Innlent

Vilja sameinast Hafnarfirði

Rúm sextíu prósent íbúa Vatnsleysustrandarhrepps geta hugsað sér að hreppurinn sameinist öðru sveitarfélagi. Rétt tæpur helmingur þeirra telur sameiningu við Hafnarfjörð skásta kostinn en tæp þrjátíu prósent nefndu Reykjanesbæ og tólf prósent Grindavík. Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur lagt til að sveitarfélögin Vatnsleysustrandarhreppur, Garður, Grindavík, Reykjanesbær og Sandgerði sameinist. Um 28 prósent voru frekar hlynnt eða mjög hlynnt tillögunni en rúm þrjátíu prósent voru henni frekar eða mjög andvíg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×