistarnir hefðu gefist upp. Fyrrum landflótta gyðingur, sem kom hingað til lands í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, segir mannkynið lítið hafa lært af þeim hörmungum. Sex milljónir gyðinga létust í helförinni. 8.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Vinnupallur hrundi við Kárahnjúka Fjórir menn slösuðust þegar vinnupallur í nokkurra metra hæð féll til jarðar á virkjansvæðinu við Kárahnjúka um klukkan eitt í dag. Óstaðfestar fréttir herma að pallurinn hafi verið í rúmlega tíu metra hæð. Tveir mannanna voru fluttir alvarlega slasaðir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Athugað er með áverka hinna tveggja í sjúkraskýlinu á svæðinu. 9.5.2005 00:01
Tveir útlendingar illa slasaðir Pólverji og Portúgali slösuðust alvarlega þegar vinnupallur sem þeir voru á féll niður um átta til tíu metra við Kárahnjúkastíflu um klukkan eitt í dag. Mennirnir voru við við vinnu á pallinum ásamt tveimur öðrum mönnum sem sluppu með minni háttar meiðsl. Stálboltar sem notaðir voru til að festa vinnupallinn við steypumót gáfu sig með fyrrgreindum afleiðingum. 9.5.2005 00:01
Tannlæknar styðja reykingabann Tannlæknafélag Íslands hefur sent frá sér á ályktun þar sem félagið lýsir yfir fullum stuðningi við breytingar á lögum um tóbaksvarnir þar sem m.a. er kveðið á um reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum. Telur Tannlæknafélagið að umrætt frumvarp sé í fullu samræmi við markmið félagsins að stuðla að bættri tannheilsu landsmanna. 9.5.2005 00:01
Meirihluti á móti göngum "Ég verð að viðurkenna að það kemur mér á óvart að það skuli vera svona mikill munur á jákvæðri og neikvæðri afstöðu manna," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, þegar niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins um Héðinsfjarðargöng voru borin undir ráðherrann. 9.5.2005 00:01
Semja við Iceland Express Flugfreyjufélag Íslands hefur skrifað undir kjarasamning við Iceland Express og hafa flugfreyjur þar með skrifað undir kjarasamninga við öll flugfélögin. 9.5.2005 00:01
Fangar fara einir í flug Fangar eru oftast sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fangelsisyfirvöld meta í hverju tilviki hvort fylgdarmaður þyki nauðsynlegur. Ef ekki þá er fanganum fylgt á flugvöllinn og miði keyptur handa honum. Tekið er á móti honum á flugvellinum við lendingu. 9.5.2005 00:01
FÍB styður lagabreytingar Í tilefni mótmæla sem fjögur félög hafa efnt til vegna breytinga á þungaskatti hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda ítrekað að félagið styðji breytinguna. Félögin fjögur séu á móti því að í stað þungaskatts á dísilbíla komi olíugjald á dísilolíu en FÍB taki hins vegar heils hugar á móti breytingunum og finnist núverandi kerfi ósanngjart og úrelt. 9.5.2005 00:01
Óska eftir rökstuðningi Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi, hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns, í starf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða. Samkvæmt stjórnsýslulögum ber honum að fá svar innan þriggja vikna. 9.5.2005 00:01
Fjörurnar fylltust af timbri Fjörurnar í hjarta Hafnarfjarðar fylltust af timbri frá framkvæmdunum við Norðurbakkann fyrir helgina og þurftu starfsmenn verktakafyrirtækisins Bortækni að ganga í fjörur fyrir og eftir helgina til að hreinsa þær. 9.5.2005 00:01
Siðaskrá DV birt DV hefur nú sett sér siðaskrá. Það er Jónas Kristjánsson ritstjóri blaðsins sem unnið hefur upp reglurnar og segir hann siðaskrá DV í nokkrum atriðum sérstaka hér á landi, þótt hún eigi sér hliðstæður í verklagi erlendis. 9.5.2005 00:01
Fáir hlynntir Héðinsfjarðagöngum Mikill meirihluti er á móti því að ráðist verði í gerð Héðinsfjarðarganga eins og samgönguáætlun Sturla Böðvarssonar gerir ráð fyrir samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Eru alls tæp 70 prósent þeirra sem afstöðu tóku á móti framkvæmdinni en aðeins rétt rúm 30 prósent fylgjandi. 9.5.2005 00:01
Afhentu ráðherra áskorun Stjórn og aðalfundur Ferðafélagsins 4x4, Landsamband sendibílstjóra, Frami, félag leigubílstjóra, Félag hópferðaleyfishafa og bifreiðastjórafélagið Átak afhentu Geir H. Haarde fjármálaráðherra áskorun við Alþingishúsið í dag vegna gjalds sem lagt verður á dísilolíu 1. júní næstkomandi. Félögin stóðu fyrir hópakstri frá Holtagörðum niður í bæ vegna þessa. 9.5.2005 00:01
Bjargaði stúlku úr brennandi bíl Jón Ólafsson sem særðist í bílsprengjuárás á laugardaginn var bjargaði ungri stúlku úr bíl sem var nær alelda eftir tilræðið. Írösk stjórnvöld höfðu samband við hann og þökkuðu honum fyrir afrekið að sögn aðstandanda Jóns en sjálfur má hann ekki tjá sig við fjölmiðla meðan málið er í rannsókn. 9.5.2005 00:01
Reyndi að úthýsa Vallarvinum Systurfyrirtæki Icelandair, Flugþjónustan á Kelfavíkurflugvelli ehf., reyndi með beinskeittum og sértækum aðgerðum að hrekja keppinauta sína Vallarvini ehf. af markaðnum. 9.5.2005 00:01
Frumvarpi um RÚV frestað Stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið verður saltað, sem og vatnalög, með samkomulagi sem stjórn og stjórnarandstaða á Alþingi náðu í dag um lok þingstarfa. 9.5.2005 00:01
Ekki rangt að útskrifa veikan mann Aðeins munaði örfáum sekúndum að þrír ungir piltar yrðu fyrir bíl manns sem útskrifaður var af geðdeild alvarlega veikur í gær. Yfirlæknir geðdeildar Landspítalans segir að það hafi ekki verið rangt að útskrifa manninn. 9.5.2005 00:01
Minntust rússneskra sjómanna Aðeins fjórir rússneskir sjómenn af þeim þúsundum sem sigldu með skipalestunum í Norður-Íshafi í seinni heimsstyrjöldinni eru lífs og ferðafærir. Þeir voru allir mættir í Fossvogskirkjugarð í dag þegar afhjúpað var minnismerki um þá sem sigldu þessa leið og komu aldrei aftur. 9.5.2005 00:01
Aðeins 6,5% gerða í íslensk lög Aðeins 6,5 prósent af tilskipunum og öðrum gerðum Evrópusambandsins hafa verið tekin inn í íslensk lög. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar á Alþingi segja þessar upplýsingar afhjúpa þá blekkingu að Íslendingar þyrftu með EES-samningnum að innleiða 80 prósent af reglugerðaverki Evrópusambandsins. 9.5.2005 00:01
Strætó líklega frá Kirkjusandi Starfsemi Strætó bs. mun að öllum líkindum flytja af Kirkjusandslóð á þessu ári og lóðin verða seld. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir lóðina vera eina þá bestu í bænum og að verðið verði eftir því. Starfsemi Strætó bs. hefur verið fundin ný lóð. 9.5.2005 00:01
Hissa á viðkvæmni barnageðlækna Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er hissa á því hversu viðkvæmir barnageðlæknar eru fyrir umræðu um þá miklu aukningu sem orðið hefur á notkun barna á ofvirknilyfjum. 9.5.2005 00:01
Mótmæltu háu olíugjaldi Eigendur dísilbíla flautuðu fyrir utan Alþingishúsið nú síðdegis til að mótmæla háu olíugjaldi. FÍB furðar sig hins vegar á mótmælunum. 9.5.2005 00:01
Fasteignasölu lokað Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala, sem nýverið tók til starfa, hefur þurft að loka einni fasteignasölu. Þar starfaði enginn löggildur fasteignasali á þeim tíma. Langflestum málum nefndarinnar lýkur án þess að nokkuð þurfi að aðhafast. 9.5.2005 00:01
Ný jarðhitahola Jarðboranir og Hitaveita Egilsstaða og Fella hafa undirritað samning um borun nýrrar jarðhitaholu á virkjunarsvæði hitaveitunnar við Urriðavatn. 9.5.2005 00:01
Kókaínkaupin undu upp á sig Sjö sæta ákæru fyrir innflutning á rúmum 130 grömmum af kókaíni og þúsund e-töflum í ársbyrjun í fyrra. Við sögu koma blómasali, dóttir konu hans og kærastinn hennar, frænka blómasalans, marokkóskur maður hennar og tveir til viðbótar sem áttu pening til kaupanna. 9.5.2005 00:01
Gæsluvarðhald staðfest Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir manni sem gefin er að sök aðild á smygli á rúmum 7,5 kílóum af amfetamíni með Dettifossi frá Þýskalandi til Íslands síðasta sumar. 9.5.2005 00:01
Frávísun stendur í máli lækna Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Félagsdóms frá 15. apríl þar sem máli Læknafélags Íslands á hendur íslenska ríkinu var vísað frá dómi. Læknafélagið, sem kærði úrskurðinn 20. apríl, þarf að greiða ríkinu 150 þúsund krónur í kærumálskostnað. 9.5.2005 00:01
Kópavogur 50 ára Kópavogur er 50 ára og heldur afmælisveislu í Fífunni en helmingur hennar verður fylltur með leiktækjum þar sem ungir sem aldnir geta leikið sér að vild. Bakarar hafa sameinast um að baka 50 metra afmælisköku og afmælisgestum verður einnig boðið upp á gos og kaffi. 8.5.2005 00:01
Mannkynið lærði mikið af stríðinu Þess er minnst víða í Evrópu í dag að 60 ár eru liðin frá uppgjöf nasista og lokum seinna stríðs í Evrópu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem tekur þátt í hátíðahöldum í Moskvu, telur að mannkynið hafi, þrátt fyrir allt, lært mikið af hildarleiknum. 8.5.2005 00:01
Bakka ekki með frumvörpin Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin bakki hvorki með frumvarp um samkeppnislög né hin um fjarskiptalögin og Ríkisútvarpið, þótt umdeild séu. Þingmenn ræddu breytingar á samkeppnislögum í allan gærdag þar til þingfundi var slitið um klukkan hálf sjö. 8.5.2005 00:01
Neitar að taka við embættinu Enn hefur ekki tekist að mynda endanlega ríkisstjórn Íraks. Í dag bárust fréttir af því að súnní-músliminn Hashim al-Shible, sem taka átti við embætti mannréttindamálaráðherra, hefði neitað að taka við stjórn ráðuneytisins. 8.5.2005 00:01
Mannlaus bíll rann u.þ.b. 50 metra Töluverðar skemmdir urðu þegar mannlaus bíll rann úr stæði við Vesturbraut í Keflavík í gær og lenti á gömlu timburhúsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í bænum rann bíllinn um fimmtíu metra áður en hann skall á húsinu og sér töluvert bæði á bílnum og húsinu. Víkurfréttir greina frá þessu. 8.5.2005 00:01
Halldór kominn til Moskvu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er kominn til Moskvu til að vera viðstaddur hátíðarhöld í borginni á morgun þar sem þess er minnst að 60 ár eru liðin frá uppgjöf nasista og lokum síðari heimsstyrjaldar í Evrópu. 8.5.2005 00:01
Tilbúnir í nýjan fjölmiðlaslag Stjórnarandstæðingar eru tilbúnir að sitja næstu vikur á þingi ef reynt verður að keyra í gegn frumvarp um Ríkisútvarpið án nauðsynlegrar umræðu, segja þeir. Kynntar verða breytingar á frumvarpinu í menntamálanefnd þingsins í dag. 8.5.2005 00:01
Eldur í skóglendi fyrir austan Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar eldur kom upp í skóglendi um þrjátíu kílómetra frá Egilsstöðum síðdegis í dag. Sumarhúsabyggð er í grennd við svæðið þar sem eldurinn kom upp og var eitt húsanna í töluverðri hættu að sögn Baldvins Pálssonar, slökkviliðsstjóra brunavarna á Héraði. 8.5.2005 00:01
Sinubruni í Mosfellsdal Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna sinubruna í Mosfellsdal um þrjúleytið í dag. Töluvert mikill eldur logaði í sinunni þegar slökkvilið kom á vettvang en það tók um tvær klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins að fullu. 8.5.2005 00:01
Ófeigur hvolpur tekinn í fóstur Fjögurra mánaða Border Collie hvolpur, sem beið dauða síns á Hundahótelinu á Leirum, hefur verið tekinn í fóstur. Fimm manna fjölskylda í Kjós tók hvolpinn að sér eftir að eigandi hundahótelsins framlengdi dvöl hans í þeirri von að einhver gæfi honum tækifæri. 8.5.2005 00:01
Geðsjúkur maður rændi bifreiðum Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. 8.5.2005 00:01
Sýning á handverki í Árbænum Handverksfólk úr félagsmiðstöðinni í Hraunbæ 105 í Árbænum opnaði sýningu á vetrarstarfi sínu í dag. Málverk, útskurður, perlusaumur, bútasaumur og postulínsmálun er meðal þess sem gleður augað á sýningunni sem verður opin frá klukkan níu til fimm á morgun. Gestum er að sjálfsögðu boðið upp á kaffiveitingar. 8.5.2005 00:01
Mikil aukning í útgáfu vegabréfa Bandaríkjaferðum Íslendinga fjölgaði um helming í vetur miðað við árið á undan. Útgáfa nýrra vegabréfa hefur aukist í takt við það, enda þarf rafrænt vegabréf til að ferðast til Bandaríkjanna. Það er þó mögulegt að sleppa með það gamla enn um sinn - en bara einu sinni. 8.5.2005 00:01
Enginn afsláttur af kjarasamningum Árni Bjarnason forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands segir sambandið allt af vilja gert til að greiða fyrir nýsmíði skipa, svo framarlega sem kröfur útgerðarmanna vegna nýsmíða gangi ekki gegn nýgerðum kjarasamningum. 8.5.2005 00:01
Taki á vegamálum af festu Allt útlit er fyrir að vegaáætlun fyrir næstu fjögur ár verði samþykkt að mestu óbreytt á Alþingi fyrir þinglok síðar í vikunni. Áætlunin var afgreidd úr samgöngunefnd þingsins án verulegra breytinga en búast má við fjörlegum umræðum um áætlunina. 8.5.2005 00:01
Rætt um kjör og biðlista "Það vantar verulega á að hlustað sé nægilega vel á okkur í sambandi við kjörin. Þar þurfum við að gera stórátak," segir Benedikt Davíðsson, fráfarandi formaður Landssamands eldri borgara sem heldur landsfund á Kaffi Reykjavík í dag og á morgun. 8.5.2005 00:01
Of lítill munur á dísel og bensíni "Mér er það til efs, þrátt fyrir þessa fimm krónu lækkun, að atvinnubílstjórar séu spenntir fyrir því að vera á díselbíl frekar en bensínbíl, segir Óskar Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka dísilolíugjald um fimm krónur 8.5.2005 00:01
Kallað á viðamiklar breytingar Kallað er á viðamiklar breytingar á þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi í skýrslu sem starfshópur á vegum trygginga- og heilbrigðisráðuneytis hefur unnið og lögð hefur verið fyrir Alþingi. 8.5.2005 00:01
Lærðu lítið af hörmungum stríðsins Í dag eru 60 ár síðan tilkynnt var um frið í Evrópu og að þýsku nasistarnir hefðu gefist upp. Fyrrum landflótta gyðingur, sem kom hingað til lands í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, segir mannkynið lítið hafa lært af þeim hörmungum. Sex milljónir gyðinga létust í helförinni. 8.5.2005 00:01
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent