Innlent

Vonbrigði yfir ákvörðun ráðherra

Útvegsbændafélag Vestmannaeyja lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun sem samgönguráðherra tilkynnti í ríkisstjórn í gær að ferðum Herjólfs verði ekki fjölgað þannig að skipið sigli á milli lands og Eyja tvisvar á dag, alla virka daga vikunnar, eða alls þrettán ferðir í viku eins og félagið telur nauðsynlegt. Félagsmenn telja sig hafa fært fyrir því gild rök að sú ferðatíðni sé lífsspursmál fyrir fiskvinnslu og annan atvinnurekstur í Eyjum. Auk þess sé þetta sé réttlætismál fyrir Eyjamenn alla þar sem Herjólfur sé þjóðvegurinn milli lands og Eyja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×