Fleiri fréttir

Búist við miklum kulda í kvöld

Ástæða er til að vara fólk við því að víða í þéttbýli á láglendi má búast við tíu stiga frosti í kvöld og vindhraða upp á fimmtán metra á sekúndu. Við þær aðstæður svarar kuldinn til allt að þrjátíu stiga frosti í logni, segir Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur.

Friðargöngur víða um land

Gengið er til friðar víða um land í dag eins og venja er á Þorláksmessu. Samstarfshópur friðarhreyfinga efnir til blysfarar niður Laugaveginn sem hefst á Hlemmi klukkan sex. Gengið verður niður á Ingólfstorg þar sem flutt verða ávörp og Hamrahlíðarkórinn syngur.

Óþefurinn úr eldhúsinu er svo ...

Skötuilm, eða -óþef, leggur nú úr eldhúsum og frá veitingastöðum samkvæmt vestfirskum sið. Helgi Hafliðason, fyrrverandi fisksali í Fiskbúð Hafliða, á ættir að rekja til Vestfjarða. Hann vill hafa skötuna vel kæsta. Að sögn Sigurðar eru sögusagnir um að Vestfirðingar migi á skötuna, og grafi hana síðan til að hafa hana vel kæsta, tóma þvælu.

Kostnaðarhækkun upp á milljarð

Kostnaðarhækkun sveitarfélaganna í landinu vegna kjarasamnings við leikskólakennara nemur rétt rúmum milljarði króna í heildina.

Þagnarskyldan mismunandi

Þagnarskylda lögreglumanna er mismunandi eftir málefnum og aðstæðu hverju sinni og metin í samræmi við það.

Ánægð með kjarasamningi leikskóla

Enn vantar upp á að jafna laun leikskólakennara að kjörum grunnskólakennara, segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara. Á það verði stefnt með næstu samningum árið 2006.

Í skóinn fyrir 200 milljónir

Fjármálaráðuneytið áætlar að sextíu og fimm þúsund börn yngri en fjórtán ára fái í skóinn fyrir þessi jól. Verðmæti gjafanna sé að meðaltali um 250 krónur og alls þurfi jólasveinarnir því að kaupa gjafir fyrir hátt í 200 milljónir. Ráðuneytið hefur fyrir satt í þessari hávísindalegu könnun að Kertasníkir sé gjafmildastur bræðranna.

Nefndin hættir skrifstofurekstri

Kjararannsóknarnefnd og Hagstofa Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um launakannanir og aðrar vinnumarkaðsrannsóknir. Frá og með 1. janúar 2005 verður launakönnun Kjararannsóknarnefndar framkvæmd af Hagstofunni og hættir nefndin skrifstofurekstri frá þeim tíma.

Landspítalinn tekur við rekstrinum

Landspítalinn hefur tekið við rekstri sjúkrahótels af Rauða krossinum sem hefur staðið fyrir rekstri þess í þrjá áratugi, nú síðast í samvinnu við Landspítalann og Fosshótel. Landspítalinn hefur samið við Fosshótel til næstu fimm ára um áframhaldandi samstarf um rekstur sjúkrahótels.

Ríkið sýknað af 25 milljóna kröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið í dag af tuttugu og fimm milljóna króna skaðabótakröfu vegna meintra mistaka við mæðraeftirlit á Kvennadeild Landspítalans. Það voru foreldrar sem stefndu ríkinu fyrir hönd ólögráða sonar síns sem er mikið fatlaður.

Fagna yfirlýsingu ráðherra

Stjórn Sálfræðingafélags Íslands fagnar yfirlýsingu heilbrigðisráherra sem fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær um að markmið ráðuneytisins væri að auka notkun viðtalsmeðferðar vegna þunglyndis. Um leið lýsir stjórnin yfir undrun sinni á því að ráðherra skuli ekki fylgja orðum sínum eftir með samningum við sálfræðinga um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar í sálfræðiviðtölum.

Slæm færð á vegum

Þjónusta Vegagerðarinnar verður í lágmarki yfir hátíðarnar. Það lítur út fyrir slæmt veður á aðfangadag og jóladag, einkum um norðan og austanvert landið, og því útlit fyrir slæma færð á vegum. Á aðfangadag verður Vegagerðin með þjónustu fram til hádegis að jafnaði en í einhverjum tilvikum til þrjú ef nauðsyn krefur. Á jóladag verður rutt á helstu vegum.

Afhentu netföng í heimildarleysi

Háskóli Íslands afhenti Tryggingamiðstöðinni lista yfir netföng stúdenta í heimildarleysi. Nemandi kærði atvikið til Persónuverndar sem hefur úrskurðað í málinu.

Hættulegt listaverk

Listaverk sem var reist við Austurgötu í Hafnarfirði í tilefni hundrað ára afmælis rafveitunnar í bænum er varasamt að mati áhyggjufullra nágranna, sérstaklega börnum sem klifra í því.

Vilja sameinast Hafnarfirði

Rúm sextíu prósent íbúa Vatnsleysustrandarhrepps geta hugsað sér að hreppurinn sameinist öðru sveitarfélagi. Rétt tæpur helmingur þeirra telur sameiningu við Hafnarfjörð skásta kostinn en tæp þrjátíu prósent nefndu Reykjanesbæ og tólf prósent Grindavík.

Um 3 milljarðar úr jöfnunarsjóði

Framlög jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna framkvæmda í sveitarfélögum með færri en tvöþúsund íbúa, við grunnskóla, íþróttahús, sundlaugar, leikskóla og vatnsveitur nema 147 milljónum á næsta ári samkvæmt áætlun félagsmálaráðuneytisins.

Borgin sameinist ekki Kjósarhreppi

Reykjavíkurborg mælir ekki með því að kosið verði um sameiningu borgarinnar við Kjósarhrepp í allsherjarkosningu um sameiningu sveitarfélaga sem verður eftir fjóra mánuði. Mörg önnur sveitarfélög víða um land hafna einnig sameiningartillögu.

Jólaverslunin góð í ár

Þúsundir manna eru í miðbæ Reykjavíkur í kvöld að kaupa síðustu jólagjafirnar. Margir þeirra tóku þátt í friðargöngunni sem fór niður Laugaveginn á milli klukkan 18 og 19. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir jólaverslunina í ár hafa verið góða.

4400 börn njóta stuðnings ABC

Yfir fjögur þúsund börn njóta stuðnings í gegnum ABC-hjálparstarf, þar af bættust eitt hundrað og tuttugu við nú í desember. Staðan er þannig að biðlisti er eftir að fá að styðja börn í Suður-Úganda.

Langar raðir við bílaþvottastöðvar

Gríðarlegar biðraðir hafa verið við bílaþvottastöðvar á höfuðborgarsvæðinu í dag, enda vilja flestir hafa bílinn sinn, eins og annað, hreinan um jólin.

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Vísis óskar landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar.

Gróðurhúsaáhrifin góð fyrir sjávarútveginn

Líkur eru á að mikilvægir fiskstofnar í hafinu umhverfis Ísland muni styrkjast með hlýnun jarðar. Prófessor við Háskóla Íslands telur að hlýnunin muni hafa jákvæð, en þó ekki teljandi, áhrif á landsframleiðsluna. </font /></b />

GlaxoSmithKline gefur lyf til hjálparstarfs í Súdan

GlaxoSmithKline á Íslandi gaf nýverið lyf til hjálparstarfs í Súdan. Um er að ræða 900 pakka af Augmentin, sem er breiðvirkt sýklalyf sem samtals eru að verðmæti um 1,6 milljónir íslenskra króna

Biðin eftir Fischer lengist

Dvínandi líkur eru á því að japönsk stjórnvöld sleppi Bobby Fischer úr landi alveg í bráð eftir að málefni hans voru flutt úr útibúi útlendingastofnunar í grennd við Narita-flugvöll í gær, inn í dómsmálaráðuneytið sjálft. Kunnugir telja að það þýði vandlega og tímafreka yfirvegun.

3 vikna gæsluvarðhald vegna smygls

Einn flugfarþeginn enn var gripinn með fíkniefnasendingu í Leifsstöð í fyrradag og hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á um það bil tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni, sem eru sterkustu og dýrustu fíkniefnin á markaði hér.

Vonbrigði yfir ákvörðun ráðherra

Útvegsbændafélag Vestmannaeyja lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun sem samgönguráðherra tilkynnti í ríkisstjórn í gær að ferðum Herjólfs verði ekki fjölgað þannig að skipið sigli á milli lands og Eyja tvisvar á dag, alla virka daga vikunnar, eða alls þrettán ferðir í viku eins og félagið telur nauðsynlegt.

Björgunarsveitir kallaðar út

Björgunarsveitir voru kallaðar út um miðnætti til að leita að manni sem talinn var vera á Þverárfjalli á milli Skagastrandar og Varmahlíðar. Þá var afleitt veður á svæðinu og gekk á með hríðarbyljum. Ekkert símasamband er á fjallinu og var því ekkert vitað um afdrif mannsins.

Bandaríkjamenn fastir fyrir

Dvínandi líkur eru á því að japönsk stjórnvöld sleppi Bobby Fischer úr landi í bráð eftir að mál hans lenti á borði embættismanna í dómsmálaráðuneytinu í Tókýó. Bandaríkjamenn skoða málið en fara sér hægt og segja viðmælendur fréttastofunnar litlar líkur á að þeir sleppi Fischer við refsingu. </font />

Slæmt að þagnarskylda skuli rofin

Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á Baugi og vísað ákveðnum þáttum skattrannsóknarinnar til Ríkislögreglustjóra. Það var Ríkislögreglustjóri sem vísaði málinu til Skattrannsóknarstjóra í fyrrahaust. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir slæmt að embættin hafi rofið þagnarskyldu.

Sýknaður af manndrápsákæru

Tvítugur maður var sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var talinn hafa ekið bifreið sinni of hratt miðað við aðstæður og ekki gætt nægrar varúðar þegar árekstur við aðra bifreið olli banaslysi.

Fékk tvö ár skilorðsbundin

Nítján ára stúlka var dæmd í 14 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir þjófnað, hylmingu og tilraun til fjársvika. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára þar sem stúlkan hefur snúið lífi sínu til betri vegar, hafið nám og hætt fíkniefnaneyslu og afbrotum.

Flutningabíll fauk út af

Allt stefndi í að Héraðsbúar færu í jólaköttinn þegar stór flutningabíll með tengivagn, lestaður jólamat og jólapökkum til Héraðsbúa, fauk út af þjóðveginum í Lækshrauni fyrir austan Kirkjubæjarklaustur seint í gærkvöldi. Ökumanninn sakaði ekki en undirvagn bílsins stórskemmdist í hrauninu.

Hækkun bóta vegna vinnuslysa

BSRB, BHM og KÍ undirrituðu í morgun samkomulag við ríki, Reykjavíkurborg og launanefnd sveitarfélaga um ýmis réttindamál. Í því er kveðið á um hækkun bóta vegna örorku og slysa í starfi, auk þess sem samið var um hækkun iðgjalda í Fjölskyldu- og styrktarsjóð (FOS) og verður gjaldið nú 0,55% af heildarlaunum en var áður 0,41%.

Læknabréf send rafrænt

Læknabréf fara framvegis rafrænt milli Landspítalans og Heilsugæslunnar í Reykjavík samkvæmt samningi þessara stofnana, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytsins og Theriak ehf. sem undirritaður verður í dag. Rafræn læknabréf eru liður í uppbyggingu rafrænnar sjúkraskrár á Íslandi.

Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Rúmlega fertugur maður var dæmdur í eins árs fangelsi í Héráðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að særa blygðunarsemi 12 ára pilts í biðskýli við Austurberg í Reykjavík og notfæra sér andlega annmarka 17 ára pilts í kynferðislegum tilgangi á gistiheimili við Flókagötu.

Georg forstjóri Gæslunnar

Dómsmálaráðherra skipaði í dag Georg Kr. Lárusson, forstjóra Útlendingastofnunar, í embætti forstjóra Landhelgisgæslu Íslands frá og með 1. janúar næstkomandi. Georg var valinn úr hópi níu umsækjenda. Georg tekur við af Hafsteini Hafsteinssyni sem tekur við starfi skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu um áramót.

Fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum

Sigurbjörn Sævar Grétarsson var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum á aldrinum 12-14 ára. Sigurbjörn var ákærður fyrir brot gegn sjö drengjum en aðeins sakfelldur fyrir brot gegn fimm drengjanna.

Ekki truflandi áhrif

Fréttir af rannsókn lögreglu og skattyfirvalda hafa ekki áhrif á viðskipti félagsins erlendis. Þetta er mat Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs. </font /></b />

Enn dragast mál Fischers

Ekki varð af fundi Masako Suzuki, lögmanns skákmeistarans Bobby Fischer, með fulltrúum japanska utanríkisráðuneytisins í gær, en á honum stóð til að ræða mögulega lausn hans úr haldi og komu hingað til lands.

Tölvubrot á Akureyri

Rannsóknardeild Lögreglunnar á Akureyri hefur til rannsóknar möguleg brot tölvufyrirtækis þar í bæ á höfundarréttarlögum. Uppi er grunur um að sett hafi verið upp stýrikerfi og jafnvel annar hugbúnaður á tölvur sem fyrirtækið selur án þess að fyrir lægju viðeigandi leyfi og greiðslur til rétthafa.

BSRB á móti tilskipuninni

BSRB hefur sent Davíð Oddssyni utanríkisráðherra umsögn um þjónustutilskipun ESB og óskað eftir því að hann kynni hana í ríkisstjórn. Í umsögninni er lagst alfarið gegn þjónustutilskipuninni enda vegi hún að undirstöðum velferðarkerfisins og grafi undan réttarstöðu launafólks.

Vonskuveður víða um land

Á Vestfjörðum og Norður- og Norðausturlandi er víða vonskuveður og erfitt að ferðast að sögn Vegagerðarinnar. Norðurleiðin er fær, svo sem til Siglufjarðar, Akureyrar og Húsavíkur. Ekki hefur tekist að opna veginn um Þverárfjall í dag en undir kvöld opnaðist vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar.

Siðlaus stefna stjórnvalda

"Siðlaus stefna og kaldar jólakveðjur" segir Ögmundur Jónasson alþingismaður um hækkanir á komugjöldum til lækna, krabbameinsleitar og vegna tiltekinna aðgerðir á sjúkrahúsum. Ný gjaldskrá tekur gildi um áramót.

Auglýsing tekin úr umferð

Forráðamenn Smáralindar ákváðu í gær að taka úr umferð auglýsingu þar sem barn er vafið inn í jólaseríu sem kveikt er á.

Endurgreiðslum TR að ljúka

Flestallir þeirra tæplega 24 þúsund lífeyrisþega sem áttu inneign hjá Tryggingastofnun ríkisins hafa nú fengið endurgreiðslu.

Sjá næstu 50 fréttir