Frumkvöðull á meðal langtímafanga 27. mars 2005 00:01 Kvenfangi á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var settur fyrirvaralaust í einangrun á Litla Hrauni á miðvikudag. Fanginn, sem hefur dvalið í kvennafangelsinu í Kópavogi, hefur ekki fengið aðrar skýringar á flutningnum en þær að hugmyndir séu uppi um að vista konur sem afplána langa dóma í auknum mæli fyrir austan. Samkvæmt upplýsingum frá systur konunnar hafa ekki fengist nein svör við því hversu lengi þetta ástand kemur til með að vara en sagt að stefnt sé að því að byggð verði sérstök álma fyrir kvenfanga á Litla-Hrauni í framtíðinni. Systir hennar segir dvölina á Hrauninu hafa verið kynnta fyrir fanganum með þeim orðum að hún væri „frumkvöðull“ í málefnum langtímafanga þar sem innan skamms myndu bæði kynin geta afplánað á Litla-Hrauni. Frumkvöðullinn nýtur hins vegar ekki sömu réttinda og karlfangar - er eins og áður sagði í einangrun í þröngum klefa á nóttunni sem ekki hefur snyrtiaðstöðu né fataskáp, og er að mestu án samneytis við aðra fanga á daginn. Systir hennar segir hana stríða við geðhvarfasjúkdóm og fíkniefnavanda og þrátt fyrir góðan vilja yfirvalda, sem hafi vistað hana um tíma á Sogni og í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, hafi ekki fundist framtíðarlausn á vandanum. Einangrunarvist án skýringa sé hins vegar ekki lausn. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður Kvennafangelsisins, segir að Fangelsismálastofnun hafi ákveðið flutninginn en ekki skýrt frá því hvort þetta yrði til frambúðar eða ekki. Það hafi verið lengi til umræðu að fangelsið væri of þröngt fyrir langtímavistun og frekari tækifæri væru á Litla-Hrauni. Konur hafi áður verið fluttar þangað, eigi þær langa fangavist fyrir höndum og erfiðleikar hafi verið uppi í samskiptum við aðra fanga. Hann tjái sig ekki um mál einstakra fanga en honum vitanlega hafi viðkomandi kona ekki verið flutt milli fangelsa vegna þess að hún hafi brotið af sér. Ekki náðist í forsvarsmenn Fangelsismálastofnunar vegna málsins í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Kvenfangi á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var settur fyrirvaralaust í einangrun á Litla Hrauni á miðvikudag. Fanginn, sem hefur dvalið í kvennafangelsinu í Kópavogi, hefur ekki fengið aðrar skýringar á flutningnum en þær að hugmyndir séu uppi um að vista konur sem afplána langa dóma í auknum mæli fyrir austan. Samkvæmt upplýsingum frá systur konunnar hafa ekki fengist nein svör við því hversu lengi þetta ástand kemur til með að vara en sagt að stefnt sé að því að byggð verði sérstök álma fyrir kvenfanga á Litla-Hrauni í framtíðinni. Systir hennar segir dvölina á Hrauninu hafa verið kynnta fyrir fanganum með þeim orðum að hún væri „frumkvöðull“ í málefnum langtímafanga þar sem innan skamms myndu bæði kynin geta afplánað á Litla-Hrauni. Frumkvöðullinn nýtur hins vegar ekki sömu réttinda og karlfangar - er eins og áður sagði í einangrun í þröngum klefa á nóttunni sem ekki hefur snyrtiaðstöðu né fataskáp, og er að mestu án samneytis við aðra fanga á daginn. Systir hennar segir hana stríða við geðhvarfasjúkdóm og fíkniefnavanda og þrátt fyrir góðan vilja yfirvalda, sem hafi vistað hana um tíma á Sogni og í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, hafi ekki fundist framtíðarlausn á vandanum. Einangrunarvist án skýringa sé hins vegar ekki lausn. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður Kvennafangelsisins, segir að Fangelsismálastofnun hafi ákveðið flutninginn en ekki skýrt frá því hvort þetta yrði til frambúðar eða ekki. Það hafi verið lengi til umræðu að fangelsið væri of þröngt fyrir langtímavistun og frekari tækifæri væru á Litla-Hrauni. Konur hafi áður verið fluttar þangað, eigi þær langa fangavist fyrir höndum og erfiðleikar hafi verið uppi í samskiptum við aðra fanga. Hann tjái sig ekki um mál einstakra fanga en honum vitanlega hafi viðkomandi kona ekki verið flutt milli fangelsa vegna þess að hún hafi brotið af sér. Ekki náðist í forsvarsmenn Fangelsismálastofnunar vegna málsins í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira