Innlent

Kosið um sameiningu sveitarfélaga

Kosið er í dag um sameiningu fimm sveitarfélaga í Borgarfirði, Mýrum og í Hnappadal. Kosið er um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðahrepps og Skorradalshrepps. Borgarnes er langstærsti byggðarkjarninn en þar hófst kosning í grunnskólanum klukkan níu í morgun. Einnig eru kjördeildir í Lyngbrekku og Þinghamri. Þar verður kosið frá klukkan 11 til 20 í kvöld en kjörstaðurinn í Borgarnesi verður opinn til klukkan 22. Talning atkvæða fer fram í Grunnskólanum í Borgarnesi þegar öllum kjörstöðum hefur verið lokað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×