Fiskvinnslustöðvar í vanda 29. mars 2005 00:01 Styrk staða krónunnar kemur illa við rekstur fiskvinnslustöðva. Hraðfrystihúsið Gunnvör er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og segir framkvæmdastjórinn að grípa þurfi til aðgerða, hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum nægi ekki. Hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru á Ísafirði starfa um 75 manns í landvinnslu fyrirtækisins. Fyrirtækið gerir út fjóra togara og er kvóti þess um tólf þúsund þorskígildistonn. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að rekstur landvinnslunnar beri þess merki að krónan sé ofursterk. Það bitni fyrst og fremst á landvinnslunni því laun sjómanna á frystitogurum og þeirra sem flytja út fisk í gámum ákvarðist af söluandvirðinu og fylgi því erlendu myntinni. Einar Valur segir að gengisstefnan sé aðför að landsbyggðinni. Aðspurður hvað sé til ráða segist hann ekki vita það. Þeir sem starfi í sjávarútvegi búi við það að greiða einir starfstétta auðlindaskatt sem þekkist hvergi á byggðu bóli. Annars staðar sé sjávarútvegur styrktur af ríkinu. Stjórnvöld hér á landi segi að sjávarútvegurinn verði að búa við þetta og því verði þeir sem starfa þar að grípa til einhverra aðgerða sem við eiga. Einar Valur segir mjög erfitt þegar framleiðsluvörurnar lækki sífellt og innlendur kostnaður hækki á móti. Því sé ljóst að menn verði að grípa til aðgerða og hagræða með einhverjum hætt. Hann vill sjá aðgerðir af hálfu þingmanna og sveitarstjórnarmanna í þessum málum. Hann sakni þess að heyra ekki í þeim en þeir virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum málum. Ef hann væri bóndi og nytin hryndi í kúnum hjá honum hefði hann verulegar áhyggjur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Styrk staða krónunnar kemur illa við rekstur fiskvinnslustöðva. Hraðfrystihúsið Gunnvör er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og segir framkvæmdastjórinn að grípa þurfi til aðgerða, hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum nægi ekki. Hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru á Ísafirði starfa um 75 manns í landvinnslu fyrirtækisins. Fyrirtækið gerir út fjóra togara og er kvóti þess um tólf þúsund þorskígildistonn. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að rekstur landvinnslunnar beri þess merki að krónan sé ofursterk. Það bitni fyrst og fremst á landvinnslunni því laun sjómanna á frystitogurum og þeirra sem flytja út fisk í gámum ákvarðist af söluandvirðinu og fylgi því erlendu myntinni. Einar Valur segir að gengisstefnan sé aðför að landsbyggðinni. Aðspurður hvað sé til ráða segist hann ekki vita það. Þeir sem starfi í sjávarútvegi búi við það að greiða einir starfstétta auðlindaskatt sem þekkist hvergi á byggðu bóli. Annars staðar sé sjávarútvegur styrktur af ríkinu. Stjórnvöld hér á landi segi að sjávarútvegurinn verði að búa við þetta og því verði þeir sem starfa þar að grípa til einhverra aðgerða sem við eiga. Einar Valur segir mjög erfitt þegar framleiðsluvörurnar lækki sífellt og innlendur kostnaður hækki á móti. Því sé ljóst að menn verði að grípa til aðgerða og hagræða með einhverjum hætt. Hann vill sjá aðgerðir af hálfu þingmanna og sveitarstjórnarmanna í þessum málum. Hann sakni þess að heyra ekki í þeim en þeir virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum málum. Ef hann væri bóndi og nytin hryndi í kúnum hjá honum hefði hann verulegar áhyggjur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira