Innlent

Vinnumiðlun kennara stofnuð

Í dag var formlega stofnað til vinnumiðlunar kennara, sem mun þjónusta þá kennara sem ekki hafa lengur áhuga á því að starfa við kennslu á Íslandi. Vinnumiðlunin hefur hlotið nafnið Nýtt starf ehf. og segir í tilkynningu að hún hafi það að markmiði að tengja saman þá atvinnurekendur sem eru að leita eftir vel menntuðu starfsfólki með frábæra stjórnunarreynslu og kennara sem uppfylla þær kröfur atvinnurekenda bæði vegna reynslu og menntunar. Eigendur Nýs starfs ehf. eru tveir kennarar úr Árbæjarskóla sem báðir hafa langa reynslu af kennslustörfum, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Auk þess hefur annar þeirra langa reynslu af fyrirtækjastjórnun þar á meðal stjórnun vinnumiðlunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×