Fleiri fréttir

Breytingar ekki útilokaðar

"Þetta hefur ekki verið kynnt með neinum hætti í þingflokknum og ég fæ ekki séð að þetta skipti miklu máli," segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vegna ágreinings þeirra Davíðs Oddsonar, utanríkisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, um breytingar á eftirlaunafrumvarpi ráðherra og þingmanna.

Gæsluvarðhald fyrir líkamsárás

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur fyrir að ráðast á annan mann á föstudag og misþyrma honum. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns er maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu læknir og hefur meðal annars sinnt úrskurðarmálum af ýmsu tagi fyrir lögregluna.

Stendur ekki í leðjuslag

"Nú bíðum við niðurstöðu frá sýslumanni vegna lögbannskröfu okkar og þangað til hún kemur tel ég ekki ráðlegt að standa í leðjuslag vegna þessa máls," segir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás Eins.

Jarðskjálfti nærri Grindavík

Jarðskjálfti upp á rúma þrjá á Richter varð skammt frá Grindavík fyrir stundu. Íbúi í Grindavík sagði hann hafa verið það sterkan að hann hefði fallið fram úr rúminu.

Frumvarpið veikir samkeppnislög

Samkeppnisstofnun telur nýtt frumvarp til samkeppnislaga beinlínis fela í sér veikingu á samkeppnislögum. Þetta kemur fram í afar gagnrýninni umsögn stofnunarinnar um frumvarpið.

Þynging dóma ekki lausn

"Með þyngingu dóma er líklegt að starf lögreglunnar verði mun erfiðara og hættulegra en nú er," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík.

Lentu í olíu á hafi úti

"Við höfum í raun engar skýringar á þessu aðrar en þær að þeir fuglar sem þarna um ræðir hafi lent í olíubrák úti á hafi," segir Helgi Jensson, forstöðumaður framkvæmda- og eftirlitssviðs hjá Umhverfisstofnun.

Upp á kant við samgönguráðherra

Samtök ferðaþjónustunnar eru komin upp á kant við samgönguráðherra vegna ákvæðis í frumvarpi um skipan ferðamála sem þau telja fela í sér miðstýringu ráðherra á markaðsstarfi. Samtökin vilja að markaðs- og kynningarmál verði færð frá Ferðamálaráði og til Útflutningsráðs, sem heyrir undir annan ráðherra.

Fimm mínútum frá sigri

Tómas Helgason, Íslandsmeistari í pípulögnum, var nálægt sigri á Norðurlandamótinu. Hinn danski Henrik Hansen bar sigur úr býtum. Forseti Íslands er kominn af pípara. </font /></b />

Víst eru konur á grásleppu

Karlar sitja ekki einir að mikilvægri atvinnugrein líkt og áður var haldið fram. </font /></b />

Nýtt sveitarfélag í uppsiglingu

Eitt af fimm sveitarfélögum norðan Skarðsheiðar felldi sameiningartillögu í kosningum á laugardag. Líkur eru á að sveitarfélögin sem samþykktu verði sameinuð í eitt. </font /></b />

Verða innan við hundrað

Sveitarfélög á Íslandi verða innan við eitthundrað afráði forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra sem samþykktu sameiningu um helgina að steypa þeim í eina heild.

Undarlegt að kjósa þurfi á ný

Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segir hreppsstjórn ætla að skoða hvort það standist að kjósa þurfi aftur um sameiningu í hreppnum. "Mér finnst undarlegt að þeir sem höfnuðu þurfi að kjósa aftur en þeir sem sögðu já fái ekki tækifæri til að endurskoða hug sinn. Þetta er klárleg mismunun."

Sendi kaþólsku kirkjunni tóninn

Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fírkirkjunnar í Reykjavík, sagði kaþólsku kirkjuna fara gegn vilja Guðs og lífinu sjálfu í predikun sinni í gær. Líkti hann afstöðu hennar til getnaðarvarna við "dauðastefnu" frekar en stefnu til lífs og sagði afturhaldssemina ráða för.

Skiptar skoðanir um ágæti varnanna

Gerð viðamikilla snjóflóðavarna fyrir ofan Holtahverfi í Skutulsfirði er í undirbúningi. Framkvæmdin mun kosta um hálfan milljarð króna en skiptar skoðanir eru meðal Ísfirðinga um ágæti framkvæmdanna.

Áramótum fagnað á Ísafirði

Taílendingar á norðanverðum Vestfjörðum fögnuðu áramótum á Ísafirði í dag. Gengið var í skrúðgöngu frá sjúkrahúsinu niður að Grunnskóla Ísafjarðar þar sem sýslumaður setti hátíðina en hún kallast „Songra-hátíð“.

Hótelrekstur aflagður í Valhöll?

Hótel Valhöll á Þingvöllum hefur verið lokað frá áramótum. Þingvallanefnd vill leggja hótelrekstur af að mestu en forsætisráðuneytið hefur hins vegar boðið reksturinn út að nýju, til hausts 2010.

Yfir 50% námsmanna í vinnu

Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki.

Ný sundlaug í Kópavogi

Ný sundlaug var opnuð í Versölum í Kópavogi á föstudag. Ókeypis var ofan í um helgina og nýttu þúsundir bæjarbúa sér gott boð og skelltu sér í laugina í blíðunni. Sundlaugin átti enda að opna fyrir ári og margir því sjálfsagt orðnir óþreyjufullir.

Dómsmálaráðherra á glæparáðstefnu

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði á laugardag elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar, sem lýkur í Bangkok í dag.

Þúsundir þustu í sund

Veðurblíða hefur leikið við landsmenn fyrstu daga sumars. Mörgum fannst tilvalið að skella sér í nýju sundlaugina í Versölum í Kópavogi og kæla sig niður, en hún var opnuð á föstudag og gat fólk stungið sér til sunds endurgjaldslaust alla helgina.

Ráðist á lækni

Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á laugardag fyrir að ráðast á annan mann á föstudag og misþyrma honum. Árásarmaðurinn sat fyrir manninum við heimili hans og barði hann meðal annars í höfuðið.

Tveir eldsvoðar á mánuði

Eldur kom upp í stóru húsi við Mýrargötu í Reykjavík rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld. Tilkynnt var um eldinn laust fyrir klukkan hálftólf og þegar slökkvilið kom á vettvang logaði glatt í innréttingum á annarri og þriðju hæð, en húsið er þriggja hæða.

Á 158 kílómetra hraða

Talsvert var um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum um helgina. Alls voru um tíu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þeir sem hraðast fóru voru á 147 og 158 kílómetra hraða.

Bílvelta í Námaskarði

Bílstjóri var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir að flutningabíll sem hann ók valt í Námaskarði í Mývatnssveit um miðjan gærdag.

Efasemdir um lögmæti Íraksstríðs

Breska dagblaðið Mail on Sunday hélt því fram í gær að Goldsmith lávarður, sem er dómsmálaráðherra Bretlands, hefði komist að þeirri niðurstöðu að stríð gegn Írak myndi brjóta í bága við alþjóðalög.

Minni lyfjanotkun bætir heilsufær

Ný íslensk rannsókn sýnir að minni lyfjanotkun dregur úr ónæmi barna fyrir sýklalyfjum og bætir eyrnaheilsu þeirra. Sýklalyfjanotkun er meiri hérlendis en á Norðurlöndunum.

Reykur yfir Akureyrarbæ

Reykur frá sinubruna liggur nú yfir mest öllum Akureyrarbæ og er unnið að því að slökkva eldinn. Sinan var kveikt við bæinn Jódísarstaði í Eyjafirði fyrir sunnan Akureyri og hefur bóndinn tilskilin leyfi sýslumanns.

Stórhveli í Reykjavíkurhöfn

Stórhveli má sjá synda um í Reykjavíkurhöfn þessa stundina og þurfa Hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík ekki að sigla langt með gesti sína í dag. Gestir Kaffivagnsins og aðrir vegfarendur hafa fylgst með hvalnum í morgun en ekki er vitað hvers vegna hann hefur ákveðið að heiðra höfuðborgarbúa með nærveru sinni.

Afsöguð haglabyssa í skottinu

Ein kona og tveir karlmenn voru handtekin eftir að afsöguð haglabyssa fannst falin í bílskotti fyrir hádegi í gær. Eins fannst lítilræði af kannabisefnum við húsleit á Eyrarbakka heima hjá öðrum manninum.

Bílvelta í höfuðborginni

Maður í annarlegu ástandi missti stjórn á bíl sínum og velti á Reykjanesbraut á móts við Breiðholtsbraut í nótt. Hann slapp með minniháttar meiðsl en stórskemmdi bílinn.

Ærnar í sónar

Vorið er komið og fyrstu lömbin farin að líta dagsins ljós. Það er þó fátt sem kemur bændunum að Heiðarbæ í Þingvallasveit á óvart í þeim efnum, enda fara allar ærnar í sónar áður en þær bera.

Kannabisefni finnast við húsleit

Fernt var handtekið í gærkvöldi eftir að húsleit var gerð í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu. Lögreglan á Selfossi hafði fengið húsleitarheimild og fannst nokkurt magn af kannabisefnum í leitinni.

Kosið um sameiningu sveitarfélaga

Kosið er í dag um sameiningu fimm sveitarfélaga í Borgarfirði, Mýrum og í Hnappadal. Kosið er um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðahrepps og Skorradalshrepps.

Hátt í 10 metra langur hnúfubakur

Hvalur sást svamla um í Reykjavíkurhöfn í morgun. Reyndist þar vera hnúfubakur, átta til tíu metra langur að sögn sjónarvotta.

10 milljarða munur

Vísbendingar benda til þess að um 10 milljarða króna munur sé á ráðstöfun og öflun skatttekna á Norðausturlandi á hverju ári. Þetta kom fram í máli Vífils Karlssonar, dósents við Viðskiptaháskólann á Bifröst, á ráðstefnu um skiptingu skatttekna sem haldin var á Akureyri í vikunni.

Reglur breytast óháð sameiningu

"Einhverjir munu missa spón úr aski sínum en aðrir munu fá meira en þeir hafa hingað til fengið," segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna. Kosið verður um sameiningu hans við lífeyrissjóðinn Framsýn á miðvikudaginn kemur en bent hefur verið á að sjómenn muni bera skarðan hlut verði sameiningin að veruleika.

Óánægja hjá slökkviliðsmönnum

Megn óánægja er meðal slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli með framkomu starfsmannahalds varnarliðsins. Þetta segir háttsettur slökkviliðsmaður í samtali við Víkurfréttir.

Ávarpaði ráðstefnu um glæpi

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði í dag elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar sem haldin er í Bangkok, höfuðborg Taílands, 18. til 25. apríl.

Ólíklegt að Halldór bakki

"Mín tilfinning er sú að Halldór bakki nú ekki svo glatt enda hefur hann lýst því yfir að hann vilji sjá á þessu breytingar," segir Magnús Stefánsson, samflokksmaður Halldórs í Framsóknarflokknum.

Tekjur skila sér lítið út á land

Aðeins fimmtán prósent þess fjármagns sem ríkið aflar á landsbyggðinni með skattlagningu skilar sér aftur til verkefna úti á landi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Vífils Karlssonar, dósents við Viðskiptaháskólann á Bifröst.

Rafmagnið víkur fyrir ljósinu

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að aflagðar hafi verið fyrirætlanir um frekari uppbyggingu eða endurnýjun á tækjabúnaði vegna internettenginga um raforkukerfið, sem seld hefur verið undir merkjum Fjöltengis Orkuveitunnar.

Málið fer líklega fyrir dómstóla

"Ekki er ólíklegt að málið fari dómstólaleiðina, það er um slíkar upphæðir að tefla," segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, um nýfallinn úrskurð yfirskattanefndar um ítalska og portúgalska verkamenn fyrirtæksins.

Uppbygging í tíu ár til viðbótar

Rauði kross Íslands sendir á næstu dögum fimm sendifulltrúa til viðbótar til hamfarasvæða flóðanna sem urðu eftir jarðskjálftann mikla á annan í jólum. Unnið er að skipulagningu hjálparstarfsins næstu ár í samvinnu við alþjóðastofnanir.

Sjá næstu 50 fréttir