Innlent

Ný jarðhitahola

Jarðboranir og Hitaveita Egilsstaða og Fella hafa undirritað samning um borun nýrrar jarðhitaholu á virkjunarsvæði hitaveitunnar við Urriðavatn. Ráðist er í framkvæmdina vegna fólksfjölgunar á Héraði í tengslum við Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði en á undanförnum mánuðum hefur 400 nýjum íbúðarlóðum verið úthlutað á veitusvæði hitaveitunnar á Héraði. Nýja holan verður sú tíunda í röðinni á jarðhitasvæðinu við Urriðavatn en fyrsta holan var boruð árið 1963.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×