Innlent

Kristnin á undanhaldi segir biskup

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kristindóms- og trúarbragðafræðsla ættu að vera skyldugrein í kennaramenntun því aldrei fyrr hafi verið eins mikilvægt að sinna þessum fögum í skólum. RÚV greindi frá þessu.  Biskupinn prédikaði við messu í Dómkirkjunni í morgun og vék meðal annar að stöðu kirkjunnar í dag. Hann sagði að Jóhannes Páll páfi hefði nýlega sagt að víða þrengdi að kristinni trú og kirkju í Evrópu og nefndi að svo væri einnig hér á landi. Biskup rifjaði upp að almannatengslasérfræðingar hefðu ráðlagt breska forsætisráðherranum að nefna ekki  nafn Guðs í þakkarræðum sínum þegar hann fagnaði  fimmtugsafmæli í fyrra.   Gagnrýnendur hefðu haft á orði að  þetta  bæri vott um ótta og vænisýki og brátt  varðaði það við lög að játa trú sína opinberlega því það stríddi gegn manréttindum. Umræðan um að ýta kristinfræðslu úr skólunum hér væri af sama toga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×