Innlent

Sinubruni í Mosfellsdal

Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna sinubruna í Mosfellsdal um þrjúleytið í dag. Töluvert mikill eldur logaði í sinunni þegar slökkvilið kom á vettvang en það tók um tvær klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins að fullu. Eldurinn kom upp fyrir ofan Seljabrekku innarlega í dalnum. Engin mannvirki eru á svæðinu og skapaði eldurinn því enga teljandi hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×