Fleiri fréttir

Fiskvinnslustöðvar í vanda

Styrk staða krónunnar kemur illa við rekstur fiskvinnslustöðva. Hraðfrystihúsið Gunnvör er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og segir framkvæmdastjórinn að grípa þurfi til aðgerða, hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum nægi ekki.

Frumvarpið gæti hindrað útrás

Járniðnaðarmenn telja að frumvarp sem felur meðal annars í sér að Tryggingadeild útflutnings verði lögð niður, geri samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja verri en erlend fyrirtæki búa almennt við og veruleg hætta sé á að útrás fyrirtækja m.a. á sviði véla og tækjabúnaðar dragist verulega saman og að verkefni fari úr landi.

Ók undarlega á Eyrarbakkavegi

Kona á miðjum aldri var tekin af lögreglu á Eyrarbakkavegi eftir að vegfarendur létu vita af undarlegu ökulagi hennar í gærdag. Grunur leikur á að hún hafi ekið undir áhrifum lyfja en hún var tekin í blóðprufu.

Kastaði grjóti í leigubíl

Ungur maður kastaði grjóti í leigubíl sem var á ferð á Garðvegi á Reykjanesi rétt upp úr klukkan sex í morgun. Maðurinn var á göngu í vegkantinum og virðist hafa kastað grjótinu í bílinn í þann mund sem hann ók fram hjá honum. Steinninn skemmdi lakk bílsins töluvert og rannsakar lögreglan í Keflavík málið.

Gripnir við innbrot í skóla

Tveir sextán og sautján ára piltar voru staðnir að verki við innbrot í verkmenntahús Fjölbrautaskólans á Selfossi í fyrrinótt. Glöggir lögreglumenn urðu varir við opnar dyr á húsinu og þegar inn var komið sáu þeir piltana vinna að því að skrúfa niður skjávarpa. Piltarnir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður.

Reyndi að gleypa fíkniefni

Hálfþrítugur maður á Selfossi reyndi í örvæntingu sinni að gleypa fíkniefni sem hann hafði í fórum sínum eftir að hann varð var við lögreglu. En ekki vildi betur til en svo - eða kannski sem betur fer - að efnið sem var um eitt gramm af amfetamíni stóð í honum. Maðurinn var settur í fangageymslu og bíður þess að vera yfirheyrður.

Fjölmörg skip og bátar á sjó

Í gær, páskadag, voru um 85 skip á sjó í íslenskri landhelgi, aðallega togarar og farskip. Skipum og bátum fjölgaði ört í nótt því að klukkan níu í morgun voru skráð tæplega 270 skip og bátar á sjó, að sögn Dagbjarts Kristjánssonar, varðstjóra hjá vaktstöð siglinga. Ágætisveður er þessa stundina í öllum höfnum landsins.

Líðan manns eftir atvikum góð

Líðan mannsins sem slasaðist alvarlega við Gufuskála í fyrradag er eftir atvikum góð og er maðurinn ekki í lífshættu að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn lenti undir svokölluðu átthjóli þegar það valt út af veginum við Gufuskála í nánd við Ólafsvík. Sex voru á hjólinu, hin slösuðust ekki alvarlega.

Óvenjuleg hlýindi um páskana

Óvenjuleg hlýindi hafa verið um þessa páska og mælst hæstur hiti í mars frá árinu 1965. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, hefur rýnt í hitatölur og segir að páskarnir séu snemma í ár og því þurfi að skoða ofan í kjölinn hvort ekki hafi orðið hlýrra á páskum. Það sé ekki ólíklegt þegar páskarnir hafi verið seint, um miðjan apríl þegar farið sé að vora.

Oft hafa sést fleiri í brekkunum

Um páskana nýta iðulega margir tækifærið og renna sér á skíðum í fjöllum landsins. Talsverð hlýindi settu strik í reikninginn í ár og voru nokkur skíðasvæði lokuð. Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum, í Skálafelli og á Hengilsvæðinu voru lokuð um páskahelgina.

Mesti hiti síðan 1965

Á laugardaginn fyrir páska mældist hitinn yfir 15 °C á Norðurlandi, bæði á Dalvík og á Sauðanesvita við Siglufjörð.

Vegirnir ein drulla

"Það er allt ófært eins og er á fjallavegum. Þeir sem eru á mikið breyttum fjallabílum komast um á hálendinu á Suðurlandi, til dæmis Fjallabaksleið og inn í Þórsmörk, en annars eru vegirnir ein drulla. Allur akstur er bannaður á Uxahryggjum og Kaldadal og á Norður- og Austurlandi," segir Kolbrún Benediktsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni.

Bæjarins besta hlutskarpast

Liðsmenn Bæjarins besta á Vestfjörðum sigruðu í Spurningakeppni fjölmiðlanna sem fram fór á Rás 2 um bænadaga og páska. Í lokaþætti keppninnar eftir hádegið í dag slógu þeir út Fréttastofu Sjónvarpsins í undanúrslitum og sigruðu síðan Fréttablaðið í úrslitarimmunni. Áður höfðu BB-menn mætt liðum Stöðvar2 og Bylgjunnar og Fréttastofu Útvarps.

Tíkin tuggði tölvukubb

Litlu mátti muna að páskafrí Vigdísar Esradóttur, forstöðumanns Salarins í Kópavogi, færi í hundana þegar tíkin Una tuggði frá henni tölvukubb með mikilvægum gögnum miðvikudaginn fyrir páska.

Gagnrýna ráðningar millistjórnenda

Tólf yfirlæknar við Landspítala - háskólasjúkrahús hvetja ráðherra til að taka á stjórnunarvanda spítalans og segja óeðlilega staðið að ráðningum millistjórnenda. Forstjóri spítalans vísar gagnrýninni á bug.

Kanarnir ættu að líta sér nær

"Ég held að Kanarnir og Ísraelsmenn ættu að líta sér nær," segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, um gagnrýni erlendra dagblaða og Wiesenthal-stofnunarinnar á íslensk stjórnvöld. "Þessir aðilar ættu að muna ódæðisverkin í Guantanamo og Palestínu."

Stormur í vatnsglasi

"Mér finnst þetta vera stormur í vatnsglasi og við verðum bara að bíða eftir að þetta gangi yfir," segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni erlendra fjölmiðla á íslensk stjórnvöld.

Segir um eftirskjálfta að ræða

Skjálftinn á Súmötru er talinn vera eftirskjálfti frá stóra skjálftanum sem varð annan dag jóla. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir hann 20-30 sinnum orkuminni en skjálftann um jólin.

Vörður gætir kviksyndis í Kópavogi

Vörður hefur verið settur við fjöruna í Kópavogi þar sem stúlka var hætt komin þegar hún sökk upp undir hendur í kviksyndi. Bæjarstjórinn þakkar guði að ekki fór verr.

Umferð mikil en gekk að mestu vel

Umferðin var nokkuð mikil á þjóðvegum landsins nú um páskana en hún gekk að mestu vel. Margir notuðu páskafríið til ferðalaga og var umferð á þjóðvegum landsins mikil enda færð og veður með besta móti.

Sótti slasaðan mann til Rifs

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti mann til Rifs í dag sem hlotið hafði höfuðáverka. Áhöfn þyrlunnar var kölluð út laust eftir klukkan hálffjögur og fór hún í loftið rétt fyrir fjögur. Flaug hún til Snæfellsness og sótti slasaða manninn og lenti aftur á Reykjavíkurflugvelli rúmlega fimm. Þar beið sjúkrabifreið sem flutti manninn á Landspítalann.

Ríkisborgararéttur ekki í hættu

Ekki er hægt að ógilda ríkisborgararétt Bobby Fischer á þeim forsendum að hann hafi gerst sekur um niðrandi ummæli í garð gyðinga á blaðamannafundinum á Hótel Loftleiðum á föstudaginn var. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður.

Grunur um íkveikju í Árbæ

"Ég var að fara niður að þvo en kem þá að þvottinum í ljósum logum," sagði Vigdís Hulda Vignisdóttir, íbúi í fjölbýlishúsi í Rofabæ þar sem eldur varð laus í sameiginlegu þvottahúsi í kjallaranum. </font />

Láti af þessum dólgshætti

"Ég skil vel viðkvæmni þeirra sem gagnrýna, því það er alltaf alvarlegt þegar talað er með þessum hætti um kynþætti og trúarbrögð," segir Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, en hann greiddi tillögunni sitt atkvæði. </font />

Kemur ekki á óvart

"Það kemur mér ekkert á óvart að einhverjir séu óánægðir vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt," segir Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokk </font />

Er sjúkur maður

"Það er þó einum fanganum færra núna sem haldið er án dóms og laga fyrir tilstuðlan Bandaríkjamanna," sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, en hann greiddi tillögunni sitt atkvæði. </font />

Þyrla sótti flogsjúkling

Þyrla Landhelgisgæslunnar kom með slasaðan mann frá Rifi síðdegis í gær á Reykjavíkurflugvöll. Þaðan flutti sjúkrabíll manninn svo áfram á Landspítala - háskólasjúkrahús. Að sögn lögreglu á Ólafsvík fékk maðurinn flogakast við söluskálann á Rifi og datt þá og hlaut áverka á höfði. </font />

Ástand mannsins stöðugt

Maður sem slasaðist alvarlega í slysi við Gufuskála seint í gær liggur á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og er ástand hans stöðugt að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn lenti undir svokölluðu átthjóli þegar það valt út af veginum við Gufuskála í nánd við Ólafsvík.

Glasi hent í andlit manns

Maður slasaðist á skemmtistað í Keflavík í nótt þegar glasi var hent í andlit hans með þeim afleiðingum að það brotnaði og hlaut hann sár í framan. Mikið blæddi úr sárinu og var maðurinn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárinu.

Nóttin róleg víðast hvar

Nóttin var róleg á flestum stöðum á landinu út frá sjónarhóli lögreglunnar. Í Reykjavík var að sögn varðstjóra nánast ekkert að gera þrátt fyrir töluverðan mannfjölda í miðbænum en skemmtistaðir voru opnir til klukkan þrjú.

