Innlent

Stórhveli í Reykjavíkurhöfn

Stórhveli má sjá synda um í Reykjavíkurhöfn þessa stundina og þurfa Hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík ekki að sigla langt með gesti sína í dag. Svo virðist sem þetta sé hnúfubakur, þótt hann hafi ekki sýnt mikinn bægslagang enn. Gestir Kaffivagnsins og aðrir vegfarendur hafa fylgst með hvalnum í morgun en ekki er vitað hvers vegna hann hefur ákveðið að heiðra höfuðborgarbúa með nærveru sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×