Fleiri fréttir

Fischer að lenda á Kastrup

Flugvél Bobbys Fischers sem kemur frá Japan er nú í aðflugi að Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn og á hún lenda á vellinum eftir um stundarfjórðung. Skákmeistarinn var látinn laus úr prísundinni í Japan í nótt eftir að hann undirritaði yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum.

Eldur í blokk í Hafnarfirði

Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi að Svöluási 1 í Hafnarfirði laust eftir klukkan eitt í dag og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvstarfi lokið rétt um klukkan tvö. Einn maður var í íbúðinni og var hann fluttur á slysadeild með snert af reykeitrun.

Fischer flýgur heim frá Malmö

Skákmeistarinn Bobby Fischer flýgur heim til Íslands frá Malmö í Svíþjóð en ekki Kaupmannahöfn eins og til stóð. Ástæðan er sögð vera þoka og gat þota sem flytja á Fischer til Íslands ekki lent í Kaupmannahöfn. Flugvél Fischers frá Japan lenti á fjórða tímanum á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn en hann fór ekki sömu leið og aðrir farþegar heldur var honum fylgt frá flugvélinni af nokkrum lögreglumönnum og öryggisvörðum á flugvellinum og upp í lögreglubíl.

Flutt á sjúkrahús eftir bruna

Kona á sextugsaldri var flutt á slysadeild til skoðunar eftir að eldur kom upp í íbúð hennar á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði.

Harður árekstur við Kringluna

Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar um hálftvöleytið í dag. Ökumaður fólksbifreiðar var á leið norður Kringlumýrarbraut og hugðist beygja vestur Miklubrautina. Hann ók þá í veg fyrir mótorhjól sem var á leið suður eftir Kringlumýrarbrautinni og kastaðist ökumaður þess yfir bílinn og lenti á bakinu á götunni.

Fagnaðarfundir á Kastrup-flugvelli

Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi.

Flogið frá Kristianstad

Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, var í föruneyti Fischers á Sturup-flugvelli í Malmö skömmu fyrir klukkan sjö. Hann sagði að svartaþoka væri þar og aðeins 50 metra skyggni og því yrði brugðið á það ráð að fara til Kristianstad sem væri fyrir norðan Malmö. Þar væri vélin lent og með henni kæmi föruneytið heim.

Viðbúnaður vegna komu Fischers

Mikill viðbúnaður er á Reykjavíkurflugvelli vegna komu Bobbys Fischers til landsins. Sýnt verður beint frá því þegar stórmeistarinn kemur í aukfréttatíma á Stöð 2. Þá eru einnig fjölmargar erlendar stöðvar hingað komnar til að fylgjast með atburðinum og þá hafa stóru, erlendu fréttaþjónusturnar þegar keypt réttinn á þeim myndum sem íslenskar stöðvar senda út í kvöld.

Velur á milli tveggja hótela

Og Fischer þarf stað til að gista á þegar hann kemur til Íslands í kvöld. Starfsmenn tveggja hótela í Reykjavík, eiga von á því að hýsa skáksnillinginn.

Þurfa ekki atvinnuleyfi í maí 2006

Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar.

Bein útsending um klukkan 23

Aukafréttir verða á Stöð 2 um klukkan 23 vegna komu skákmeistarans Bobbys Fischers til landsins en flugvél hans hefur nú yfirgefið Kristianstad í Svíþjóð. Bein útsending verður frá Reykjavíkurflugvelli og verður Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, á staðnum.

Ráðherra hafi beitt þrýstingi

Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir úthlutun úr launasjóði myndlistarmanna vera eins faglega og framast má vera. Stjórnin hafi aldrei beitt úthlutunarnefndina nokkrum þrýstingi en það hafi hins vegar ráðherra í ríkisstjórninni gert.

Skíðasvæði lokuð vegna veðurs

Skíðasvæðin í kringum höfuðborgarsvæðið voru lokuð vegna veðurs í dag. Önnur helstu skíðasvæði voru hins vegar opin þótt skíðafæri hefði verið misgott.

Fischer lentur í Reykjavík

Einkaflugvél lenti nú rétt áðan á Reykjavíkurflugvelli með Bobby Fischer og föruneyti og tók fjöldi fólks á móti honum, bæði fjölmiðlafólk og velunnarar. Með Fischer í vélinni komu Sæmundur Pálsson vinur hans, unnusta hans, Miyoko Watai, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og heimildarmyndargerðarmenn.

Gekk berserksgang á lögreglustöð

Sunnlenskur atvinnurekandi gekk berserksgang á lögreglustöðinni á Selfossi í gær þegar hann ætlaði að sækja þangað íslenskan ökumann sinn sem hafði verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og með útrunnið ökuskírteini. Hafði ökumaðurinn verið að aka pólskum starfsmanni atvinnurekendans til vinnu í uppsveitum Árnesssýslu en Pólverjinn hafði ekki atvinnuréttindi.

Vagn gaf sig undan þunga rafals

Dráttarvagn sem átti að flytja 80 tonna þungan rafal frá Sundahöfn upp í virkjun Orkuveitu Reykjavíkur við Nesjavelli gaf sig þegar verið var að draga hann um hringtorgið í Sundahöfn snemma í morgun. Rafallinn tollir á vagninum og hefur starfsmönnum ET flutningafyrirtækisins tekist að flytja vagninn inn á athafnasvæði sitt við Sundahöfn þannig að þar eru engar umferðartafir lengur.

Fundu þrjú tundurdufl fyrir norðan

Sprengjusérfræðingar ætla í dag að eyða tveimur tundurduflum sem þeir fundu óvænt við Lambanes á Langanesi í gær þegar þeir voru þar á ferð til að eyða tundurdufli sem lögreglan á Þórshöfn hafði tilkynnt um í fyrradag. Því dufli var eytt í gær, en þá fundust hin tvö. Duflin eru öll frá síðari heimstyrjöldinni en geta enn verið stórhættuleg.

Vorboði í Húsdýragarðinum

Þeim fjölgar óðum vorboðunum hér á landi, en í gær bar huðnan Dásemd gráflekkóttum kiðlingi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þetta er fyrsti burður Dásemdar sem fæddist í garðinum vorið 2003. Faðir kiðlingsins, sem er hafur, er hafurinn Kappi.

Rafmagnslaust í Teigahverfi

Rafmagnslaust var í um hálftíma í morgun í Teigahverfi og nágrenni þar sem háspennutrengur í Laugardal var grafinn í sundur. Rafmagnslaust var víðast í Teigahverfi, á Sundlaugavegi, DAS-heimilinu, Klettagörðum, Vesturbrún og Viðey en nú er rafmagn komið á alls staðar nema í Viðey.

Forðuðu stórtjóni í Sundahöfn

Minnstu munaði að stórtjón yrði þegar dráttarvagn, sem átti að flytja áttatíu tonna þungan rafal frá Sundahöfn upp í virkjun Orkuveitu Reykjavíkur við Nesjavelli, gaf sig þegar verið var að draga hann um hringtorgið í Sundahöfn snemma í morgun.

Meiri þjónusta um páskana en áður

Páskahelgin sem er fram undan verður væntanlega sú síðasta sem verulega verður dregið úr þjónustu lögum samkvæmt en þó verður þjónusta á höfuðborgarsvæðinu heldur meiri nú en verið hefur.

Greip rúðubrjóta í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra unglingspilta en tveir komust undan eftir að þeir höfðu brotið þrjár rúður í Grunnskólanum við Digranesveg. Vitað er hverjir sluppu en hópurinn er grunaður um að hafa brotið tvær rúður í sama skóla í fyrrakvöld. Þetta eru hrein og klár skemmdarverk, að sögn lögreglu, því piltarnir brutu ekki rúðurnar til að komast inn í skólann.

Bobby Fischer sleppt í kvöld

Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun.

Færðu íbúum Hrafnistu páskaegg

Eimskip gladdi heimilisfólk Hrafnistu rétt fyrir hádegi með því að færa því um átta hundruð páskaegg að gjöf, í tilefni af páskunum. Eimskip vildi með þessum hætti þakka þá frábæru umönnun sem mikill fjöldi fyrrverandi sjómanna félagsins hefur notið á Hrafnistu um áratugaskeið.

Sakfelldur fyrir fjölda smábrota

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi rúmlega tvítugan mann í þriggja mánaða fangelsi í morgun fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana-og fíkniefni. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars í fyrra haft í vörslu í bakpoka sínum 0,18 grömm af amfetamíni, sem lögreglan fann við leit eftir að hafa stöðvað bifreð sem hann var farþegi í.

Segir leikskóla ekki gjaldfrjálsa

Frjálshyggjufélagið segir áform borgarstjóra um að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan ársins 2008 einungis millifærslu á fjármunum í gegnum skatta frá þeim sem ekki nýti sér þjónustuna til þeirra sem nýti hana. Í ályktun, sem félagið sendi frá sér í dag, segir að þjónustan sé ekki gjaldfrjáls og með því að bjóða upp á ókeypis leikskóla í borginni sé verið að mismuna þeim sem ekki geti eða vilji eignast börn og hinum sem vilji það og geti.

Fischer er næst frægastur

Heimsfrægum Íslendingum fjölgaði um einn þegar Bobby Fischer fékk íslenskan ríkisborgararétt á mánudag. Skákáhugamenn um víða veröld þekkja vitaskuld sögu Fischers og snilli hans við taflborðið en orðspor Bjarkar Guðmundsdóttur hefur farið víðar.

Sæmi og Fischer koma í kvöld

Sæmundur Pálsson, Sæmi rokk, fer í dag til Danmerkur að sækja vin sinn, skákmeistarann Bobby Fischer. Þeir hittast í Danmörku og fljúga saman til Íslands. Þeir ættu að lenda hér á landi í kvöld.

Gott fólk í eftirlitinu

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að sérþjálfaðir eftirlitsmenn sinni gæðaeftirliti fyrir æðarbændur. Auðlindin sé takmörkuð og magnið lítið og því hafi hann lagt fram frumvarp.

