Innlent

Kostnaðarhækkun upp á milljarð

Kostnaðarhækkun sveitarfélaganna í landinu vegna kjarasamnings við leikskólakennara nemur rétt rúmum milljarði króna í heildina, þar af falla 465 milljónir til á næsta ári og 490 milljónir árið 2006. Launakostnaður eykst um rúm 13 prósent á tímabilinu. Þegar rætt var við sveitarstjórnarmenn í gær kom í ljós að þeir voru komnir í jólaskapið ekkert farnir að skoða kostnaðarhækkunina hver hjá sér. Það ætluðu þeir sér ekki að gera fyrr en einhvern tímann milli jóla og nýárs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×