Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út

MYND/E.Ól.
Björgunarsveitir voru kallaðar út um miðnætti til að leita að manni sem talinn var vera á Þverárfjalli á milli Skagastrandar og Varmahlíðar. Þá var afleitt veður á svæðinu og gekk á með hríðarbyljum. Ekkert símasamband er á fjallinu og var því ekkert vitað um afdrif mannsins. En skömmu eftir að leit hófst skilaði hann sér til byggða eftir að hafa fest bíl sinn og lent í basli við að ná honum aftur upp. Ekkert amaði að manninum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×