Fleiri fréttir Samningamenn svartsýnir Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virðast vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur verði af samningafundi sem hófst klukkan níu hjá Ríkissáttasemjara eftir viku hlé á viðræðum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. 30.9.2004 00:01 Leysti frá skjóðunni Einn höfuðpauranna í höfundarréttarstuldinum, sem lögregla hóf víðtæka rannsókn á í fyrrakvöld, ákvað í gærkvöldi að leysa frá skjóðunni til að komast hjá því að verða úrskurðaður í gæsluvarðhald. Var hann þá kominn ásamt lögreglumönnum í húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fjalla átti um kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. 30.9.2004 00:01 Börn gangi um sjálfala Samtökin Heimili og skóli hafa áhyggjur af því að börn gangi um sjálfala meðan verkfall grunnskólakennara varir. Svo virðist sem kennarar séu einnig í hálfgerðu reiðileysi. 30.9.2004 00:01 Lögregla leitar enn bílþjófa Lögreglan á Akureyri leitar enn skemmdarvarga og þjófa sem brutust inn í sextán bíla í bænum í fyrrinótt í leit að peningum í þeim. Þeir brutu rúður í bílunum til að komast inn í þá og rótuðu í öllu lauslegu en stálu engum verðmætum, eins og hjómflutningstækjum. 30.9.2004 00:01 Verðhækkanir koma niður á útgerð Olíuverðshækkanirnar að undanförnu koma hart niður á útgerðinni og þá einkum á útgerð stórra frystitogara sem nota á annan tug tonna af olíu á sólarhring. Þeir eru bæði með aflmiklar aðalvélar, fiskvinnslubúnaðurinn um borð er knúinn áfram með olíu og loks knýr olía frystinguna sjálfa. 30.9.2004 00:01 Úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. 30.9.2004 00:01 Fjöldaganga kennara og nema Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: 30.9.2004 00:01 Braut meginreglu stjórnsýslulaga Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, sem Hæstiréttur taldi annan af hæfustu umsækjendum um dómarastöðu við Hæstarétt, telur að settur dómsmálaráðherra hafi brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög þegar hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær. 30.9.2004 00:01 Hringurinn þrengdur um þjóðarblóm Sjö blóm hafa verið valin til úrslita í keppninni um sæmdarheitið ,,þjóðarblóm“ Íslendinga. Valið stendur á milli blágresis, blóðbergs, geldingarhnapps, gleym-mér-eyjar, holtasóleyjar, hrafnafífu og lambagrass, og fá landsmenn að kjósa um þau í skoðanakönnun næstu tvær vikur. 30.9.2004 00:01 Umhverfisráðherra fagnar áfanganum Ríkisstjórn Rússlands staðfesti Kyoto-bókunina í morgun og þar með virðist sem þessi sjö ára gamli samningur muni loks hljóta fullgildingu sem alþjóðasáttmáli. Umhverfisráðherra Íslands fagnar þessum áfanga og telur að þetta geti sett þrýsting á Bandaríkin um að láta af andstöðu sinni við samninginn. 30.9.2004 00:01 Árni skipaður á ný Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra skipaði í gær dr. Árna Einarsson líffræðing til þess að gegna áfram stöðu forstöðumanns Náttúrurannsóknastöðvarinnar til næstu fimm ára. Árni hefur starfað sem forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar frá árinu 1996. 30.9.2004 00:01 Bæjarstjórn mátti fresta fundi Félagsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfu minnihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja, um að frestun á fundi bæjarstjórnar þann 16.september verði gerð ógild. 30.9.2004 00:01 Lyfjum stolið úr togara Brotis var inn í togarann Sighvat Bjarnason VE í Vestmannaeyahöfn í nótt. Lögreglan í Eyjum fékk tilkynningu um þetta laust fyrir hádegi. Að sögn lögreglu braut þjófurinn upp lyfjakistu skipsins og hafði þaðan á brott pedidín sem er lyf skylt morfíni. 30.9.2004 00:01 Lögreglan lýsir eftir dreng Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Albert Þór Benediktssyni, 14 ára, sem síðast sást til í Faxafeni sunnudaginn 26. september síðastliðinn klukkan 17:50. Þeir sem hafa orðið hans varir, eða vita hvar hann er nú, eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma við 444 1102. 30.9.2004 00:01 Sameining sveitarfélaga í pípunum Líklegt er að íbúar 80 sveitarfélaga gangi að kjörborðinu næsta vor til að greiða atkvæði um sameiningu við nágrannasveitarfélög. Það gerist ef tillögur um breytingar á sveitarfélagaskipan ná fram að ganga en þær verða kynntar á blaðamannafundi sem er nýhafinn á Hóteli Nordica. 30.9.2004 00:01 Fækkun sveitarfélaga úr 103 í 39 Sveitarfélögum á Íslandi fækkar úr 103 í 39 samkvæmt tillögum nefndar um sameiningu sveitarfélaga sem kynntar voru á fundi á Hótel Nordica í dag. Á meðal tillagna nefndarinnar er að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi. Þar með yrði það eitt af stærstu sveitarfélögum landsins með tæplega 17 þúsund íbúa. 30.9.2004 00:01 350 milljónir í nýja heilsugæslu Framkvæmdir við stækkun Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar um þúsund fermetra og endurnýjun núverandi húsnæðis alveg frá grunni hefjast á næsta ári að sögn Konráðs Baldvinssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Heildarkostnaðurinn er áætlaður um 350 milljónir króna. 30.9.2004 00:01 Samningafundi slitið Fundi samninganefnda Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaganna var slitið á fimmta tímanum og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan eitt á morgun. Engin niðurstaða er komin í málið en reynt verður áfram á morgun. 30.9.2004 00:01 Siglfirðingar vongóðir um göng Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa þegar hafið framkvæmdir sem tengjast gerð Héðinsfjarðarganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Verið er að byggja brú yfir Fjarðará sem tengist vegi sem liggur að gangamunnanum. 30.9.2004 00:01 Íslandsmet í fésektum Örn Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Brasserie Borgar játaði, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, rúmlega sextíu milljóna króna skattsvik. Á síðasta ári var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir fimmtán milljón króna skattsvik og til greiðslu þrjátíu milljón króna sektar. 30.9.2004 00:01 Enn einn handtekinn Einn enn hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðustu ára. Maðurinn sem er um þrítugt var handtekinn í fyrradag og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald síðar sama dag. 30.9.2004 00:01 Lögbannið fellt úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi lögbann við að Siðanefnd Háskóla Íslands fjalli um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar þegar hann reit fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness í fyrra. 30.9.2004 00:01 Morfíntengdum lyfjum stolið Brotist var inn í Sighvat Bjarnason VE-81 í Vestmannaeyjahöfn í fyrrinótt. Lyfjakista skipsins var brotin upp og þaðan stolið lyfjum, meðal annars lyfinu Petidín sem er morfíntengt. 30.9.2004 00:01 Krefst fjögurra ára fangelsis Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. 30.9.2004 00:01 Sölu Símans frestað til 2008 Þingflokkur Vinstri-grænna hefur ákveðið hver verði tíu fyrstu mál þingflokksins á komandi þingi. Þau helstu eru frumvarp til laga um breytingu á lögum um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf., breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt og þingsályktunartillaga um gjaldfrjálsan leikskóla. 30.9.2004 00:01 Rauð blikkljós í bíla þyrlusveitar Starfsmenn í þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar hafa fengið rauð ljós í bíla sína til að auðvelda þeim að komast leiðar sinnar í umferðinni. Ljósin eru ekki eiginleg forgangsljós. Þau eiga hins vegar að auka öryggi og óska eftir tillitsemi annarra ökumanna. Þá auðvelda ljósin lögreglu að aðstoða þyrluáhafnir við að komast leiðar sinnar í neyðartilfellum. 30.9.2004 00:01 Taka fingraför og ljósmynd Fingraför allra Íslendinga sem koma til Bandaríkjanna verða framvegis skönnuð inn í gagnabanka og einnig verður tekin af þeim ljósmynd. Þetta verður gert vegna hryðjuverkavarna. 30.9.2004 00:01 Ungur maður lífshættulega slasaður Ungur maður er lífshættulega slasaður eftir alvarlegt umferðarslys í Þrastarskógi síðdegis þegar tveir fólksbílar, sem komu úr gagnstæðum áttum, skullu saman. Í hinum bílnum voru kona og eins árs barn og eru þau minna slösuð að sögn lögreglunnar á Selfossi. 30.9.2004 00:01 Þingmálin í vetur Skattalækkanir og niðurskurður verða meðal helstu þingmála á 31. löggjafarþing Íslendinga sem verður sett í dag. Stjórnarandstaðan ætlar líka að ræða um kennararverkfall, Írak, Símann og embættisveitingar. 