Innlent

Jólaverslunin góð í ár

Þúsundir manna eru í miðbæ Reykjavíkur í kvöld að kaupa síðustu jólagjafirnar. Margir þeirra tóku þátt í friðargöngunni sem fór niður Laugaveginn á milli klukkan 18 og 19. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir jólaverslunina í ár hafa verið góða. Hún hafi byrjað snemma og rennslið hafi verið jafnt og gott og segir hann kaupmenn mjög ánægða. Sigurður segir fólk kaupa meira af stórum og dýrum tækjum en áður. Það sé greinilegt að fjölskyldur eru að láta ýmislegt eftir sér, jafnvel skipta út eldhúsinu og baðinu. Að sögn Sigurðar er líklegt að auðveldara aðgengi fólks að lánsfé hafi þarna eitthvað að segja. Hann segir þetta eitthvað sem ekki þurfi að hafa áhyggjur af í dag - en kannski seinna. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×