Innlent

Langar raðir við bílaþvottastöðvar

Gríðarlegar biðraðir hafa verið við bílaþvottastöðvar á höfuðborgarsvæðinu í dag, enda vilja flestir hafa bílinn sinn, eins og annað, hreinan um jólin. Við Bón- og þvottastöðina í Sóltúni, sem dæmi, var bílaröðin út Sóltúnið og langt suður eftir Nóatúni. Tíðarfarið hefur enda verið þannig að bílar borgarbúa eru skítugir, með salt og tjöru langleiðina upp á þak. Og það var augljóst að þrátt fyrir að þeir hafi haft hraðar hendur, starfsmenn þvottastöðvarinnar, þá var löng bið fyrir höndum hjá bílaeigendum. Sumir bílstjórar sem fréttamaður ræddi við höfðu beðið í klukkustund eftir þjónustunni. Og það var ekki laust við að léttara væri yfir bílstjórum og farþegum þegar þeir óku á hreinum vagni út úr þvottastöðinni eftir langa og þolinmóða bið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×