Innlent

Reykur yfir Akureyrarbæ

Reykur frá sinubruna liggur nú yfir mest öllum Akureyrarbæ og er unnið að því að slökkva eldinn. Sinan var kveikt við bæinn Jódísarstaði í Eyjafirði fyrir sunnan Akureyri og hefur bóndinn tilskilin leyfi sýslumanns. Vindáttin í dag þykir hins vegar frekar óheppileg og hafa lögreglunni borist fjölmargar kvartanir vegna reyksins. Fyrsta kvörtun barst klukkan átta en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær sinan var kveikt. Óvenju fjölmennt er á Akureyri um helgina en þar fara fram bæði Íslandsmót öldunga í blaki og Andrésar Andar leikarnir á skíðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×