Greiðfært um helstu þjóðvegi

Greiðfært er um alla helstu þjóðvegi landsins. Nokkur þoka er á Hellisheiði og í Þrengslum, einnig á Víkurskarði og í Ljósavatnsskarði.

Fjölmenni við páskavöku

Fjölmenni var við árlega páskavöku á Grenjaðarstað norður í Aðaldal sem hófst um miðnætti til að fagna upprisuhátíð frelsarans. Í 168 manna sókn mættu 120 og var fullt út úr dyrum.

Fáir á skíðum á Sauðárkróki

Skíðasvæðið á Sauðárkróki er opið í dag en þar er ágætisveður, fimm stiga hiti og nánast logn. Að sögn Viggós Jónssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, hafa fáir verið á skíðasvæðinu um helgina þrátt fyrir ágætis skíðafæri.

Stúlka sökk í sandi

Ellefu ára stúlka sökk í sandi við Vesturvör 14 í Kópavogi í gær og tilkynntu foreldrar stúlkunnar málið til lögreglunnar. Á svæðinu þar sem stúlkan sökk er mikið magn af sandi sem sanddælingarskip hefur dælt upp úr sjónum og er hann því mjög blautur.

Sýslumaður segir þetta mistök

Sýslumaðurinn í Reykjavík segir mistök valda því að möppur með viðkvæmum upplýsingum lágu fyrir hunda og manna fótum á bak við skrifstofu embættisins. Slík gögn eigi ekki að liggja á glámbekk, þeim eigi skilyrðislaust að eyða.

Fischer verði sviptur ríkisfanginu

Símon Wiesenthal stofnunin í Jerúsalem skorar í dag á íslensk stjórnvöld að svipta Bobby Fischer íslenskum ríkisborgararétti vegna andúðar hans á gyðingum og yfirlýsingum um að Helförin sé uppspuni. Forstöðumaður stofnunarinnar segir Ísland halda uppteknum hætti að veita alræmdum gyðingahöturum hæli.

Reyndu að stela skjávörpum

Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um að eitthvað vafasamt gæti verið á seyði í byggingu Fjölbrautaskóla Suðurlands í bænum laust eftir miðnætti síðastliðna nótt. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar tveir piltar, 16 og 17 ára gamlir, að bjástra við að taka niður skjávarpa í eigu skólans en slíkir gripir eru metnir á hundruð þúsunda.

Kona í einangrun á Litla-Hrauni

Kvenfangi á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var settur fyrirvaralaust og án þess að hafa brotið af sér í einangrun á Litla-Hrauni á miðvikudag. Fanginn hefur ekki fengið aðrar skýringar á flutningnum en þær að hugmyndir séu uppi um að vista konur, sem afplána langa dóma, í auknum mæli fyrir austan.

Kristnin á undanhaldi segir biskup

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kristindóms- og trúarbragðafræðsla ættu að vera skyldugrein í kennaramenntun því aldrei fyrr hafi verið eins mikilvægt að sinna þessum fögum í skólum.  

Frumkvöðull á meðal langtímafanga

Kvenfangi á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var settur fyrirvaralaust í einangrun á Litla Hrauni á miðvikudag. Systir hennar segir dvölina á Hrauninu hafa verið kynnta fyrir fanganum með þeim orðum að hún væri „frumkvöðull“ í málefnum langtímafanga

Hvarf næstum sporlaust

Litlu mátti muna að 11 ára gömul stúlka í Kópavogi hyrfi sporlaust í fjörunni við Vesturvör í gær. Þar hefur myndast kviksyndi á uppfyllingarsvæði Björgunar.  

Flöskuskeytið rúmum 17 árum yngra

Sendandi flöskuskeytis frá Grænlandi undrast að það skyldi berast alla leið til Íslands. Það var samt bara hálft ár á leiðinni - ekki átján - og er því mun yngra en talið var og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Breytingar vegna fornleifafundar

Breyta þarf hönnun í kringum Nesstofu á Seltjarnarnesi eftir að stétt sem er við húsið fannst við fornleifauppgröft á svæðinu. Ýmsir smámunir hafa fundist við uppgröftinn.

Aðstoðarritstjórinn telur fréttamenn hafa brotið siðareglur BÍ

Jón Kaldal, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, telur fréttamenn Stöðvar 2 hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með framgöngu sinni í fyrrakvöld þegar Bobby Fischer kom til landsins. Í leiðara Fréttablaðsins gagnrýnir Jón Kaldal framkomu þeirra fulltrúa Stöðvar 2 sem komu að beinni útsendingu frá viðburðinum, ekki síst þátt fréttastjóra Stöðvar 2.

Fischer stefnir stjórnvöldum

Bobby Fischer hefur stefnt bandarískum stjórnvöldum fyrir ólöglega frelsissviptingu vegna níu mánaða varðhaldsvistar í Japan. Í kærunni segir að japönsk stjórnvöld hafi að undirlægi bandarískra stjórnvalda haldið skákmeistaranum í slæmum aðbúnaði þar til hann samþykkti að snúa aftur til Bandaríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir