Innlent

Hækkun bóta vegna vinnuslysa

MYND/ÞÖK
BSRB, BHM og KÍ undirrituðu í morgun samkomulag við ríki, Reykjavíkurborg og launanefnd sveitarfélaga um ýmis réttindamál. Í því er kveðið á um hækkun bóta vegna örorku og slysa í starfi, auk þess sem samið var um hækkun iðgjalda í Fjölskyldu- og styrktarsjóð (FOS) og verður gjaldið nú 0,55% af heildarlaunum en var áður 0,41%. Stjórn FOS hefur ákveðið að helmingur þessarar hækkunar, eða 0,07%, fari í  fæðingarorlofshluta sjóðsins en hinn helmingurinn í styrktarsjóði. Þessi skipting verður síðan tekin til endurskoðunar. Ákveðið var að semja sameiginlega um réttindamálin en samningsrétturinn varðandi kaup og kjör er hjá einstökum aðildarfélögum þessara bandalaga. Í frétt á vefsíðu BSRB segir að ljóst sé að þau munu ekki semja í heildarsamfloti að þessu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×