Innlent

Eldur í skóglendi fyrir austan

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar eldur kom upp í skóglendi um þrjátíu kílómetra frá Egilsstöðum síðdegis í dag. Sumarhúsabyggð er í grennd við svæðið þar sem eldurinn kom upp og var eitt húsanna í töluverðri hættu að sögn Baldvins Pálssonar, slökkviliðsstjóra brunavarna á Héraði. Hann segir að eldurinn hafi brunnið í skógi þar sem aðallega séu birki- og lerkitré og það hafi verið lán í óláni að birki brenni ekki vel, auk þess sem raki hafi verið í jörðinni. Að sögn Baldvins var vindátt eins hagstæð og hugsast getur og því hafi farið mun betur en á horfðist. Þegar fréttastofan náði tali af Baldvini um hálffimmleytið hafði slökkviliðinu náð að ráða niðurlögum eldsins að langmestu leyti. Talið er að upptök eldsins megi rekja til þess að einn sumarhúsagesta á svæðinu hafi verið að kveikja eld í gróðri en misst hann út í kjarr.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×