Fleiri fréttir Útgerðin krefur olíufélögin bóta Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. 22.12.2004 00:01 Dæmdur fyrir kynferðisbrot Rúmlega þrítugur karlmaður, Sigurbjörn Sævar Grétarsson, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum á aldrinum tólf til fjórtán ára. 22.12.2004 00:01 Hafnfirðingum fjölgar mest Búist er við fjögurra prósenta fjölgun íbúa í Hafnarfirði á þessu ári og því næsta. Þetta kemur fram í langtímaáætlun bæjarins fyrir árin 2006 til 2008 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í vikunni. 22.12.2004 00:01 Gríðarleg hækkun á sundkortum Afsláttarkort í sundlaugar Reykjavíkur hafa hækkað langt umfram verðlagsþróun á undanförnum árum. Þannig hafa tíu miða barnakort hækkað um 88 prósent en almennt verðlag um 23 prósent. 22.12.2004 00:01 Versnandi geðheilsa Íslendinga Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur þungar áhyggjur af versnandi geðheilsu Íslendinga og mikilli notkun þunglyndislyfja. Hann telur ástæðu til að skoða hvers vegna fólk á aldrinum 60 til 64 ára notar mest af þess konar lyfjum. 22.12.2004 00:01 Varðskýli lögreglu ófullnægjandi Vinnueftirlitið hefur lokað varðskýli lögreglumanna við Grænás á Keflavíkurflugvelli þar sem það uppfyllir ekki sett skilyrði. Sýslumaður segir að ráðist verði í úrbætur. 22.12.2004 00:01 Fátækt aukist á Suðurlandi Fátækt virðist hafa aukist mest á Suðurnesjum og Suðurlandi miðað við óskir um matargjafir sem borist hafa Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir þessi jól. 22.12.2004 00:01 Frelsun Fischers á næsta leiti Frelsun Bobbys Fischers úr japönsku fangelsi er sóknarskák sem lýkur innan tíðar með fullnaðarsigri, segja stuðningsmenn hans hér á landi. Japanska dómsmálaráðuneytið hefur fengið málið til meðferðar en þar gæti það legið í langan tíma. 22.12.2004 00:01 Mesta hækkunin til deildarstjóra Félag leikskólakennara og Launanefnd sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning í gærkvöld. Ef samningurinn verður samþykktur í atkvæðagreiðslum mun hann gilda til 30. september 2006. Atkvæðagreiðslum þarf að vera lokið fyrir lok janúar. 22.12.2004 00:01 Lungnakrabbamein arfgengt Afkomendur þeirra sem fengið hafa lungnakrabbamein, jafnvel systkinabörn, eru líklegir til að erfa sjúkdóminn samkvæmt tímamótarannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar, Landspítalans og Hjartaverndar. Reykingar eru eftir sem áður langstærsti áhættuþátturinn. 22.12.2004 00:01 Leikskólakennarar semja Félag leikskólakennara og Launanefnd sveitarfélaga skrifuðu fyrir stundu undir nýjan kjarasamning. Samningurinn gildir til loka september 2006 og færir deildarstjórum allt að 20% hækkun á samningstímanum. 22.12.2004 00:01 Rætt um kjör í Alcan Kjaraviðræður eigenda og starfsmanna Alcan, álversins í Straumsvík, standa yfir. Samtök atvinnulífsins fyrir eigendurna og fulltrúar sex verkalýðsfélaga starfsmanna hafa setið á fundum frá því seinni part nóvember. 22.12.2004 00:01 Kennarar fá laun leiðrétt Grunnskólakennarar í Reykjavík fá greidda yfirvinnu og leiðréttingar samkvæmt nýjum kjarasamningi í gær. Kennarar á eftirágreiddum launum fá auk þess mánaðarlaun fyrir desember greidd. 22.12.2004 00:01 Með 850 grömm af kókaíni Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna að smygla til landsins 850 grömmum af kókaíni. 22.12.2004 00:01 Farsælla að bjóða fram sér Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að R-lista samstarfið gagnist stjórnarandstöðuflokkunum betur en Framsóknarflokknum. Hann telur almennt að farsælla sé að bjóða fram sér. </font /></b /> 22.12.2004 00:01 Endurgreiðslum TR að ljúka Flestallir þeirra tæplega 24 þúsund lífeyrisþega sem áttu inneign hjá Tryggingastofnun ríkisins hafa nú fengið endurgreiðslu. 22.12.2004 00:01 Á slysadeild eftur útafakstur Einn var fluttur á slysadeild með háls- og bakáverka eftir útafakstur skammt frá Selfossi á öðrum tímanum í gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var ökumaður einn í fólksbifreið og ók eftir Vorsabæjarvegi þegar hann missti stjórn á bílnum í hálku og keyrði útaf. 22.12.2004 00:01 Flutningabíll ók út af Bílstjóri slapp ómeiddur þegar flutningabifreið sem hann ók fór út af við Lækshraun austan við Kirkjubæjarklaustur klukkan hálfellefu á þriðjudagskvöld. 22.12.2004 00:01 Nær þriðjungur af asískum uppruna Nýjum Íslendingum af asískum uppruna, sem leita sér aðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd hefur farið stórfjölgandi að undanförnu, að sögn Ragnhildar Guðmundsdóttur formanns nefndarinnar. 21.12.2004 08:00 Strandafréttir á vefnum Nýr héraðsfréttavefur fyrir Strandasýslu hefur verið opnaður. Það er fyrirtækið Sögusmiðjan á Kirkjubóli sem á frumkvæði að gerð vefjarins og ritstjóri er Jón Jónsson þjóðfræðingur. 21.12.2004 00:01 Sjö handteknir í nótt Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt sjö menn eftir að talsvert af þýfi úr ýmsum innbrotum og eitthvað af fíkniefnum fanst í íbúð, sem þeir voru saman í. Upphaflega fór lögreglan á vettvang um hálf þrjú leitið í nótt, þar sem nágrannar höfðu kvartað undan hávaða. Við nánari athugun fanst þýfið og fíkniefnin þannig að allir voru handteknir. 21.12.2004 00:01 Hingað en ekki til Bandaríkjanna Lögfræðingur Bobbys Fischers mun eiga fund með fulltrúum útlendingastofnunar í Japan fyrir hádegi að íslenskum tíma, þar sem formlega verður óskað eftir því að ef Fischer verði vísað úr landi, þá verði honum vísað til Íslands en ekki Bandaríkjanna. 21.12.2004 00:01 Kjarasamningur samþykktur Félagar í Sambandi íslenskra bankamanna hafa samþykkt nýgeraðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins með rúmlega 62 prósentum atkvæða, en 35 prósent vildu fella hann. Tæplega 83% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni en hátt í fjögur þúsund manns eru í félaginu, allt starfsmenn hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum. 21.12.2004 00:01 Eldur í heyhlöðu Eldur kviknaði í heyhlöðu, áfastri við fjós að bænum Vorsabæjarhóli í Gaulverjabæjarhreppi í gærkvöldi. Heimafólk varð vart við reyk frá hlöðunni um klukkan ellefu og kallaði þegar á slökkvilið. Það var fljótt á vettvang og hafði eldurinn ekki náð útbreiðslu þegar það kom og gekk slökkvistarf vel. Kýr í fjósinu voru ekki í hættu. 21.12.2004 00:01 Kona og barn fórust í eldsvoða Kona og barn fórust þegar eldur kviknaði í Hótel Continent á Nörrebrogötu í Kaupmannahöfn í nótt. Að minnsta kosti fjórir slösuðust og þar af einn alvarlega. Eldurinn virðist hafa kviknað í herbergi á fimmtu hæð, ef til vill út frá jólaskreytingu og barst reykur víða um hótelið. 21.12.2004 00:01 Ekki raunhæfar áætlanir Ríkisendurskoðun telur að áætlanir stjórnvalda um að klæða fimm prósent láglendis skógi á fjörutíu árum séu úreltar og muni hvergi nærri standast, að óbreyttu. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um lagaumhverfi Skógræktar ríkisins og landshlutabundinna verkefna segir að þetta markmið muni ekki nást nema með auknum fjárframlögum 21.12.2004 00:01 Verðbólgan étur upp launahækkun Verðbólgan hefur tekið tvo þriðju af launahækkunum síðustu tólf mánaða. Á því tímabili hafa laun hækkað um 5,4% en verðbólgan verið 3,8%, samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka. Þrátt fyrir miklar launahækkanir hefur kaupmáttur launa því ekki aukist nema um 1,6% á síðustu tólf mánuðum. 21.12.2004 00:01 Stórtjón á bæ við Hvolsvöll Stórtjón varð á bænum Stíflu í Eyjahverfi austan við Hvolsvöll í morgun þegar vélageymsla brann þar til kaldra kola og allar heyvinnuvélar eyðilögðust meðal annars. Eldsins varð vart um klukkan tíu og voru slökkviliðsmenn og bílar sendir frá Hvolsvelli og Hellu og tók þá um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. 21.12.2004 00:01 Verðum 300 þúsund árið 2007 Íslendingar eru orðnir rúmlega 293 þúsund og ef frjósemi helst áfram eins og hún hefur verið að undanförnu, verða þeir 300 þúsund árið 2007, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Landsmönnum hefur fjölgað um 0,95 prósent á árinu, sem er nokkurn veginn í meðaltali. 21.12.2004 00:01 47 milljarðar í nóvember Íslendingar tóku út tæplega 47 milljarða með debet- og kreditkortum sínum í nóvember, og jókst veltan um tæp 20% frá sama tíma í fyrra. Um er að ræða verulega veltuaukningu sem gefur til kynna óvenjumikla jólaverslun í ár, segir greiningardeild Íslandsbanka. Heimilin virðast vera í gleðigírnum og er vöxtur útgjalda þeirra nokkuð umfram vöxt tekna. 21.12.2004 00:01 Japanskir embættismenn smeykir Enn er ekki ljóst hvort og hvenær Bobby Fischer kemur til landsins. Töluverðs taugatitrings gætir meðal japanskra embættismanna vegna beiðni Bandaríkjamanna um að boð um dvalarleyfi hér á landi verði dregið til baka, segir Sæmundur Pálsson, vinur Fischers. 21.12.2004 00:01 Flest börn send heim á Ísafirði Allir ófaglærðir starfsmenn fjögurra leikskóla í Ísafjarðarbæ tilkynntu sig veika í dag og voru flest börn send heim aftur þegar þau mættu í morgun. Með þessu eru starfsmennirnir að mótmæla því sem þeir kalla seinagang bæjaryfirvalda við að greiða út leiðréttingu á launum. 21.12.2004 00:01 Snjótittlinga í landgræðslu Þúsundir snjótittlinga eru nú notaðir til landgræðslu, með því að fóðra þá á tólg sem berjum hefur verið hnoðað saman við. Þannig bera smáfuglarnir fræin um landið eins og þúsundir lítilla landgræðsluflugvéla. 21.12.2004 00:01 Slapp eftir fataskipti Sænskum karlmanni, sem sat í fangelsi í Stokkhólmi fyrir árás og rán, tókst að flýja úr fangelsinu í gær eftir að hann hafði fataskipti við tvíburabróður sinn sem var í heimsókn. Eftir að seki tvíburabróðirinn var flúinn af hólmi sagði sá saklausi fangavörðum frá því að nú væru þeir með rangan mann í haldi. 21.12.2004 00:01 Eiríkur og Elna Katrín áfram Formaður og varaformaður Kennarasambands Íslands verða sjálfkrafa endurkjörin á þingi sambandsins í mars þar sem ekki kom neitt mótframboð á tilskyldum tíma. 21.12.2004 00:01 Alltaf eitthvað um falsanir Svava Johansen, kaupmaður í Sautján, segist verða töluvert vör við að fölsuð merkjavara sé flutt inn og seld hér á landi. 21.12.2004 00:01 Lok, lok og læs á háannatíma Bókasafninu á Akranesi var lokað á laugardaginn og opnar ekki aftur fyrr en á mánudag. Skipta þarf um gólfefni í anddyri og útlánasal, en sama filtteppið hafði verið á gólfunum í 32 ár. 21.12.2004 00:01 4 dæmdir fyrir smygl á kannabis Fjórir menn fengu í dag fjögurra til tuttugu mánaða fangelsisdóm í Héraði fyrir innflutning á samtals um 15 kílóum af kannabisefnum. Þrír þeirra eru 22 ára að aldri, en sá fjórði er tæplega fimmtugur. Mennirnir keyptu efnin í Danmörku og fluttu þau inn meðal annars í bíldekkjum. 