Innlent

Um 3 milljarðar úr jöfnunarsjóði

Framlög jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna framkvæmda í sveitarfélögum með færri en tvöþúsund íbúa, við grunnskóla, íþróttahús, sundlaugar, leikskóla og vatnsveitur nema 147 milljónum á næsta ári samkvæmt áætlun félagsmálaráðuneytisins. Af þeim fær Kaldraneshreppur hæst framlög, eða nítján milljónir. Einnig hefur verið samþykkt að úthluta stofnframlögum sem nema allt að 200 milljónum til sveitarfélaga með fleiri en 2.000 íbúa. Þau eru ætluð til framkvæmda við grunnskóla. Hæst framlag fær Reykjavík, 77 milljónir, og þar á eftir kemur Hafnarfjörður með 64 milljónir. Þá munu framlög vegna nýbúafræðslu nema allt að 67 milljónum króna, greiðslur vegna húsaleigubóta um 640 milljónum og jöfnun fasteignaskatts einum milljarði og sjöhundruðþúsund krónum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×