30.9.2004 00:01 Samstarf stjórnarandstöðu Stjórnarandstæðingar boða aukna samvinnu á þingi í vetur og ætla flokksformenn að hittast á reglubundnum samráðsfundum. 30.9.2004 00:01 31. löggjafarþingið sett <font face="Helv"></font> Alþingi verður sett í dag og fjárlagafrumvarp lagt fram, forseti Alþingis kosinn og kosið í helstu nefndir þingsins. Þingsetningin verður með hefðbundnu sniði og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni ganga forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. 30.9.2004 00:01 Mesta breyting síðari ára Stór hluti þjóðarinnar gengur að kjörborðinu næsta vor til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Lagt er til að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitt hundrað niður í um fjörutíu um leið og tugmilljarða verkefni verði færð frá ríki yfir til sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. 30.9.2004 00:01 Helmingur kennara fylkti liði Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga hittast aftur á morgun eftir sjö klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður Kennarasambandsins segir að þá muni koma í ljós hvort einhverjar glæður hafi kviknað sem hægt verði að blása lífi í. 30.9.2004 00:01 Leikskólakennarar líka í viðræðum Leikskólakennarar standa einnig í kjaraviðræðum við sveitarfélögin en meginkrafa þeirra er að fá sambærileg laun og aðrir kennarar. 30.9.2004 00:01 Jón Steinar ekki hæfastur Ráðherra skipaði ekki hæfasta umsækjandann í embætti hæstaréttardómara, að sögn Stefáns Más Stefánssonar, annars þeirra sem dómurinn taldi hæfastan. Þá undirbýr lögmaður Hjördísar Hákonardóttur mál á hendur dómsmálaráðuneytinu. 30.9.2004 00:01 Rukkari skallaði skuldugan skókóng Óskar Axel Óskarsson skósali segir handrukkara hafa skallað sig í gær. Tveir vörslusviptingarmenn mættu á skóútsölu Óskars til að ná í 482 skópör sem hann tók úr gámi af svæði Atlantsskipa. Sýslumaður hafði gert fjárnám í skónum vegna 800 þúsund króna skuldar Óskars. Lögregla var kölluð til. </font /> 30.9.2004 00:01 80% drengja hala ólöglega niður Um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna meints höfundarréttarstuldar. Einn höfuðpauranna í því máli ákvað að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá gæsluvarðhaldi. 30.9.2004 00:01 Beitir sér ekki fyrir kennara Reykjavíkurborg rétt eins og önnur sveitarfélög á við fjárhagsvanda að stríða, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgin mun því ekki grípa inn í samningaviðræður kennara og launanefndar sveitarfélaganna. Árni Þór segir fjárhags- og verkfallsvandann óskylda hluti. 30.9.2004 00:01 Máli Hannesar vísað frá Máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um lögbann á efnismeðferð Siðanefndar Háskóla Íslands var vísað frá í Hæstarétti í gær. 30.9.2004 00:01 Deilendur snúi sjónarmiðum sínum Ljóst er að menn verða að snúa sjónarmiðum sínum til ef þeir ætla að ná saman, segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Góðs viti er að deilendur hafi fundað í sjö og hálfa klukkustund í Karphúsinu í gær. 30.9.2004 00:01 Sveitarfélögin færri og stærri Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga. 30.9.2004 00:01 Þriðjungur í þrot vegna lóðaverðs Tæpur þriðjungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á árunum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til þess fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð. 30.9.2004 00:01 Skaðleg áhrif á fötluð börn Verði lengra rof á skólagöngu fatlaðra barna getur það haft varanleg áhrif á færni þeirra, segir Tryggvi Sigurðsson, sviðstjóri á Greiningarstöð ríkisins og doktor í sálfræði; sérfræðingur í fötlun barna. 30.9.2004 00:01 Haldið sofandi í öndunarvél Átján ára piltur slasaðist alvarlega þegar bifreið sem hann ók skall framan á annarri bifreið Biskupstungnabraut um miðjan dag í gær. 30.9.2004 00:01 Ætla í hvert einasta hús "Við erum komin með 700 sjálfboðaliða á skrá en þurfum 2.500 til að ná settu marki. Við ætlum í hvert einasta hús," segir Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi, en á morgun stendur Rauði krossinn fyrir átakinu "Göngum til góðs" þar sem sjálfboðaliðar ganga í hús og safna fjármunum fyrir stríðshrjáð börn. 30.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Samningamenn svartsýnir Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virðast vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur verði af samningafundi sem hófst klukkan níu hjá Ríkissáttasemjara eftir viku hlé á viðræðum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. 30.9.2004 00:01
Leysti frá skjóðunni Einn höfuðpauranna í höfundarréttarstuldinum, sem lögregla hóf víðtæka rannsókn á í fyrrakvöld, ákvað í gærkvöldi að leysa frá skjóðunni til að komast hjá því að verða úrskurðaður í gæsluvarðhald. Var hann þá kominn ásamt lögreglumönnum í húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fjalla átti um kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. 30.9.2004 00:01
Börn gangi um sjálfala Samtökin Heimili og skóli hafa áhyggjur af því að börn gangi um sjálfala meðan verkfall grunnskólakennara varir. Svo virðist sem kennarar séu einnig í hálfgerðu reiðileysi. 30.9.2004 00:01
Lögregla leitar enn bílþjófa Lögreglan á Akureyri leitar enn skemmdarvarga og þjófa sem brutust inn í sextán bíla í bænum í fyrrinótt í leit að peningum í þeim. Þeir brutu rúður í bílunum til að komast inn í þá og rótuðu í öllu lauslegu en stálu engum verðmætum, eins og hjómflutningstækjum. 30.9.2004 00:01
Verðhækkanir koma niður á útgerð Olíuverðshækkanirnar að undanförnu koma hart niður á útgerðinni og þá einkum á útgerð stórra frystitogara sem nota á annan tug tonna af olíu á sólarhring. Þeir eru bæði með aflmiklar aðalvélar, fiskvinnslubúnaðurinn um borð er knúinn áfram með olíu og loks knýr olía frystinguna sjálfa. 30.9.2004 00:01
Úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. 30.9.2004 00:01
Fjöldaganga kennara og nema Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: 30.9.2004 00:01
Braut meginreglu stjórnsýslulaga Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, sem Hæstiréttur taldi annan af hæfustu umsækjendum um dómarastöðu við Hæstarétt, telur að settur dómsmálaráðherra hafi brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög þegar hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær. 30.9.2004 00:01
Hringurinn þrengdur um þjóðarblóm Sjö blóm hafa verið valin til úrslita í keppninni um sæmdarheitið ,,þjóðarblóm“ Íslendinga. Valið stendur á milli blágresis, blóðbergs, geldingarhnapps, gleym-mér-eyjar, holtasóleyjar, hrafnafífu og lambagrass, og fá landsmenn að kjósa um þau í skoðanakönnun næstu tvær vikur. 30.9.2004 00:01
Umhverfisráðherra fagnar áfanganum Ríkisstjórn Rússlands staðfesti Kyoto-bókunina í morgun og þar með virðist sem þessi sjö ára gamli samningur muni loks hljóta fullgildingu sem alþjóðasáttmáli. Umhverfisráðherra Íslands fagnar þessum áfanga og telur að þetta geti sett þrýsting á Bandaríkin um að láta af andstöðu sinni við samninginn. 30.9.2004 00:01
Árni skipaður á ný Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra skipaði í gær dr. Árna Einarsson líffræðing til þess að gegna áfram stöðu forstöðumanns Náttúrurannsóknastöðvarinnar til næstu fimm ára. Árni hefur starfað sem forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar frá árinu 1996. 30.9.2004 00:01
Bæjarstjórn mátti fresta fundi Félagsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfu minnihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja, um að frestun á fundi bæjarstjórnar þann 16.september verði gerð ógild. 30.9.2004 00:01
Lyfjum stolið úr togara Brotis var inn í togarann Sighvat Bjarnason VE í Vestmannaeyahöfn í nótt. Lögreglan í Eyjum fékk tilkynningu um þetta laust fyrir hádegi. Að sögn lögreglu braut þjófurinn upp lyfjakistu skipsins og hafði þaðan á brott pedidín sem er lyf skylt morfíni. 30.9.2004 00:01
Lögreglan lýsir eftir dreng Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Albert Þór Benediktssyni, 14 ára, sem síðast sást til í Faxafeni sunnudaginn 26. september síðastliðinn klukkan 17:50. Þeir sem hafa orðið hans varir, eða vita hvar hann er nú, eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma við 444 1102. 30.9.2004 00:01
Sameining sveitarfélaga í pípunum Líklegt er að íbúar 80 sveitarfélaga gangi að kjörborðinu næsta vor til að greiða atkvæði um sameiningu við nágrannasveitarfélög. Það gerist ef tillögur um breytingar á sveitarfélagaskipan ná fram að ganga en þær verða kynntar á blaðamannafundi sem er nýhafinn á Hóteli Nordica. 30.9.2004 00:01
Fækkun sveitarfélaga úr 103 í 39 Sveitarfélögum á Íslandi fækkar úr 103 í 39 samkvæmt tillögum nefndar um sameiningu sveitarfélaga sem kynntar voru á fundi á Hótel Nordica í dag. Á meðal tillagna nefndarinnar er að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi. Þar með yrði það eitt af stærstu sveitarfélögum landsins með tæplega 17 þúsund íbúa. 30.9.2004 00:01
350 milljónir í nýja heilsugæslu Framkvæmdir við stækkun Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar um þúsund fermetra og endurnýjun núverandi húsnæðis alveg frá grunni hefjast á næsta ári að sögn Konráðs Baldvinssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Heildarkostnaðurinn er áætlaður um 350 milljónir króna. 30.9.2004 00:01
Samningafundi slitið Fundi samninganefnda Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaganna var slitið á fimmta tímanum og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan eitt á morgun. Engin niðurstaða er komin í málið en reynt verður áfram á morgun. 30.9.2004 00:01
Siglfirðingar vongóðir um göng Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa þegar hafið framkvæmdir sem tengjast gerð Héðinsfjarðarganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Verið er að byggja brú yfir Fjarðará sem tengist vegi sem liggur að gangamunnanum. 30.9.2004 00:01
Íslandsmet í fésektum Örn Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Brasserie Borgar játaði, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, rúmlega sextíu milljóna króna skattsvik. Á síðasta ári var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir fimmtán milljón króna skattsvik og til greiðslu þrjátíu milljón króna sektar. 30.9.2004 00:01
Enn einn handtekinn Einn enn hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðustu ára. Maðurinn sem er um þrítugt var handtekinn í fyrradag og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald síðar sama dag. 30.9.2004 00:01
Lögbannið fellt úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi lögbann við að Siðanefnd Háskóla Íslands fjalli um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar þegar hann reit fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness í fyrra. 30.9.2004 00:01
Morfíntengdum lyfjum stolið Brotist var inn í Sighvat Bjarnason VE-81 í Vestmannaeyjahöfn í fyrrinótt. Lyfjakista skipsins var brotin upp og þaðan stolið lyfjum, meðal annars lyfinu Petidín sem er morfíntengt. 30.9.2004 00:01
Krefst fjögurra ára fangelsis Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. 30.9.2004 00:01
Sölu Símans frestað til 2008 Þingflokkur Vinstri-grænna hefur ákveðið hver verði tíu fyrstu mál þingflokksins á komandi þingi. Þau helstu eru frumvarp til laga um breytingu á lögum um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf., breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt og þingsályktunartillaga um gjaldfrjálsan leikskóla. 30.9.2004 00:01
Rauð blikkljós í bíla þyrlusveitar Starfsmenn í þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar hafa fengið rauð ljós í bíla sína til að auðvelda þeim að komast leiðar sinnar í umferðinni. Ljósin eru ekki eiginleg forgangsljós. Þau eiga hins vegar að auka öryggi og óska eftir tillitsemi annarra ökumanna. Þá auðvelda ljósin lögreglu að aðstoða þyrluáhafnir við að komast leiðar sinnar í neyðartilfellum. 30.9.2004 00:01
Taka fingraför og ljósmynd Fingraför allra Íslendinga sem koma til Bandaríkjanna verða framvegis skönnuð inn í gagnabanka og einnig verður tekin af þeim ljósmynd. Þetta verður gert vegna hryðjuverkavarna. 30.9.2004 00:01
Ungur maður lífshættulega slasaður Ungur maður er lífshættulega slasaður eftir alvarlegt umferðarslys í Þrastarskógi síðdegis þegar tveir fólksbílar, sem komu úr gagnstæðum áttum, skullu saman. Í hinum bílnum voru kona og eins árs barn og eru þau minna slösuð að sögn lögreglunnar á Selfossi. 30.9.2004 00:01
Þingmálin í vetur Skattalækkanir og niðurskurður verða meðal helstu þingmála á 31. löggjafarþing Íslendinga sem verður sett í dag. Stjórnarandstaðan ætlar líka að ræða um kennararverkfall, Írak, Símann og embættisveitingar. 30.9.2004 00:01
Samstarf stjórnarandstöðu Stjórnarandstæðingar boða aukna samvinnu á þingi í vetur og ætla flokksformenn að hittast á reglubundnum samráðsfundum. 30.9.2004 00:01
31. löggjafarþingið sett <font face="Helv"></font> Alþingi verður sett í dag og fjárlagafrumvarp lagt fram, forseti Alþingis kosinn og kosið í helstu nefndir þingsins. Þingsetningin verður með hefðbundnu sniði og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni ganga forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. 30.9.2004 00:01
Mesta breyting síðari ára Stór hluti þjóðarinnar gengur að kjörborðinu næsta vor til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Lagt er til að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitt hundrað niður í um fjörutíu um leið og tugmilljarða verkefni verði færð frá ríki yfir til sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. 30.9.2004 00:01
Helmingur kennara fylkti liði Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga hittast aftur á morgun eftir sjö klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður Kennarasambandsins segir að þá muni koma í ljós hvort einhverjar glæður hafi kviknað sem hægt verði að blása lífi í. 30.9.2004 00:01
Leikskólakennarar líka í viðræðum Leikskólakennarar standa einnig í kjaraviðræðum við sveitarfélögin en meginkrafa þeirra er að fá sambærileg laun og aðrir kennarar. 30.9.2004 00:01
Jón Steinar ekki hæfastur Ráðherra skipaði ekki hæfasta umsækjandann í embætti hæstaréttardómara, að sögn Stefáns Más Stefánssonar, annars þeirra sem dómurinn taldi hæfastan. Þá undirbýr lögmaður Hjördísar Hákonardóttur mál á hendur dómsmálaráðuneytinu. 30.9.2004 00:01
Rukkari skallaði skuldugan skókóng Óskar Axel Óskarsson skósali segir handrukkara hafa skallað sig í gær. Tveir vörslusviptingarmenn mættu á skóútsölu Óskars til að ná í 482 skópör sem hann tók úr gámi af svæði Atlantsskipa. Sýslumaður hafði gert fjárnám í skónum vegna 800 þúsund króna skuldar Óskars. Lögregla var kölluð til. </font /> 30.9.2004 00:01
80% drengja hala ólöglega niður Um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna meints höfundarréttarstuldar. Einn höfuðpauranna í því máli ákvað að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá gæsluvarðhaldi. 30.9.2004 00:01
Beitir sér ekki fyrir kennara Reykjavíkurborg rétt eins og önnur sveitarfélög á við fjárhagsvanda að stríða, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgin mun því ekki grípa inn í samningaviðræður kennara og launanefndar sveitarfélaganna. Árni Þór segir fjárhags- og verkfallsvandann óskylda hluti. 30.9.2004 00:01
Máli Hannesar vísað frá Máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um lögbann á efnismeðferð Siðanefndar Háskóla Íslands var vísað frá í Hæstarétti í gær. 30.9.2004 00:01
Deilendur snúi sjónarmiðum sínum Ljóst er að menn verða að snúa sjónarmiðum sínum til ef þeir ætla að ná saman, segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Góðs viti er að deilendur hafi fundað í sjö og hálfa klukkustund í Karphúsinu í gær. 30.9.2004 00:01
Sveitarfélögin færri og stærri Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga. 30.9.2004 00:01
Þriðjungur í þrot vegna lóðaverðs Tæpur þriðjungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á árunum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til þess fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð. 30.9.2004 00:01
Skaðleg áhrif á fötluð börn Verði lengra rof á skólagöngu fatlaðra barna getur það haft varanleg áhrif á færni þeirra, segir Tryggvi Sigurðsson, sviðstjóri á Greiningarstöð ríkisins og doktor í sálfræði; sérfræðingur í fötlun barna. 30.9.2004 00:01
Haldið sofandi í öndunarvél Átján ára piltur slasaðist alvarlega þegar bifreið sem hann ók skall framan á annarri bifreið Biskupstungnabraut um miðjan dag í gær. 30.9.2004 00:01
Ætla í hvert einasta hús "Við erum komin með 700 sjálfboðaliða á skrá en þurfum 2.500 til að ná settu marki. Við ætlum í hvert einasta hús," segir Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi, en á morgun stendur Rauði krossinn fyrir átakinu "Göngum til góðs" þar sem sjálfboðaliðar ganga í hús og safna fjármunum fyrir stríðshrjáð börn. 30.9.2004 00:01