21.12.2004 00:01 Dæmd fyrir stuld úr 10-11 Kona á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í 90 daga fangelsi fyrir búðarhnupl. Hún stal matvöru fyrir 5600 krónur úr 10-11 við Lágmúla og leðurjakka og skyrtum fyrir átján þúsund úr Vera Moda. Konan játaði undanbragðalaust, og hefur leitað sér læknishjálpar. 21.12.2004 00:01 Ófaglærðir skrá sig veika Tæplega 40 ófaglærðir starfsmenn á fjórum af sex leikskólum hjá Ísafjarðarbæ skráðu sig veika og mættu ekki til vinnu í gær í mótmælaskyni. 21.12.2004 00:01 Samkeppni um tónlistarhús hafin Útboðslýsingar voru afhentar fulltrúum fjögurra hópa í gær sem taka þátt í samkeppni um réttinn til að hanna, byggja, fjármagna og reka tónlistarhús og telst samkeppnin því formlega hafin. Hóparnir voru valdir í sérstöku forvali og eiga frumhugmyndir þeirra að liggja fyrir eftir mánuð og fyrstu tilboð í byrjun maí. 21.12.2004 00:01 Feðgar dæmdir til refsingar Tuttugu og tveggja ára maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. 21.12.2004 00:01 Kókaínhylki sótt með skurðaðgerð Náð var í um sextíu kókaínhylki í görn fíkniefnasmyglara með skurðaðgerð á mánudag. Smyglarinn, sem er Íslendingur um þrítugt, var handtekinn við komuna til landsins á sunnudag og leiddi röntgenskoðun í ljós að hann væri með aðskotahluti innvortis. 21.12.2004 00:01 Grunaður um íkveikju Öryggisvörður er grunaður um að hafa kveikt í lyftara við Rúmfatalagerinn á Smáratorgi í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Maðurin tilkynnti sjálfur um eldinn og slökkti hann, en myndir úr eftirlitsmyndavél urðu til þess að maðurinn er grunaður um verknaðinn. 21.12.2004 00:01 Sjö handteknir vegna þýfis Sjö menn voru handteknir í íbúð í Vogahverfi í Reykjavík um klukkan hálf þrjú í fyrrinótt eftir að þýfi fannst í íbúðinni. Einnig fannst lítilræði af fíkniefnum í neyslupakkningum, kannabis og annað hvort amfetamín eða kókaín. 21.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Útgerðin krefur olíufélögin bóta Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. 22.12.2004 00:01
Dæmdur fyrir kynferðisbrot Rúmlega þrítugur karlmaður, Sigurbjörn Sævar Grétarsson, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum á aldrinum tólf til fjórtán ára. 22.12.2004 00:01
Hafnfirðingum fjölgar mest Búist er við fjögurra prósenta fjölgun íbúa í Hafnarfirði á þessu ári og því næsta. Þetta kemur fram í langtímaáætlun bæjarins fyrir árin 2006 til 2008 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í vikunni. 22.12.2004 00:01
Gríðarleg hækkun á sundkortum Afsláttarkort í sundlaugar Reykjavíkur hafa hækkað langt umfram verðlagsþróun á undanförnum árum. Þannig hafa tíu miða barnakort hækkað um 88 prósent en almennt verðlag um 23 prósent. 22.12.2004 00:01
Versnandi geðheilsa Íslendinga Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur þungar áhyggjur af versnandi geðheilsu Íslendinga og mikilli notkun þunglyndislyfja. Hann telur ástæðu til að skoða hvers vegna fólk á aldrinum 60 til 64 ára notar mest af þess konar lyfjum. 22.12.2004 00:01
Varðskýli lögreglu ófullnægjandi Vinnueftirlitið hefur lokað varðskýli lögreglumanna við Grænás á Keflavíkurflugvelli þar sem það uppfyllir ekki sett skilyrði. Sýslumaður segir að ráðist verði í úrbætur. 22.12.2004 00:01
Fátækt aukist á Suðurlandi Fátækt virðist hafa aukist mest á Suðurnesjum og Suðurlandi miðað við óskir um matargjafir sem borist hafa Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir þessi jól. 22.12.2004 00:01
Frelsun Fischers á næsta leiti Frelsun Bobbys Fischers úr japönsku fangelsi er sóknarskák sem lýkur innan tíðar með fullnaðarsigri, segja stuðningsmenn hans hér á landi. Japanska dómsmálaráðuneytið hefur fengið málið til meðferðar en þar gæti það legið í langan tíma. 22.12.2004 00:01
Mesta hækkunin til deildarstjóra Félag leikskólakennara og Launanefnd sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning í gærkvöld. Ef samningurinn verður samþykktur í atkvæðagreiðslum mun hann gilda til 30. september 2006. Atkvæðagreiðslum þarf að vera lokið fyrir lok janúar. 22.12.2004 00:01
Lungnakrabbamein arfgengt Afkomendur þeirra sem fengið hafa lungnakrabbamein, jafnvel systkinabörn, eru líklegir til að erfa sjúkdóminn samkvæmt tímamótarannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar, Landspítalans og Hjartaverndar. Reykingar eru eftir sem áður langstærsti áhættuþátturinn. 22.12.2004 00:01
Leikskólakennarar semja Félag leikskólakennara og Launanefnd sveitarfélaga skrifuðu fyrir stundu undir nýjan kjarasamning. Samningurinn gildir til loka september 2006 og færir deildarstjórum allt að 20% hækkun á samningstímanum. 22.12.2004 00:01
Rætt um kjör í Alcan Kjaraviðræður eigenda og starfsmanna Alcan, álversins í Straumsvík, standa yfir. Samtök atvinnulífsins fyrir eigendurna og fulltrúar sex verkalýðsfélaga starfsmanna hafa setið á fundum frá því seinni part nóvember. 22.12.2004 00:01
Kennarar fá laun leiðrétt Grunnskólakennarar í Reykjavík fá greidda yfirvinnu og leiðréttingar samkvæmt nýjum kjarasamningi í gær. Kennarar á eftirágreiddum launum fá auk þess mánaðarlaun fyrir desember greidd. 22.12.2004 00:01
Með 850 grömm af kókaíni Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna að smygla til landsins 850 grömmum af kókaíni. 22.12.2004 00:01
Farsælla að bjóða fram sér Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að R-lista samstarfið gagnist stjórnarandstöðuflokkunum betur en Framsóknarflokknum. Hann telur almennt að farsælla sé að bjóða fram sér. </font /></b /> 22.12.2004 00:01
Endurgreiðslum TR að ljúka Flestallir þeirra tæplega 24 þúsund lífeyrisþega sem áttu inneign hjá Tryggingastofnun ríkisins hafa nú fengið endurgreiðslu. 22.12.2004 00:01
Á slysadeild eftur útafakstur Einn var fluttur á slysadeild með háls- og bakáverka eftir útafakstur skammt frá Selfossi á öðrum tímanum í gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var ökumaður einn í fólksbifreið og ók eftir Vorsabæjarvegi þegar hann missti stjórn á bílnum í hálku og keyrði útaf. 22.12.2004 00:01
Flutningabíll ók út af Bílstjóri slapp ómeiddur þegar flutningabifreið sem hann ók fór út af við Lækshraun austan við Kirkjubæjarklaustur klukkan hálfellefu á þriðjudagskvöld. 22.12.2004 00:01
Nær þriðjungur af asískum uppruna Nýjum Íslendingum af asískum uppruna, sem leita sér aðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd hefur farið stórfjölgandi að undanförnu, að sögn Ragnhildar Guðmundsdóttur formanns nefndarinnar. 21.12.2004 08:00
Strandafréttir á vefnum Nýr héraðsfréttavefur fyrir Strandasýslu hefur verið opnaður. Það er fyrirtækið Sögusmiðjan á Kirkjubóli sem á frumkvæði að gerð vefjarins og ritstjóri er Jón Jónsson þjóðfræðingur. 21.12.2004 00:01
Sjö handteknir í nótt Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt sjö menn eftir að talsvert af þýfi úr ýmsum innbrotum og eitthvað af fíkniefnum fanst í íbúð, sem þeir voru saman í. Upphaflega fór lögreglan á vettvang um hálf þrjú leitið í nótt, þar sem nágrannar höfðu kvartað undan hávaða. Við nánari athugun fanst þýfið og fíkniefnin þannig að allir voru handteknir. 21.12.2004 00:01
Hingað en ekki til Bandaríkjanna Lögfræðingur Bobbys Fischers mun eiga fund með fulltrúum útlendingastofnunar í Japan fyrir hádegi að íslenskum tíma, þar sem formlega verður óskað eftir því að ef Fischer verði vísað úr landi, þá verði honum vísað til Íslands en ekki Bandaríkjanna. 21.12.2004 00:01
Kjarasamningur samþykktur Félagar í Sambandi íslenskra bankamanna hafa samþykkt nýgeraðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins með rúmlega 62 prósentum atkvæða, en 35 prósent vildu fella hann. Tæplega 83% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni en hátt í fjögur þúsund manns eru í félaginu, allt starfsmenn hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum. 21.12.2004 00:01
Eldur í heyhlöðu Eldur kviknaði í heyhlöðu, áfastri við fjós að bænum Vorsabæjarhóli í Gaulverjabæjarhreppi í gærkvöldi. Heimafólk varð vart við reyk frá hlöðunni um klukkan ellefu og kallaði þegar á slökkvilið. Það var fljótt á vettvang og hafði eldurinn ekki náð útbreiðslu þegar það kom og gekk slökkvistarf vel. Kýr í fjósinu voru ekki í hættu. 21.12.2004 00:01
Kona og barn fórust í eldsvoða Kona og barn fórust þegar eldur kviknaði í Hótel Continent á Nörrebrogötu í Kaupmannahöfn í nótt. Að minnsta kosti fjórir slösuðust og þar af einn alvarlega. Eldurinn virðist hafa kviknað í herbergi á fimmtu hæð, ef til vill út frá jólaskreytingu og barst reykur víða um hótelið. 21.12.2004 00:01
Ekki raunhæfar áætlanir Ríkisendurskoðun telur að áætlanir stjórnvalda um að klæða fimm prósent láglendis skógi á fjörutíu árum séu úreltar og muni hvergi nærri standast, að óbreyttu. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um lagaumhverfi Skógræktar ríkisins og landshlutabundinna verkefna segir að þetta markmið muni ekki nást nema með auknum fjárframlögum 21.12.2004 00:01
Verðbólgan étur upp launahækkun Verðbólgan hefur tekið tvo þriðju af launahækkunum síðustu tólf mánaða. Á því tímabili hafa laun hækkað um 5,4% en verðbólgan verið 3,8%, samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka. Þrátt fyrir miklar launahækkanir hefur kaupmáttur launa því ekki aukist nema um 1,6% á síðustu tólf mánuðum. 21.12.2004 00:01
Stórtjón á bæ við Hvolsvöll Stórtjón varð á bænum Stíflu í Eyjahverfi austan við Hvolsvöll í morgun þegar vélageymsla brann þar til kaldra kola og allar heyvinnuvélar eyðilögðust meðal annars. Eldsins varð vart um klukkan tíu og voru slökkviliðsmenn og bílar sendir frá Hvolsvelli og Hellu og tók þá um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. 21.12.2004 00:01
Verðum 300 þúsund árið 2007 Íslendingar eru orðnir rúmlega 293 þúsund og ef frjósemi helst áfram eins og hún hefur verið að undanförnu, verða þeir 300 þúsund árið 2007, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Landsmönnum hefur fjölgað um 0,95 prósent á árinu, sem er nokkurn veginn í meðaltali. 21.12.2004 00:01
47 milljarðar í nóvember Íslendingar tóku út tæplega 47 milljarða með debet- og kreditkortum sínum í nóvember, og jókst veltan um tæp 20% frá sama tíma í fyrra. Um er að ræða verulega veltuaukningu sem gefur til kynna óvenjumikla jólaverslun í ár, segir greiningardeild Íslandsbanka. Heimilin virðast vera í gleðigírnum og er vöxtur útgjalda þeirra nokkuð umfram vöxt tekna. 21.12.2004 00:01
Japanskir embættismenn smeykir Enn er ekki ljóst hvort og hvenær Bobby Fischer kemur til landsins. Töluverðs taugatitrings gætir meðal japanskra embættismanna vegna beiðni Bandaríkjamanna um að boð um dvalarleyfi hér á landi verði dregið til baka, segir Sæmundur Pálsson, vinur Fischers. 21.12.2004 00:01
Flest börn send heim á Ísafirði Allir ófaglærðir starfsmenn fjögurra leikskóla í Ísafjarðarbæ tilkynntu sig veika í dag og voru flest börn send heim aftur þegar þau mættu í morgun. Með þessu eru starfsmennirnir að mótmæla því sem þeir kalla seinagang bæjaryfirvalda við að greiða út leiðréttingu á launum. 21.12.2004 00:01
Snjótittlinga í landgræðslu Þúsundir snjótittlinga eru nú notaðir til landgræðslu, með því að fóðra þá á tólg sem berjum hefur verið hnoðað saman við. Þannig bera smáfuglarnir fræin um landið eins og þúsundir lítilla landgræðsluflugvéla. 21.12.2004 00:01
Slapp eftir fataskipti Sænskum karlmanni, sem sat í fangelsi í Stokkhólmi fyrir árás og rán, tókst að flýja úr fangelsinu í gær eftir að hann hafði fataskipti við tvíburabróður sinn sem var í heimsókn. Eftir að seki tvíburabróðirinn var flúinn af hólmi sagði sá saklausi fangavörðum frá því að nú væru þeir með rangan mann í haldi. 21.12.2004 00:01
Eiríkur og Elna Katrín áfram Formaður og varaformaður Kennarasambands Íslands verða sjálfkrafa endurkjörin á þingi sambandsins í mars þar sem ekki kom neitt mótframboð á tilskyldum tíma. 21.12.2004 00:01
Alltaf eitthvað um falsanir Svava Johansen, kaupmaður í Sautján, segist verða töluvert vör við að fölsuð merkjavara sé flutt inn og seld hér á landi. 21.12.2004 00:01
Lok, lok og læs á háannatíma Bókasafninu á Akranesi var lokað á laugardaginn og opnar ekki aftur fyrr en á mánudag. Skipta þarf um gólfefni í anddyri og útlánasal, en sama filtteppið hafði verið á gólfunum í 32 ár. 21.12.2004 00:01
4 dæmdir fyrir smygl á kannabis Fjórir menn fengu í dag fjögurra til tuttugu mánaða fangelsisdóm í Héraði fyrir innflutning á samtals um 15 kílóum af kannabisefnum. Þrír þeirra eru 22 ára að aldri, en sá fjórði er tæplega fimmtugur. Mennirnir keyptu efnin í Danmörku og fluttu þau inn meðal annars í bíldekkjum. 21.12.2004 00:01
Dæmd fyrir stuld úr 10-11 Kona á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í 90 daga fangelsi fyrir búðarhnupl. Hún stal matvöru fyrir 5600 krónur úr 10-11 við Lágmúla og leðurjakka og skyrtum fyrir átján þúsund úr Vera Moda. Konan játaði undanbragðalaust, og hefur leitað sér læknishjálpar. 21.12.2004 00:01
Ófaglærðir skrá sig veika Tæplega 40 ófaglærðir starfsmenn á fjórum af sex leikskólum hjá Ísafjarðarbæ skráðu sig veika og mættu ekki til vinnu í gær í mótmælaskyni. 21.12.2004 00:01
Samkeppni um tónlistarhús hafin Útboðslýsingar voru afhentar fulltrúum fjögurra hópa í gær sem taka þátt í samkeppni um réttinn til að hanna, byggja, fjármagna og reka tónlistarhús og telst samkeppnin því formlega hafin. Hóparnir voru valdir í sérstöku forvali og eiga frumhugmyndir þeirra að liggja fyrir eftir mánuð og fyrstu tilboð í byrjun maí. 21.12.2004 00:01
Feðgar dæmdir til refsingar Tuttugu og tveggja ára maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. 21.12.2004 00:01
Kókaínhylki sótt með skurðaðgerð Náð var í um sextíu kókaínhylki í görn fíkniefnasmyglara með skurðaðgerð á mánudag. Smyglarinn, sem er Íslendingur um þrítugt, var handtekinn við komuna til landsins á sunnudag og leiddi röntgenskoðun í ljós að hann væri með aðskotahluti innvortis. 21.12.2004 00:01
Grunaður um íkveikju Öryggisvörður er grunaður um að hafa kveikt í lyftara við Rúmfatalagerinn á Smáratorgi í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Maðurin tilkynnti sjálfur um eldinn og slökkti hann, en myndir úr eftirlitsmyndavél urðu til þess að maðurinn er grunaður um verknaðinn. 21.12.2004 00:01
Sjö handteknir vegna þýfis Sjö menn voru handteknir í íbúð í Vogahverfi í Reykjavík um klukkan hálf þrjú í fyrrinótt eftir að þýfi fannst í íbúðinni. Einnig fannst lítilræði af fíkniefnum í neyslupakkningum, kannabis og annað hvort amfetamín eða kókaín. 21.12.2004 00:01