Innlent

Vélstjórar vilja alþjóðaskipaskrá

Stjórn Vélstjórafélags Íslands skorar á íslensk stjónvöld að stofna alþjóðlega skipaskrá með tilheyrandi eftirgjöfum á sköttum farmanna eins og siglingaþjóðir Evrópu hafa gert. Er það niðurstaða stjórnarfundar sem haldinn var á fimmtudag og vísar hún í niðurstöðu starfshóps samgöngu- og fjármálaráðherra frá því í haust. "Áframhaldandi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessu máli mun hafa þær afleiðingar að innan fárra ára mun áratuga þekking og reynsla farmanna heyra sögunni til," segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Stofnun alþjóðlegrar skipaskrár er í skoðun innan fyrrgreindra ráðuneyta en ekki er ljóst hvenær niðurstöðu er að vænta eins og greint hefur verið frá. Samskip skráðu tvær íslenskar áhafnir í Færeyjum í ársbyrjun. Höskuldur H. Ólafsson aðstoðarforstjóri Eimskipa segir skráningu íslenskra áhafa þeirra erlendis í skoðun. Ekkert flutningaskip í millilandasiglingum er skráð hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×