Fleiri fréttir Fellst á fyrsta áfanga Skipulagsstofnun getur fallist á alla þá kosti, sem Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa lagt fram um fyrsta áfanga Sundabrautar frá Sæbraut að Hallsvegi og Strandarvegi á Gufunesi. Framkvæmdir eru þó háðar margvísilegum skilyrðum, sem hafa ber í heiðri. 22.11.2004 00:01 Óbreytt mjólkurverð Verðlag á mjólk og mjólkurvörum verður óbreytt, þriðja árið í röð. Þetta er niðurstaða verðlagsnefndar búvara, sem landbúnaðarráðherra mun kynna á blaðamannafundi í hádeginu. Verðmyndun á mjólkurvörum heyrir ekki undir samkeppnislög heldur búvörulög 22.11.2004 00:01 Aðeins verið að skila fjórðungi Útgjöld ríkisins vegna vaxtabóta lækka um þrjúhundruð milljónir á næsta ári vegna breytinga á vaxtabótakerfinu sem lýst er í skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, segir að útgjöld ríkisins vegna barnabóta hafi lækkað um tíu milljarða á níu árum. Fjórðungi þess verði skilað samkvæmt frumvarpinu nú. 22.11.2004 00:01 Vísitalan hækkar Vísitala launa hefur hækkað um 0,3% frá því í október. Síðastliðna tólf mánuði hefur hún hækkað um 5,3 prósent. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,21% á sama tímabili og er því 3,8% síðustu tólf mánuði. 22.11.2004 00:01 Lækka niður í 4,15% Vextir af húsnæðislánum Íbúðalánasjóðs lækka í dag úr 4,3% niður í 4,15%. Þar með eru vextirnir komnir niður fyrir það sem bankarnir bjóða, að sögn Halls Magnússonar sviðsstjóra hjá Íbúðalánasjóði. Hann segir að ávöxtunarkrafa hafi lækkað á föstudaginn og það hafi þýtt að hægt yrði að lækka vexti niður í 4,15%. 22.11.2004 00:01 Eykur varla eftirspurnina Guðbjörg Erlingsdóttir, dagskrárstjóri hjá Götusmiðjunnni, segir að tíu bíði eftir meðferð vegna vímuefnavanda þar. Hún á ekki von á því að niðurskurður á sjúkrahúsinu Vogi auki eftirspurnina. 22.11.2004 00:01 10 mánaða fangelsi fyrir rán Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi skilorðsbundið og til að greiða tvöhundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa í mars 2002 ógnað starfsstúlku í söluturni við Holtsgötu með hnífi og haldið henni fastri meðan félagi hans lét greipar sópa um peningakassa söluturnsins. 22.11.2004 00:01 Skjálfti við Eyjafjörð Jarðskjálfti um 3,4 á Richter varð úti fyrir mynni Eyjafjarðar klukkan hálf eitt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni varð skjálftinn á svokölluðu Húsavíkur-Flateyjarmisgengi en skjálftar þar eru tíðir. Einhverjir kunna að hafa fundið fyrir skjálftanum Ólafsfirði eða Siglufirði, en Veðurstofan hafði ekki spurnir að því. 22.11.2004 00:01 Ánægja á Ísafirði Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti samhljóða tillögu þar sem ánægju er lýst með að samninganefndir hafi loks náð samkomulagi og þakkaði kennurum fyrir þá ábyrgð sem þeir hefðu sýnt í launadeilu liðinna vikna. Ísfirskir kennarar mættu til starfa að lokinni lagasetningu, annað en margir kollegar þeirra annars staðar á landinu. 22.11.2004 00:01 10-15 þúsund með breytilega vexti Tíu til fimmtán þúsund einstaklingar tóku íbúðalán með breytilegum vöxtum hjá Íbúðalánasjóði, árið 1986. Lánin voru upphaflega með 3,5% vöxtum en þeir voru fljótlega hækkaðir í 4,9%. Breytilegir vextir eiga að laga sig að markaðsvöxtum á hverjum tíma. 22.11.2004 00:01 Hagamelsmálið þingfest Mál móður sem varð dóttur sinni að bana og særði son sinn á heimili þeirra við Hagamel í vor, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómari tekur síðar afstöðu til þess hvort að konan er sakhæf. Móðirin, sem er á fimmtugsaldri varð 12 ára dóttur sinni að bana á heimili þeirra á meðan dóttirin svaf og hún særði eldri bróður hennar með hnífi. 22.11.2004 00:01 Sagt upp fyrir að losa úrgang Starfsmanni ítalska fyrirtækisins Impregilo við Kárahnjúkavirkjun hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa losað spilliefnaúrgang með hætti sem ekki samræmist umhverfisreglum fyrirtækisins. Í tilkynningu frá Impregilo segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til þess að útiloka að umhverfistjón hlytist af verknaðinum. 22.11.2004 00:01 Halldór í Svíþjóð Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir eiginkona hans verða í opinberri heimsókn í Svíþjóð dagana 25 og 26 nóvember. Í heimsókninni mun Halldór Ásgrímsson meðal annars hitta Göran Person forsætisráðherra Svíþjóðar. 22.11.2004 00:01 Eldsvoði á Grensásvegi Allt tiltækt slökkvilið í Reykjavík hefur verið kallað á Grensásveg 12, þar sem eldur braust út fyrir skömmu. Eldurinn kviknaði innandyra, en ekki er meira vitað um tildrög eldsvoðans að svo stöddu. 22.11.2004 00:01 Engin viðbrögð frá bönkunum Engin viðbrögð hafa komið frá stóru viðskiptabönkunum vegna vaxtalækkunar Íbúðalánasjóðs. Vextir sjóðsins eru nú 4,15%, en bankarnir bjóða 4,2%. Útboð húsbréfa fór fram á föstdaginn, en alls tók Íbúðalánasjóður við tilboðum fyrir 8 milljarða króna að nafnvirði. 22.11.2004 00:01 Umburðarlyndið á undanhaldi Margt bendir til að gjá sé að myndast á Vesturlöndum á milli múslimskra innflytjenda og þeirra sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Formaður Félags múslima á Íslandi hefur áhyggjur af þróuninni. 22.11.2004 00:01 Eldur í Grensáskaffi Eldur kom upp í Grensáskaffi í Reykjavík rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út. Lítið mál reyndist að slökkva eldinn sem virðist hafa komið upp nálægt uppþvottavél í eldhúsi kaffihússins. Húsið var mannlaust og því var enginn í hættu. 22.11.2004 00:01 Fallist á fyrsta hlutann Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrsta hluta Sundabrautar, með skilyrðum. Fyrsti áfangi er frá Sæbraut yfir Kleppsvík að Hallsvegi og Strandvegi. Það voru þrjár leiðir sem rætt var um, hábrú eða botngöng um leið 1, sem er frá Holtagörðum og yfir og síðan eyjaleið, sem liggur á uppfyllingu frá Elliðavogi. 22.11.2004 00:01 Engar reglur um tölvuleiki Móðir segir verslunina BT hafa selt þrettán ára syni hennar tölvuleik sem ekki sé ætlaður börnum að átján ára aldri. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, segir margítrekaðar beiðnir til menntamálaráðuneytisins um að reglur séu settar um tölvuleiki ekki hafa borið árangur. 22.11.2004 00:01 Lágreist brú besti kosturinn Skipulagsstofnun hefur úrskurðað um umhverfisáhrif Sundabrautar. Lágreist brú yfir Kleppsvíkina er besti kosturinn. Talið er að hábrú yrði lokuð í 50 klukkustundir á ári vegna veðurs. Botngöng geta haft verulega neikvæð áhrif á lífríkið. 22.11.2004 00:01 Færri stefna á kennslu Færri stúdentar Kennaraháskóla Íslands huga að kennslu við útskrift næsta haust en fyrir verkfall grunnskólakennara, segir Sigurður Grétar Ólafsson formaður stúdentaráðs KHÍ. 22.11.2004 00:01 Áhyggjufullir yfir prófunum í HÍ Helmingur stúdenta sem eiga börn á grunnskólaaldri segja að verkfall kennara hafi haft áhrif á nám þeirra. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs, segir ráðið hafa gert óformlega athugun á Netinu á aðstæðum foreldra í Háskólanum en 28 prósent stúdenta séu foreldrar. 22.11.2004 00:01 Tunnur með spilliefnum grafnar Starfsmaður Impregilo á Kárahnjúkum hefur verið rekinn eftir að hafa grafið í jörðu tvær 200 lítra tunnur með tuskum sem notaðar höfðu verið til þess að hreinsa olíu. 22.11.2004 00:01 Undirstaða lífsins Mjólk er undirstaða lífsins segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem í dag tilkynnti um óbreytt mjólkurverð, þriðja árið í röð. Guðni eru reiðubúinn að skoða opinbera niðurgreiðslu mjólkur og annarra matvæla til skólabarna og segir alla Íslendinga eiga að hafa efni á góðum mat. 22.11.2004 00:01 Enn frekari undanþágur í vændum Íslensk stjórnvöld ætla að fara fram á frekari undanþágur frá Kyoto-bókuninni sem gerir þeim kleift að draga hægar úr losun gróðurhúsategunda en öðrum iðnríkjum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, upplýsti þetta á Alþingi í dag. Hann sagði þingmenn Vinstri grænna vera á móti bættum lífskjörum landsmanna og fékk þau svör á móti að málflutningur hans væri ósmekklegur. 22.11.2004 00:01 Gervihné ein besta uppfinningin Gervihné með gervigreind frá Össuri er ein athyglisverðasta uppfinning ársins, að mati Time Magazine, en slíkt hné gjörbyltir göngulagi og möguleikum þeirra sem þurfa að nota gervifót. Ungur verktaki, sem missti fótinn eftir að hafa klemmst á milli bíla, segist geta unnið öll verk á slíkum fæti. Þá er Össur byrjaður að þróa nokkurs konar gervivöðva. 22.11.2004 00:01 Hefðu farið öðruvísi að Formaður Samfylkingarinnar segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar vera ranglátar og að tímasetning þeirra sé slæm. Sjálfur lofaði hann 16 milljarða skattalækkunum fyrir síðustu kosningar. Hann segist mundu hafa staðið við þau loforð en fara aðrar leiðir. 22.11.2004 00:01 Eldur í ruslafötu Engin var í hættu þegar eldur kom upp í ruslafötu innandyra á Grensáskaffi á Gensásvegi rétt fyrir klukkan sex í gær. Þrjár stöðvar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru sendar á staðinn. 22.11.2004 00:01 Eimskip greiddi launin Eimskip greiddi laun skipverja Ocean Caroline sem lögðu niður störf í fyrrakvöld vegna vangoldinna launa. Skipið siglir undir norsku flaggi en skipverjarnir eru frá Póllandi og Litháen auk íslensks skipstjóra. Skipið er í eigu norsks fyrirtækis en dótturfyrirtæki Eimskips í Noregi, Coldstore and transport group, er með skipið á leigu. 22.11.2004 00:01 Engin innbrot um helgina Engin innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Kópavogi um síðustu helgi, hvorki í bíla né íbúðarhús og vakti það athygli lögreglunnar. Helgin var að mestu tíðindalítil en tilkynnt var um fimm minniháttar árekstra. 22.11.2004 00:01 25 bílum stolið í nóvember 25 bílum hefur verið stolið á höfuðborgarsvæðinu síðan fyrsta nóvember. Nítján bílum var stolið í Reykjavík, fimm í Kópavogi og einum í Hafnarfirði. 22.11.2004 00:01 Ákærð fyrir manndráp Mál gegn móður, sem grunuð er um að hafa orðið ellefu ára dóttur sinni að bana á heimili þeirra á Hagamel í byrjun júní, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan er ákærð fyrir manndráp og tilraun til manndráps en hún stórslasaði fjórtán ára son sinn sömu nótt. 22.11.2004 00:01 Eldur við Sundahöfn í Reykjavík Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins berst við eldhaf á athafnasvæði endurvinnslustöðvar Hringrásar við Klettagarða 9. Slökkvilið varar fólk við að vera utandyra í nágrenni eldsins þar sem reykurinn sem frá honum berst er mjög eitraður. Fólki í nágrenninu er jafnframt ráðlagt að loka gluggum. 22.11.2004 00:01 Ekki pláss fyrir áfengissjúka Landspítalinn getur ekki tekið við hundruðum flýti- og bráðainnlagna áfengissjúkra sem Vogur hefur boðið upp á. Landlæknir segir mjög miður ef dregið verður úr meðferðarúrræðum unglinga og umönnun ópíumfíkla á vegum SÁÁ. 22.11.2004 00:01 Sjö milljörðum meira í bætur Öryrkjum fjölgar meira á þessu ári en árin á undan. Greiðslur til þeirra hafa hækkað úr fimm milljörðum í tólf. Fjölgar mikið eftir að læknar utan Tryggingastofnunarinnar tóku að meta örorku. Ráðherra vill rannsókn. 22.11.2004 00:01 Börnin óörugg og kvíðin Heimili og skóli - landssamtök foreldra hvetja kennara og foreldra til að sýna börnunum, sem nú setjast aftur á skólabekk eftir erfitt og langt óvissutímabil, nærgætni og umhyggju. Mörg börn hafi verið óörugg og kvíðin undanfarið og séu það enn, meðal annars vegna óvissu um hvernig skólastarfið verði á næstu vikum og mánuðum. 21.11.2004 00:01 Eldur í bifreið Eldur varð laus í bifreið sem ekið var eftir Reykjanesbraut á Strandarheiði laust eftir miðnætti. Ökumaður náði að forða sér úr bifreiðinni og slökkvilið Hafnarfjarðar var kallað til slökkva eldinn. 21.11.2004 00:01 Kuldamet slegin víða Kuldamet voru slegin víða á Norðausturlandi í nótt. Mestur var kuldinn við Mývatn þar sem frostið mældist 30 gráður klukkan sex í morgun. Frostið fór niður í 27 gráður í Möðrudal á Fjöllum og 24 gráður á Grímsstöðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hefur slíkur kuldi ekki áður mælst í nóvembermánuði á þessum slóðum. 21.11.2004 00:01 Sveitarfélögin færri en hundrað Sameining fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu var samþykkt í gær og sömuleiðis sameining fjögurra sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar. Sveitarfélög í landinu eru þar með orðin færri en hundrað. 21.11.2004 00:01 Fótbrotnaði illa í handbolta Harðdrægur markmaður Vals í fimmta flokki í handbolta og sókndjarfur Stjörnumaður skullu harkalega saman á lokamínútu leiks í gærkvöld með þeim afleiðingum að hinn þrettán ára gamli markvörður fótbrotnaði illa rétt fyrir ofan ökla. Stjörnumaðurinn tognaði á hné. 21.11.2004 00:01 Fagna tillögu viðskiptaráðherra Ungir jafnaðarmenn fagna tillögu viðskiptaráðherra að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál stjórnmálaflokkanna og vilja einnig að sett verði skýr lög um fjárreiður þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hreyfingunni sem send var fjölmiðlum í dag. 21.11.2004 00:01 Sjö manns sagt upp á Vogi Sjö starfsmönnum sjúkrahússins Vogs, sem er þungamiðja starfsemi SÁÁ, verður sagt upp og dregið saman í þjónustu við áfengis- og vímuefnasjúklinga. Ráðgjafavakt og sú bráðaþjónusta sem veitt hefur verið við göngudeild meðferðarstofnunarinnar verður lögð af. Innlögnum verður fækkað úr 2350 í 2100, eða um 10%, en við það mun svigrúm til bráða- og flýtiinnlagna minnka verulega. 21.11.2004 00:01 Af lista hinna vígfúsu ríkja Flokksráðsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík um helgina ítrekar kröfu sína um að ríkisstjórnin falli frá stuðningi við stríðsreksturinn í Írak og að Ísland verði tekið af lista hinna vígfúsu ríkja, eins og það er nefnt í ályktuninni. Þá lýsir fundurinn vanþóknun á lagasetningu ríkisstjórnarinnar gegn fullkomlega lögmætu verkfalli grunnskólakennara. 21.11.2004 00:01 Bílvelta á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanesbraut skammt frá Álverinu í Straumsvík rétt fyrir klukkan 11 í morgun. Einn var í bílnum og var hann fluttur á slysadeild en ekki var vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Nota þurfti klippur til að ná manninum út úr bílnum. Víkurfréttir greina frá. 21.11.2004 00:01 Frír póstur fyrir lófatölvusíma Tæknifyrirtækið Hot Mobile Mail, sem er starfrækt í Bolungarvík, býður viðskiptavinum sínum ókeypis aðgang að þráðlausum tölvupósti fyrir lófatölvusíma. Tekjur fyrirtækisins koma frá auglýsendum sem auglýsa í póstkerfi þess. Kerfið gagnast hvort tveggja viðskiptavinum OgVodafone og Símans, að því gefnu að þeir séu eigendur lófatölvusíma. 21.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fellst á fyrsta áfanga Skipulagsstofnun getur fallist á alla þá kosti, sem Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa lagt fram um fyrsta áfanga Sundabrautar frá Sæbraut að Hallsvegi og Strandarvegi á Gufunesi. Framkvæmdir eru þó háðar margvísilegum skilyrðum, sem hafa ber í heiðri. 22.11.2004 00:01
Óbreytt mjólkurverð Verðlag á mjólk og mjólkurvörum verður óbreytt, þriðja árið í röð. Þetta er niðurstaða verðlagsnefndar búvara, sem landbúnaðarráðherra mun kynna á blaðamannafundi í hádeginu. Verðmyndun á mjólkurvörum heyrir ekki undir samkeppnislög heldur búvörulög 22.11.2004 00:01
Aðeins verið að skila fjórðungi Útgjöld ríkisins vegna vaxtabóta lækka um þrjúhundruð milljónir á næsta ári vegna breytinga á vaxtabótakerfinu sem lýst er í skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, segir að útgjöld ríkisins vegna barnabóta hafi lækkað um tíu milljarða á níu árum. Fjórðungi þess verði skilað samkvæmt frumvarpinu nú. 22.11.2004 00:01
Vísitalan hækkar Vísitala launa hefur hækkað um 0,3% frá því í október. Síðastliðna tólf mánuði hefur hún hækkað um 5,3 prósent. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,21% á sama tímabili og er því 3,8% síðustu tólf mánuði. 22.11.2004 00:01
Lækka niður í 4,15% Vextir af húsnæðislánum Íbúðalánasjóðs lækka í dag úr 4,3% niður í 4,15%. Þar með eru vextirnir komnir niður fyrir það sem bankarnir bjóða, að sögn Halls Magnússonar sviðsstjóra hjá Íbúðalánasjóði. Hann segir að ávöxtunarkrafa hafi lækkað á föstudaginn og það hafi þýtt að hægt yrði að lækka vexti niður í 4,15%. 22.11.2004 00:01
Eykur varla eftirspurnina Guðbjörg Erlingsdóttir, dagskrárstjóri hjá Götusmiðjunnni, segir að tíu bíði eftir meðferð vegna vímuefnavanda þar. Hún á ekki von á því að niðurskurður á sjúkrahúsinu Vogi auki eftirspurnina. 22.11.2004 00:01
10 mánaða fangelsi fyrir rán Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi skilorðsbundið og til að greiða tvöhundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa í mars 2002 ógnað starfsstúlku í söluturni við Holtsgötu með hnífi og haldið henni fastri meðan félagi hans lét greipar sópa um peningakassa söluturnsins. 22.11.2004 00:01
Skjálfti við Eyjafjörð Jarðskjálfti um 3,4 á Richter varð úti fyrir mynni Eyjafjarðar klukkan hálf eitt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni varð skjálftinn á svokölluðu Húsavíkur-Flateyjarmisgengi en skjálftar þar eru tíðir. Einhverjir kunna að hafa fundið fyrir skjálftanum Ólafsfirði eða Siglufirði, en Veðurstofan hafði ekki spurnir að því. 22.11.2004 00:01
Ánægja á Ísafirði Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti samhljóða tillögu þar sem ánægju er lýst með að samninganefndir hafi loks náð samkomulagi og þakkaði kennurum fyrir þá ábyrgð sem þeir hefðu sýnt í launadeilu liðinna vikna. Ísfirskir kennarar mættu til starfa að lokinni lagasetningu, annað en margir kollegar þeirra annars staðar á landinu. 22.11.2004 00:01
10-15 þúsund með breytilega vexti Tíu til fimmtán þúsund einstaklingar tóku íbúðalán með breytilegum vöxtum hjá Íbúðalánasjóði, árið 1986. Lánin voru upphaflega með 3,5% vöxtum en þeir voru fljótlega hækkaðir í 4,9%. Breytilegir vextir eiga að laga sig að markaðsvöxtum á hverjum tíma. 22.11.2004 00:01
Hagamelsmálið þingfest Mál móður sem varð dóttur sinni að bana og særði son sinn á heimili þeirra við Hagamel í vor, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómari tekur síðar afstöðu til þess hvort að konan er sakhæf. Móðirin, sem er á fimmtugsaldri varð 12 ára dóttur sinni að bana á heimili þeirra á meðan dóttirin svaf og hún særði eldri bróður hennar með hnífi. 22.11.2004 00:01
Sagt upp fyrir að losa úrgang Starfsmanni ítalska fyrirtækisins Impregilo við Kárahnjúkavirkjun hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa losað spilliefnaúrgang með hætti sem ekki samræmist umhverfisreglum fyrirtækisins. Í tilkynningu frá Impregilo segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til þess að útiloka að umhverfistjón hlytist af verknaðinum. 22.11.2004 00:01
Halldór í Svíþjóð Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir eiginkona hans verða í opinberri heimsókn í Svíþjóð dagana 25 og 26 nóvember. Í heimsókninni mun Halldór Ásgrímsson meðal annars hitta Göran Person forsætisráðherra Svíþjóðar. 22.11.2004 00:01
Eldsvoði á Grensásvegi Allt tiltækt slökkvilið í Reykjavík hefur verið kallað á Grensásveg 12, þar sem eldur braust út fyrir skömmu. Eldurinn kviknaði innandyra, en ekki er meira vitað um tildrög eldsvoðans að svo stöddu. 22.11.2004 00:01
Engin viðbrögð frá bönkunum Engin viðbrögð hafa komið frá stóru viðskiptabönkunum vegna vaxtalækkunar Íbúðalánasjóðs. Vextir sjóðsins eru nú 4,15%, en bankarnir bjóða 4,2%. Útboð húsbréfa fór fram á föstdaginn, en alls tók Íbúðalánasjóður við tilboðum fyrir 8 milljarða króna að nafnvirði. 22.11.2004 00:01
Umburðarlyndið á undanhaldi Margt bendir til að gjá sé að myndast á Vesturlöndum á milli múslimskra innflytjenda og þeirra sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Formaður Félags múslima á Íslandi hefur áhyggjur af þróuninni. 22.11.2004 00:01
Eldur í Grensáskaffi Eldur kom upp í Grensáskaffi í Reykjavík rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út. Lítið mál reyndist að slökkva eldinn sem virðist hafa komið upp nálægt uppþvottavél í eldhúsi kaffihússins. Húsið var mannlaust og því var enginn í hættu. 22.11.2004 00:01
Fallist á fyrsta hlutann Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrsta hluta Sundabrautar, með skilyrðum. Fyrsti áfangi er frá Sæbraut yfir Kleppsvík að Hallsvegi og Strandvegi. Það voru þrjár leiðir sem rætt var um, hábrú eða botngöng um leið 1, sem er frá Holtagörðum og yfir og síðan eyjaleið, sem liggur á uppfyllingu frá Elliðavogi. 22.11.2004 00:01
Engar reglur um tölvuleiki Móðir segir verslunina BT hafa selt þrettán ára syni hennar tölvuleik sem ekki sé ætlaður börnum að átján ára aldri. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, segir margítrekaðar beiðnir til menntamálaráðuneytisins um að reglur séu settar um tölvuleiki ekki hafa borið árangur. 22.11.2004 00:01
Lágreist brú besti kosturinn Skipulagsstofnun hefur úrskurðað um umhverfisáhrif Sundabrautar. Lágreist brú yfir Kleppsvíkina er besti kosturinn. Talið er að hábrú yrði lokuð í 50 klukkustundir á ári vegna veðurs. Botngöng geta haft verulega neikvæð áhrif á lífríkið. 22.11.2004 00:01
Færri stefna á kennslu Færri stúdentar Kennaraháskóla Íslands huga að kennslu við útskrift næsta haust en fyrir verkfall grunnskólakennara, segir Sigurður Grétar Ólafsson formaður stúdentaráðs KHÍ. 22.11.2004 00:01
Áhyggjufullir yfir prófunum í HÍ Helmingur stúdenta sem eiga börn á grunnskólaaldri segja að verkfall kennara hafi haft áhrif á nám þeirra. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs, segir ráðið hafa gert óformlega athugun á Netinu á aðstæðum foreldra í Háskólanum en 28 prósent stúdenta séu foreldrar. 22.11.2004 00:01
Tunnur með spilliefnum grafnar Starfsmaður Impregilo á Kárahnjúkum hefur verið rekinn eftir að hafa grafið í jörðu tvær 200 lítra tunnur með tuskum sem notaðar höfðu verið til þess að hreinsa olíu. 22.11.2004 00:01
Undirstaða lífsins Mjólk er undirstaða lífsins segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem í dag tilkynnti um óbreytt mjólkurverð, þriðja árið í röð. Guðni eru reiðubúinn að skoða opinbera niðurgreiðslu mjólkur og annarra matvæla til skólabarna og segir alla Íslendinga eiga að hafa efni á góðum mat. 22.11.2004 00:01
Enn frekari undanþágur í vændum Íslensk stjórnvöld ætla að fara fram á frekari undanþágur frá Kyoto-bókuninni sem gerir þeim kleift að draga hægar úr losun gróðurhúsategunda en öðrum iðnríkjum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, upplýsti þetta á Alþingi í dag. Hann sagði þingmenn Vinstri grænna vera á móti bættum lífskjörum landsmanna og fékk þau svör á móti að málflutningur hans væri ósmekklegur. 22.11.2004 00:01
Gervihné ein besta uppfinningin Gervihné með gervigreind frá Össuri er ein athyglisverðasta uppfinning ársins, að mati Time Magazine, en slíkt hné gjörbyltir göngulagi og möguleikum þeirra sem þurfa að nota gervifót. Ungur verktaki, sem missti fótinn eftir að hafa klemmst á milli bíla, segist geta unnið öll verk á slíkum fæti. Þá er Össur byrjaður að þróa nokkurs konar gervivöðva. 22.11.2004 00:01
Hefðu farið öðruvísi að Formaður Samfylkingarinnar segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar vera ranglátar og að tímasetning þeirra sé slæm. Sjálfur lofaði hann 16 milljarða skattalækkunum fyrir síðustu kosningar. Hann segist mundu hafa staðið við þau loforð en fara aðrar leiðir. 22.11.2004 00:01
Eldur í ruslafötu Engin var í hættu þegar eldur kom upp í ruslafötu innandyra á Grensáskaffi á Gensásvegi rétt fyrir klukkan sex í gær. Þrjár stöðvar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru sendar á staðinn. 22.11.2004 00:01
Eimskip greiddi launin Eimskip greiddi laun skipverja Ocean Caroline sem lögðu niður störf í fyrrakvöld vegna vangoldinna launa. Skipið siglir undir norsku flaggi en skipverjarnir eru frá Póllandi og Litháen auk íslensks skipstjóra. Skipið er í eigu norsks fyrirtækis en dótturfyrirtæki Eimskips í Noregi, Coldstore and transport group, er með skipið á leigu. 22.11.2004 00:01
Engin innbrot um helgina Engin innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Kópavogi um síðustu helgi, hvorki í bíla né íbúðarhús og vakti það athygli lögreglunnar. Helgin var að mestu tíðindalítil en tilkynnt var um fimm minniháttar árekstra. 22.11.2004 00:01
25 bílum stolið í nóvember 25 bílum hefur verið stolið á höfuðborgarsvæðinu síðan fyrsta nóvember. Nítján bílum var stolið í Reykjavík, fimm í Kópavogi og einum í Hafnarfirði. 22.11.2004 00:01
Ákærð fyrir manndráp Mál gegn móður, sem grunuð er um að hafa orðið ellefu ára dóttur sinni að bana á heimili þeirra á Hagamel í byrjun júní, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan er ákærð fyrir manndráp og tilraun til manndráps en hún stórslasaði fjórtán ára son sinn sömu nótt. 22.11.2004 00:01
Eldur við Sundahöfn í Reykjavík Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins berst við eldhaf á athafnasvæði endurvinnslustöðvar Hringrásar við Klettagarða 9. Slökkvilið varar fólk við að vera utandyra í nágrenni eldsins þar sem reykurinn sem frá honum berst er mjög eitraður. Fólki í nágrenninu er jafnframt ráðlagt að loka gluggum. 22.11.2004 00:01
Ekki pláss fyrir áfengissjúka Landspítalinn getur ekki tekið við hundruðum flýti- og bráðainnlagna áfengissjúkra sem Vogur hefur boðið upp á. Landlæknir segir mjög miður ef dregið verður úr meðferðarúrræðum unglinga og umönnun ópíumfíkla á vegum SÁÁ. 22.11.2004 00:01
Sjö milljörðum meira í bætur Öryrkjum fjölgar meira á þessu ári en árin á undan. Greiðslur til þeirra hafa hækkað úr fimm milljörðum í tólf. Fjölgar mikið eftir að læknar utan Tryggingastofnunarinnar tóku að meta örorku. Ráðherra vill rannsókn. 22.11.2004 00:01
Börnin óörugg og kvíðin Heimili og skóli - landssamtök foreldra hvetja kennara og foreldra til að sýna börnunum, sem nú setjast aftur á skólabekk eftir erfitt og langt óvissutímabil, nærgætni og umhyggju. Mörg börn hafi verið óörugg og kvíðin undanfarið og séu það enn, meðal annars vegna óvissu um hvernig skólastarfið verði á næstu vikum og mánuðum. 21.11.2004 00:01
Eldur í bifreið Eldur varð laus í bifreið sem ekið var eftir Reykjanesbraut á Strandarheiði laust eftir miðnætti. Ökumaður náði að forða sér úr bifreiðinni og slökkvilið Hafnarfjarðar var kallað til slökkva eldinn. 21.11.2004 00:01
Kuldamet slegin víða Kuldamet voru slegin víða á Norðausturlandi í nótt. Mestur var kuldinn við Mývatn þar sem frostið mældist 30 gráður klukkan sex í morgun. Frostið fór niður í 27 gráður í Möðrudal á Fjöllum og 24 gráður á Grímsstöðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hefur slíkur kuldi ekki áður mælst í nóvembermánuði á þessum slóðum. 21.11.2004 00:01
Sveitarfélögin færri en hundrað Sameining fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu var samþykkt í gær og sömuleiðis sameining fjögurra sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar. Sveitarfélög í landinu eru þar með orðin færri en hundrað. 21.11.2004 00:01
Fótbrotnaði illa í handbolta Harðdrægur markmaður Vals í fimmta flokki í handbolta og sókndjarfur Stjörnumaður skullu harkalega saman á lokamínútu leiks í gærkvöld með þeim afleiðingum að hinn þrettán ára gamli markvörður fótbrotnaði illa rétt fyrir ofan ökla. Stjörnumaðurinn tognaði á hné. 21.11.2004 00:01
Fagna tillögu viðskiptaráðherra Ungir jafnaðarmenn fagna tillögu viðskiptaráðherra að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál stjórnmálaflokkanna og vilja einnig að sett verði skýr lög um fjárreiður þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hreyfingunni sem send var fjölmiðlum í dag. 21.11.2004 00:01
Sjö manns sagt upp á Vogi Sjö starfsmönnum sjúkrahússins Vogs, sem er þungamiðja starfsemi SÁÁ, verður sagt upp og dregið saman í þjónustu við áfengis- og vímuefnasjúklinga. Ráðgjafavakt og sú bráðaþjónusta sem veitt hefur verið við göngudeild meðferðarstofnunarinnar verður lögð af. Innlögnum verður fækkað úr 2350 í 2100, eða um 10%, en við það mun svigrúm til bráða- og flýtiinnlagna minnka verulega. 21.11.2004 00:01
Af lista hinna vígfúsu ríkja Flokksráðsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík um helgina ítrekar kröfu sína um að ríkisstjórnin falli frá stuðningi við stríðsreksturinn í Írak og að Ísland verði tekið af lista hinna vígfúsu ríkja, eins og það er nefnt í ályktuninni. Þá lýsir fundurinn vanþóknun á lagasetningu ríkisstjórnarinnar gegn fullkomlega lögmætu verkfalli grunnskólakennara. 21.11.2004 00:01
Bílvelta á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanesbraut skammt frá Álverinu í Straumsvík rétt fyrir klukkan 11 í morgun. Einn var í bílnum og var hann fluttur á slysadeild en ekki var vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Nota þurfti klippur til að ná manninum út úr bílnum. Víkurfréttir greina frá. 21.11.2004 00:01
Frír póstur fyrir lófatölvusíma Tæknifyrirtækið Hot Mobile Mail, sem er starfrækt í Bolungarvík, býður viðskiptavinum sínum ókeypis aðgang að þráðlausum tölvupósti fyrir lófatölvusíma. Tekjur fyrirtækisins koma frá auglýsendum sem auglýsa í póstkerfi þess. Kerfið gagnast hvort tveggja viðskiptavinum OgVodafone og Símans, að því gefnu að þeir séu eigendur lófatölvusíma. 21.11.2004 00:01