Bjargaði stúlku úr brennandi bíl 9. maí 2005 00:01 Jón Ólafsson sem særðist í bílsprengjuárás á laugardaginn var bjargaði ungri stúlku úr bíl sem var nær alelda eftir tilræðið. Írösk stjórnvöld höfðu samband við hann og þökkuðu honum fyrir afrekið að sögn aðstandanda Jóns en sjálfur má hann ekki tjá sig við fjölmiðla meðan málið er í rannsókn. Samkvæmt fréttum ABC fréttastofunnar létust sex og tuttugu og tveir særðust í sprengingunni. Tveir af þeim sem létust voru samstarfsmenn Jóns og voru í sama bíl og hann þegar sprengingin varð. Barnaskóli er skammt frá sprengjustaðnum en ekki fengust upplýsingar um það hvort önnur börn en það sem Jón bjargaði séu á meðal hinna slösuðu. Hryðjuverkasamtökin Al Qaeda hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ólafur E. Magnússon, faðir Jóns, talaði við hann í gærmorgun og segir son sinn vera við ágætis heilsu en hann brann á hendi og fékk sár í andliti. Þetta er ekki fyrsta sprengjutilræðið sem hann verður vitni að en þó það alvarlegasta. Ættingjar Jóns segja að til hafi staðið að hann fengi á næstu dögum að fara í nokkra vikna frí til Filipseyja þar sem hann býr ásamt þarlendri eiginkonu sinni. Í gær var það þó ekki alveg víst þar sem öryggisþjónustufyrirtækið sem hann starfar fyrir býr við mikla manneklu eftir þetta sprengjutilræði. Jón er þó ekkert á því að láta af störfum sínum í Írak og hefur fullan hug á að snúa þangað aftur að fríi loknu. Jón starfar hjá bandaríska fyritækinu CTU Consulting en það sérhæfir sig í öryggisgæslu og er með fjölmörg verkefni í Írak af því er fram kemur á vefsíðu fyrirtækisins. Að sögn Þóris Guðmundssonar upplýsingafulltrúa Rauða Krossins á Íslandi eru fáir starfsmenn Rauða Krossins í Írak og hafa engir fulltrúar verið sendir frá Íslandi síðan síðla árs 2003. Því veldur að hjálpar- og öryggisfulltúar eru sjálfir farnir að vera skotmark á þessum átakasvæðum en það er afar óvenjulegt annarsstaðar. Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Jón Ólafsson sem særðist í bílsprengjuárás á laugardaginn var bjargaði ungri stúlku úr bíl sem var nær alelda eftir tilræðið. Írösk stjórnvöld höfðu samband við hann og þökkuðu honum fyrir afrekið að sögn aðstandanda Jóns en sjálfur má hann ekki tjá sig við fjölmiðla meðan málið er í rannsókn. Samkvæmt fréttum ABC fréttastofunnar létust sex og tuttugu og tveir særðust í sprengingunni. Tveir af þeim sem létust voru samstarfsmenn Jóns og voru í sama bíl og hann þegar sprengingin varð. Barnaskóli er skammt frá sprengjustaðnum en ekki fengust upplýsingar um það hvort önnur börn en það sem Jón bjargaði séu á meðal hinna slösuðu. Hryðjuverkasamtökin Al Qaeda hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ólafur E. Magnússon, faðir Jóns, talaði við hann í gærmorgun og segir son sinn vera við ágætis heilsu en hann brann á hendi og fékk sár í andliti. Þetta er ekki fyrsta sprengjutilræðið sem hann verður vitni að en þó það alvarlegasta. Ættingjar Jóns segja að til hafi staðið að hann fengi á næstu dögum að fara í nokkra vikna frí til Filipseyja þar sem hann býr ásamt þarlendri eiginkonu sinni. Í gær var það þó ekki alveg víst þar sem öryggisþjónustufyrirtækið sem hann starfar fyrir býr við mikla manneklu eftir þetta sprengjutilræði. Jón er þó ekkert á því að láta af störfum sínum í Írak og hefur fullan hug á að snúa þangað aftur að fríi loknu. Jón starfar hjá bandaríska fyritækinu CTU Consulting en það sérhæfir sig í öryggisgæslu og er með fjölmörg verkefni í Írak af því er fram kemur á vefsíðu fyrirtækisins. Að sögn Þóris Guðmundssonar upplýsingafulltrúa Rauða Krossins á Íslandi eru fáir starfsmenn Rauða Krossins í Írak og hafa engir fulltrúar verið sendir frá Íslandi síðan síðla árs 2003. Því veldur að hjálpar- og öryggisfulltúar eru sjálfir farnir að vera skotmark á þessum átakasvæðum en það er afar óvenjulegt annarsstaðar.
Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira