Innlent

Vonskuveður víða um land

Á Vestfjörðum og Norður- og Norðausturlandi er víða vonskuveður og erfitt að ferðast að sögn Vegagerðarinnar. Norðurleiðin er fær, svo sem til Siglufjarðar, Akureyrar og Húsavíkur. Ekki hefur tekist að opna veginn um Þverárfjall í dag en undir kvöld opnaðist vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þó flestir aðalvegir á Vestfjörðum séu nú færir má búast við að þungfært eða ófært verði á heiðum þegar snjómokstri lýkur í kvöld. Sama er að segja um ýmsa vegi á Norður- og Norðausturlandi, svo sem um veginn austan Húsavíkur. Á Austur- og Suðurlandi eru flestir vegir færir en nokkur éljagangur á fjallvegum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×