Fleiri fréttir

Staða borgarsjóðs breytist hratt

R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni.

Straumur frá landinu fyrir páskana

Tæplega fimmtán prósentum fleiri fara til útlanda um páskana nú en í fyrra að sögn framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Straumurinn er mestur til sólarlanda við Miðjarðarhafið og Bandaríkjanna. Um Reykjavíkurflugvöll er nánast einstefna frá Reykjavík og eru flestir á leið til Ísafjarðar og Akureyrar.

Vorboðar víða um borg

Nú er lóan komin og einnig fyrsti vorboðinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem huðnan Dásemd bar kiðlingi.

Rúta lenti úti í skurði

Hópbifreið með tólf manns innanborðs fór út af þjóðveginum í gær, um 15 kílómetra vestur af Vík í Mýrdal, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vík í Mýrdal.

Maður lést í bílslysi

Ungur ökumaður á nítjánda ári lést í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi í gær. Slysið varð skammt sunnan við bæinn Rauðuvík í Rauðuvíkurbrekkum. Bíllinn fór fram af háum bakka og lent í stórgrýti í flæðarmálinu. 

Háspennustrengur í sundur

Háspennustrengur var grafinn í sundur í Laugardal um ellefuleytið í gær. Rafmagnslaust varð víðast hvar í Teigahverfi, á Sundlaugaveg, DAS-heimilinu, Klettagörðum, Vesturbrún og Viðey. Gert var við strenginn á skömmum tíma og var komið á rafmagn alls staðar nema í Viðey um hádegi.

Milt og hlýtt um páskana

Ekkert páskahret er í kortum veðurfræðinga yfir páskana en gert er ráð fyrir mildu og tiltölulega góðu veðri á landinu öllu fram á þriðjudag.

Ákæra þingfest vegna smyglara

Brasilíska konan sem handtekin var í Leifsstöð rétt fyrir jól með rúm 800 grömm af kókaíni og á annað þúsund skammta af LSD gistir fangageymslur fram í miðjan apríl. Ákæra á hendur henni var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag.

Lögreglan ekki beðin um aðstoð

Enn hefur engin formleg beiðni um aðstoð borist hingað til lands frá þýskum lögregluyfirvöldum um aðstoð við rannsókn máls þeirra tveggja skipverja á Hauki ÍS sem handteknir voru í Bremerhaven með mikið magn fíkniefna í fórum sínum.

Japanar munu íhuga lausn Fischers

Japanar munu íhuga að senda Bobby Fischer til Íslands ef þeim berst staðfesting á því að honum hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, í morgun.

Siglingaleiðin fyrir Horn greiðfær

Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin greiðfær þótt sjófarendur geti enn átt von á að sjá þar staka jaka. Ísinn er þó sumstaðar enn inni á vogum og víkum en hann bráðnar nú ört.

Flugfreyja fékk höfuðhögg

Breiðþota franska flugfélagsins Air France lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi með slasaða flugfreyju sem hafði fengið höfuðhögg um borð í vélinni. Breiðþotan var á leið frá Frakklandi til Bandaríkjanna og voru 440 farþegar um borð.

Heimdallur vill afnema fyrningu

Stjórn Heimdallar styður frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um að kynferðisbrot sem framið er gegn barni yngra en 14 ára fyrnist ekki.

Hæstiréttur staðfesti dóminn

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Austurlands um að Fjarðabyggð og verktakafyrirtækið Arnarfell skuli greiða húseigenda í Neskaupstað eina og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna sprungna sem urðu í steinsteypu í húsi hans þegar verið var sð sprengja í hlíðinni fyrir ofan það vegna byggingar snjóflóðavarna.

Fischer strax á launaskrá?

Flest bendir til þess að Bobby Fischer komist strax á launaskrá hjá hinu opinbera, ef hann kemur hingað til lands, því hann á rétt á launum sem svara menntaskólakennaralaunum þar sem hann verður íslenskur stórmeistari í skák.

Jepparnir komnir niður á láglendi

Björgunarsveitarmenn eru búnir að koma tveimur jeppum, sem þrjú ungmenni festu uppi á hálendi í gær og leit var gerð að, niður á láglendi en ungmennin fundust heil á húfi í gærkvöldi.

Undrandi á endurkomu Hallgríms

Íslenskir friðargæsluliðar sem störfuðu undir Hallgrími Sigurðssyni á Kabúlflugvelli í Afganistan segjast undrandi á því að hann sé aftur kominn til starfa við flugvöllinn, nú á vegum Flugmálastjórnar.

18 mánuðir fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur dæmdi í gær mann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem áttu sér stað þegar önnur þeirra var átta til tíu ára og hin þrettán til fjórtán ára. Brot mannsins gegn annarri stúlkunni voru hins vegar talin fyrnd.

Yfir 260 umsóknir hafa borist

Yfir 260 umsóknir um einbýlishúsalóðir í Lambaseli höfðu borist framkvæmdasviði borgarinnar á hádegi en þrjátíu lóðir eru í boði. Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja prófa þessa úthlutunarleið en honum hugnist betur útboðsleiðin.

Lóan er komin

Lóan er komin og var það breskur fuglafræðingur og áhugamaður sem sá þrjár heiðlóur vestur í Gróttu á Seltjarnarnesi í gær. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði, segist vita deili á Bretanum og treysta honum fyllilega.

244 kærur til Landlæknis

Alls bárust 244 kærur og kvartanir til Landlæknisembættisins árið 2004 og er það nokkuð meira en undanfarin ár. Tilefni flestra kvartana eða kæra var vegna ófullnægjandi eða rangrar greiningar, meðferðar eða eftirlits en alls bárust 113 slíkar kærur.

Ísafjörður og Akureyri vinsæl

Ísafjörður og Akureyri eru vinsælustu áfangastaðirnir um páskana. Á báðum stöðum verður hægt að fara á skíði og skipulögð dagskrá verður í boði.

10 mánaða fangelsi fyrir fjársvik

Karl og kona voru í Hæstarétti í gær dæmd í tíu mánaða fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals og fjárdrátt í viðskiptum með bíla en þau ráku bílasöluna Evrópu á árunum 2000 og 2001. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms yfir fólkinu þar sem konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi og karlinn í sex mánaða fangelsi, bæði skilorðsbundið.

Flugfreyjan útskrifuð

Flugfreyjan sem slasaðist um borð í frönsku farþegaþotunni sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Flugfreyjan fékk slæmt högg á höfuðið þegar hún rakst á hurð í eldhúsi flugvélarinnar við flugtak í Frakklandi en vélin var á leið frá París til New York.

Undirbúa málsókn gegn ríkinu

Félag eigenda sjávarjarða undirbýr nú málshöfðun gegn ríkinu vegna útróðraréttar sem þeir hafa haft frá landnámi. Með lögunum um stjórn fiskveiða var komið í veg fyrir að jarðirnar hafi getað nýtt sér réttinn til sjósókna frá einkajörðum sínum.

Greiði bætur upp á 3 milljónir

Alþjóða líftryggingafélagið hf. var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða konu tæpar þrjár milljónir króna vegna sjúkratryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu. Konan höfðaði málið þegar henni var neitað um greiðslu út á sjúkratrygginguna.

Fyrstu samningar sinnar tegundar

Sjómannafélag Eyjafjarðar og Félag skipstjórnarmanna hafa samið við áhafnir þriggja ísfisktogara Samherja á Akureyri um hafnarfrí. Samningarnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar á Íslandi.

Slökkviliðsmönnum þakkað fyrir

Verslun Nóatúns í JL húsinu við Hringbraut var opnuð í gær eftir brunann sem varð um miðjan desember. Þá eyðilagðist allt sem í búðinni var og ekki annað að gera en að byggja nýja verslun frá grunni. Er hún því ein sú glæsilegasta á landinu.

Móta stefnu um ríkisborgararétt

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur mikilvægt að ákvarðanir Alþingis byggi á því að einstaklingar njóti jafnræðis. Hann telur að veitingu ríkisborgararéttar þurfi að skoða í heild sinni.

Gæta jafnræðis

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, taldi langsótt að ríkisborgararéttur til handa skákmeistaranum Bobby Fischer kæmi til kasta Alþingis. Henni finnst þurfa að gæta jafnræðis í svona málum.

Ákvörðun Íslendinga vonbrigði

Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobby Fischers, stefnir að því að sækja Fischer til Japans fyrir helgi og vonast til að koma með hann hingað til lands á morgun eða um helgina. Fischer hefur áhyggjur af því að Bandaríkjamenn reyni að hefta ferð hans.

Rannsókn að ljúka

Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður í Stykkishólmi, segir að verið sé að ljúka rannsókn og skýrslugerð í máli sjö lettneskra verkamanna sem teknir voru að ólöglegum störfum í Ólafsvík fyrir helgi.

Samningar um Arnarnesháls

Samningar við verktaka um uppbyggingu á Arnarneshálsi voru undirritaðir á bæjarskrifstofum Garðabæjar í dag. Landið hefur gengið kaupum og sölum og verið í fréttum þess vegna.

Dæmdur eftir níu ár í felum

Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir Skeljungsránið. Fyrrverandi eiginkona hans kom lögreglunni á sporið. Aðeins lítill hluti af sex milljóna króna ránsfeng hefur komist til skila.

Til heiðurs Vigdísi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að styrkja alþjóðlega ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur um 2,5 milljónir.

Eftirlit Vegagerðarinnar leggst af

Leyfiskerfi vegna vörubíla verður einfaldað, nái nýtt frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Hann kynnti frumvarp til laga um breytingar á lögum um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga fyrir ríkisstjórn í gær. 

Breytingar á höfundalögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í gær frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum. Byggir frumvarpið á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins og samþættingu tiltekinna þátta höfundarréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu.

Samherji semur um inniveruna

Sjómenn þriggja ísfisktogara Samherja hafa undir handleiðslu stéttarfélaga sinna samið við fyrirtækið um hafnarfrí. Meirihluti skipverjanna greiddi atkvæði með samningunum sem gildir í eitt ár um borð í Akureyrinni, Björgúlfi og Björgvini.

Óheimilt að stöðva Kristal plús

Ölgerð Egils Skallagrímssonar íhugar að krefja Reykjavíkurborg um skaðabætur eftir að úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarnarmála úrskurðaði að óheimilt hefði verið að stöðva dreifingu hins vítamínbætta drykkjar Ölgerðarinnar, Kristals plús.

Fæstir ofbeldismenn greiða bætur

Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur úr ríkissjóði hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum

Fischer: Bandaríkjamenn vonsviknir

Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur.

Vilja rannsókn á viðskiptum banka

Þingmenn Vinstri-grænna vilja rannsókn á viðskiptum bankanna með lóðir og fasteignir - og hvort þeir brjóti lög með því að hafa byggingarverktaka á sínum snærum. Viðskiptaráðherra ætlar ekki að krefjast þess að bankarnir láti í té upplýsingar um fasteigna- og lóðakaup sín.

Þrjú tundurdufl á Langanesi

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá lögreglunni á Þórshöfn um að tundurdufl hefðu fundist á Langanesi. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru norður í morgun og sprengdu tundurduflið til að eyða því. Er sprengjusérfræðingarnir höfðu verið á staðnum um tíma fundu þeir tvö tundurdufl til viðbótar og voru að undirbúa eyðingu þeirra undir kvöld.

Schiavo-deilan tæplega risið hér

Schiavo-deilan hefði tæplega risið hér á landi eins og í Bandaríkjunum þar sem er rifist um hvort heilasködduð kona skuli lifa eða deyja. Samkvæmt reglum hér er leitað fyrst til maka sjúklings um slíka ákvörðun. Seinna á árinu mun væntanlega verða komin skrá yfir vilja fólks, lendi það í slíkri eða svipaðri aðstöðu og Terri Schiavo.

Enn óvissa um sölu Símans

Þeir sem áttu von á að ríkisstjórnin ákveddi fyrir páska hvernig staðið verður að sölu Símans mega bíða enn. Á fjármálamarkaði er mikið rætt um það hverjir munu bjóða í Símann. Því er haldið fram ítrekað að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segi kaupin í höfn svo lengi sem nægilega breiður hópur fjárfesta sameinist um tilboð.

Sjá næstu 50 fréttir