GlaxoSmithKline gefur lyf til hjálparstarfs í Súdan 22. desember 2004 00:01 Á næstu dögum mun ACT, alþjóðaneyðarhjálp kirkna fá lyfjasendingu sem GlaxoSmithKline á Íslandi gefur til hjálparstarfsins í Súdan. Um er að ræða 900 pakka af Augmentin, sem er breiðvirkt sýklalyf sem samtals eru að verðmæti um 1,6 milljónir íslenskra króna. Það var Anna M.Þ. Ólafsdóttir fræðslu- og upplýsingafulltrúi sem tók við gjöfinni fyrir hönd Hjálparstarfs kirkjunnar á Íslandi. Stofnunin mun hafa milligöngu um að koma lyfjunum til hjúkrunarfólks í Súdan þar sem mikil þörf er fyrir lyfin. Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að alþjóðaneyðarhjálp kirkna ACT, Action by Churches Together. Í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar og GlaxoSmithKlein á Íslandi segir að styrkur ACT liggi ekki síst í því að meðlimir eru kirkjur og kirkjutengd félög sem eiga rætur í því samfélagi sem nýtur aðstoðarinnar. Þetta tryggi að hjálpargögn og önnur aðstoð komist til þeirra sem helst þurfa á henni að halda hverju sinni. "Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á Íslandi að geta miðlað þessari gjöf áfram til samstarfsaðila okkar í Súdan" sagði Anna þegar hún tók við gjöfinni af Hjörleifi Þórarinssyni framkvæmdastjóra GSK á Íslandi. Að sögn Önnu er Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi lítil stofnun sem sækir styrk sinn meðal annars til samstarfstofnana eins og ACT sem ráða yfir breiðu hjálparneti um allan heim. "Í þessu tilviki vinnum við með norsku kirkjunni en hún er einnig innan ACT og rekur heilsugæslustöðvar á nokkrum stöðum í Súdan í samstarfi við súdönsku kirkjuna" segir Anna. "Gjöfin frá GLAXO er okkur mikils virði og við höfum orðið vör við að hjúkrunarfólkið er mjög spennt að fá þessa sendingu. Sýklalyfin koma að mjög góðum notum því þau hafi breiða verkun og nýtist því gegn mismunandi sýkingum." Hjörleifur Þórarinsson framkvæmdastjóri GSK á Íslandi segir að með skipulagsbreytingum sem gerðar voru á fyrr á árinu séu lyfjabirgðir á hverjum tíma nú í eigu fyrirtækisins hér á Íslandi og það geri því kleift að taka þátt í verkefnum með þessum hætti. "Það er ánægjulegt fyrir okkur að geta lagt lið á þennan hátt og verið fullviss um að aðstoðin skilar sér til þeirra sem þurfa mest á henni að halda". Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Á næstu dögum mun ACT, alþjóðaneyðarhjálp kirkna fá lyfjasendingu sem GlaxoSmithKline á Íslandi gefur til hjálparstarfsins í Súdan. Um er að ræða 900 pakka af Augmentin, sem er breiðvirkt sýklalyf sem samtals eru að verðmæti um 1,6 milljónir íslenskra króna. Það var Anna M.Þ. Ólafsdóttir fræðslu- og upplýsingafulltrúi sem tók við gjöfinni fyrir hönd Hjálparstarfs kirkjunnar á Íslandi. Stofnunin mun hafa milligöngu um að koma lyfjunum til hjúkrunarfólks í Súdan þar sem mikil þörf er fyrir lyfin. Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að alþjóðaneyðarhjálp kirkna ACT, Action by Churches Together. Í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar og GlaxoSmithKlein á Íslandi segir að styrkur ACT liggi ekki síst í því að meðlimir eru kirkjur og kirkjutengd félög sem eiga rætur í því samfélagi sem nýtur aðstoðarinnar. Þetta tryggi að hjálpargögn og önnur aðstoð komist til þeirra sem helst þurfa á henni að halda hverju sinni. "Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á Íslandi að geta miðlað þessari gjöf áfram til samstarfsaðila okkar í Súdan" sagði Anna þegar hún tók við gjöfinni af Hjörleifi Þórarinssyni framkvæmdastjóra GSK á Íslandi. Að sögn Önnu er Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi lítil stofnun sem sækir styrk sinn meðal annars til samstarfstofnana eins og ACT sem ráða yfir breiðu hjálparneti um allan heim. "Í þessu tilviki vinnum við með norsku kirkjunni en hún er einnig innan ACT og rekur heilsugæslustöðvar á nokkrum stöðum í Súdan í samstarfi við súdönsku kirkjuna" segir Anna. "Gjöfin frá GLAXO er okkur mikils virði og við höfum orðið vör við að hjúkrunarfólkið er mjög spennt að fá þessa sendingu. Sýklalyfin koma að mjög góðum notum því þau hafi breiða verkun og nýtist því gegn mismunandi sýkingum." Hjörleifur Þórarinsson framkvæmdastjóri GSK á Íslandi segir að með skipulagsbreytingum sem gerðar voru á fyrr á árinu séu lyfjabirgðir á hverjum tíma nú í eigu fyrirtækisins hér á Íslandi og það geri því kleift að taka þátt í verkefnum með þessum hætti. "Það er ánægjulegt fyrir okkur að geta lagt lið á þennan hátt og verið fullviss um að aðstoðin skilar sér til þeirra sem þurfa mest á henni að halda".
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira