Innlent

Fundu þrjú tundurdufl fyrir norðan

Sprengjusérfræðingar ætla í dag að eyða tveimur tundurduflum sem þeir fundu óvænt við Lambanes á Langanesi í gær þegar þeir voru þar á ferð til að eyða tundurdufli sem lögreglan á Þórshöfn hafði tilkynnt um í fyrradag. Því dufli var eytt í gær, en þá fundust hin tvö. Duflin eru öll frá síðari heimstyrjöldinni en geta enn verið stórhættuleg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×