Starfsmönnum hótað

Skýrslur um starfsemi Íslendings og þriggja Pólverja, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði fyrir of hraðan akstur á þriðjudag, eru komnar til Útlendingaeftirlits og Vinnumálastofnunar.

Fær ekki flytja út dún til vinnslu

Jón Sveinsson iðnrekandi vill flytja út íslenskan æðardún til vinnslu í Lettlandi í sumar en komið er í veg fyrir það í nýju frumvarpi landbúnaðarráðherra. Jón telur hagsmunaárekstra hafa verið við undirbúning frumvarpsins.

Erlend karfaskip á Reykjaneshrygg

TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar, fór í eftirlitsflug yfir karfamiðin á Reykjaneshrygg í dag. Að sögn Páls Geirdal, yfirstýrimanns á vélinni, voru tvö erlend skip að veiðum á miðunum, annað skipið frá Litháen og hitt frá Portúgal. Búist er við að skipununum fjölgi talsvert á næstunni.

Götum lokað vegna framkvæmda

Nokkrum götum í Reykjavík verður lokað strax eftir páska vegna framkvæmda, annars vegar við Hringbraut og hins vegar við Hlemm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar.

Fengu eins mánaðar fangelsi

Þrír Pólverjar, sem teknir voru í gær á Suðurlandi þar sem þeir voru í vinnu á tilskilinna atvinnuréttinda, voru í dag dæmdir í eins mánaðar fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Suðurlands.

Lést í umferðarslysi við Dalvík

Piltur á nítjánda ári lést þegar bifreið sem hann ók fór fram af hömrum skammt sunnan við Rauðuvík, milli Dalvíkur og Akureyrar. Lögreglu var gert viðvart seinni partinn í dag en ekki er vitað hvenær slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dalvík steyptist bíllinn ofan í fjöru. Vegrið eru á vegarkaflanum en þó ekki í allri beygjunni.

Síðasta græna svæðið

"Ég er óhress með að eyðileggja eigi eina græna svæðið sem er eftir hér," segir Jóhann Helgason, íbúi við Miðtún sem hefur búið þar í áratug. Hann er ósáttur við að rífa á fimleikahús Ármanns, en þar eiga að rísa fjölbýlishús.

Akureyri og Ísafjörður vinsælast

Fjöldi Íslendinga ætlar að leggja land undir fót nú um páskana. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands eru vinsælustu viðkomustaðir í innanlandsflugi Ísafjörður og Akureyri, en þar hefur aukaferðum verið bætt við reglubundið flug. Einnig er vel bókað á Egilsstaði. 

Smárúta valt á Sólheimasandi

Sjö svissneskir ferðamenn slösuðust, en allir lítils háttar, þegar smárúta valt á hliðina og hafnaði í skurði á Sólheimasandi í dag. Að sögn lögreglunnar í Vík í Mýrdal voru alls tólf manns í rútunni en bílstjórinn ásamt fjórum ferðamönnum sluppu án meiðsla. Rútan, sem er af gerðinni Ford Econline, var á þjóðvegi númer eitt, hringveginum, þegar skyndilega hvellsprakk á öðru framhjólinu.

Staðið við fyrri ályktanir

Fréttamenn Ríkisútvarps, Sjónvarps og íþróttafréttamenn Ríkisútvarpsins funduðu í hádeginu í gær ásamt tæknimannahóp til að ræða ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Hann á að taka til starfa 1. apríl.

Ósætti um framtíð leikskóla

Meirihlutasamstarfi Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar var slitið í gær, eftir ellefu ára samstarf, þegar upp kom ósætti um framtíð leikskóla sveitarfélagsins. Nýr meirihluti hefur ekki verið myndaður. 

Til Íslands í óþökk Bandaríkjanna

Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar.

Vélstjórar vilja alþjóðaskipaskrá

Stjórn Vélstjórafélags Íslands skorar á íslensk stjónvöld að stofna alþjóðlega skipaskrá með tilheyrandi eftirgjöfum á sköttum farmanna eins og siglingaþjóðir Evrópu hafa gert. Er það niðurstaða stjórnarfundar sem haldinn var á fimmtudag og vísar hún í niðurstöðu starfshóps samgöngu- og fjármálaráðherra frá því í haust.

Stjórnarmenn og makar fengu laun

Nálega helmingur þeirra sem fengu úthlutað árslaunum úr Launasjóði myndlistarmanna í ár er í stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna eða í sambúð með meðlimum úthlutunarnefndar. Formaður úthlutunarnefndar segist ekki vita hverjir séu í stjórninni sem tilnefndi hann í nefndina.

1.200 umsóknir um 46 lóðir

Dregið var úr nær tólf hundruð umsóknum um 46 einbýlishúsalóðir í Hafnarfirði í bæjarráði Hafnarfjarðar á þriðjudagskvöld. Elsti umsækjandinn sem fær úthlutaða lóð er 77 ára gamall en sá yngsti 21 árs. Einnig var dregið úr rétt um 160 umsóknum verktaka í sjö einbýlishús og tvær raðhúsalengjur.

Sjá næstu 50 fréttir