Fleiri fréttir

Útför Péturs Kristjánssonar

Útför Péturs Kristjánssonar tónlistarmanns var gerð frá Grafarvogskirkju í dag að viðstöddu fjölmenni. Pétur var einn af kunnustu poppsöngvurum landsins og starfaði með fjölda hljómsveita, svo sem Pops, Náttúru, Pelican og Paradís. Hann lést eftir hjartaáfall þann 3. september síðastliðinn, 53 ára að aldri.

60 milljónir í sjúkrakostnað

Frá því reglur EES samningsins um almannatryggingar tóku gildi árið 1994 hefur TR  greitt alls tæplega 80 milljónir króna til tryggingastofnana annarra EES landa vegna sjúkrakostnaðar Íslendinga í þeim löndum

Slysahætta og vegaslit mun aukast

Þegar strandsiglingar leggjast alfarið af hér við land 1. desember næstkomandi mun slit á vegum, slysahætta og losun gróðurhúsalofttegunda aukast til muna. Lagt er til að ríkisstjórnin skipi nefnd til þess að gera ítarlega úttekt á þessum áhrifum og kanna hvernig bregðast megi við þeim.

Mikil eyðilegging í öflugum stormi

Þak fauk af hótelbyggingu í Freysnesi í Öræfum og klæðning flettist af nærliggjandi vegi. Flytja þurfti gesti burt af hótelinu og verður það lokað næstu daga. Björgunarsveitir höfðu í mörgu að snúast í gærmorgun. </font /></b />

Tugmilljóna tjón í Freysnesi

Þakið rifnaði af 300 fermetra byggingu Hótels Skaftafells í Freysnesi í fárviðri í nótt og annað hús á staðnum færðist til á grunninum. Vegna veðurofsans urðu gestir að yfirgefa hótelið í brynvörðum bíl. Tjónið nemur tugum milljóna króna.

Foreldrar grunnskólabarna mótmæla

Foreldrar grunnskólabarna hafa efnt til mótmælastöðu á Austurvelli klukkan tólf á morgun vegna yfirvofandi kennaraverkfalls. Mikil óvissa ríkir hjá foreldrum vegna stöðu mála en fátt bendir til þess að hægt verði að afstýra verkfalli.

Vindhviður á við slæman fellibyl

Verstu óveður á Íslandi slaga upp í smæstu fellibylji sem geisa nær miðbaug jarðar. Einstakar vindhviður ná þó á sumum stöðum hér veðurofsa sem er viðvarandi í allra stærstu fellibyljum. </font /></b />

Sjálfstæðiskonur ósáttar

Sjálfstæðiskonur eru afar vonsviknar yfir því að Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hafi valið karlmann sem aðstoðarmann.

Samstaða um sölu borgarfyrirtækja

Lagt er til að Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkur, feli þriggja manna verkefnisstjórn að móta tillögu að sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöð ehf. og Malbikunarstöðinni Höfða hf. og leggja fyrir borgarráð fyrir árslok.

Sorphirðugjöld hækki um þriðjung

Sorphirðugjöld fólks í Reykjavík sem ekki sættir sig við tunnur séu tæmdar sjaldnar hækka um 30 prósent, nái tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum fram að ganga. Þeir sem sætta sig við sorphreinsun á hálfsmánaðarfresti geta hins vegar lækkað sorphirðugjöldin um 15 prósent frá því sem nú er. Tillögur nefndarinnar kynntar í borgarráði í gær.

Vilja ekki missa veginn

"Bæjarstjórn Austur-Héraðs mótmælir hugmyndum um lengingu þjóðvegar eitt þannig að hann liggi með fjörðum í stað Breiðdals og Skriðdals," segir í bókun bæjarstjórnar frá því í gær.

Fengu sextíu milljónir

Tryggingastofnun greiddi í fyrra tæplega sextíu milljónir króna vegna sjúkrakostnaðar íslenskra ferðamanna; 29 milljónir vegna ferða í löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, 27 milljónir til landa innan svæðisins og rúma milljón króna til endurgreiðslu á beinum útlögðum kostnaði einstaklinga í EES löndunum.

Forsetinn í útlöndum

Forseti Íslands situr þriðja Rannsóknarþing norðursins sem hófst í gær og lýkur næsta sunnudag í Yellowknife í norðvesturhluta Kanada.

Erfiðleikar í samskiptum

Ekki hefur verið gengið frá samningi milli Bændasamtaka Íslands og sláturleyfishafa að því er segir í Bændablaðinu. Þar kemur fram að ekki hafi verið lokið við að ganga frá samkomulagi um ráðstöfun peninga sem komi inn á nýhafinni sláturtíð og renna eiga til þjónustu og þróunarkostnaðar.

Vírusar hjá bændum

Vírusvarnir bænda mættu vera betri, segir Baldur Óli Sigurðsson, kerfisstjóri hjá Bændasamtökum Íslands. Í umfjöllun Bændablaðsins kemur fram að sérstaklega verði tekið á öryggismálum í á námskeiðinu "Rafrænt bókhald - rafræn samskipti" sem Bændasamtök Íslands halda í samstarfi við búnaðarsamböndin og Upplýsingatækni í dreifbýli.

Slæmt mál fyrir spítala

Ekki verður gripið til sérstakra áætlana fyrir rúmlega 4.500 starfsmenn Landspítala-háskólasjúkrahúss fari kennarar í verkfall. Erna Einarsdóttir, sviðsstjóri starfsmannasviðs spítalans, segir að reynt verði að hliðra til vöktum og vinnutíma fólks eftir þörfum.

Sjö tugir funda án árangurs

Fjölmiðlaumræða hefur haft neikvæð áhrif á kjaraviðræður kennara og sveitarfélaganna. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, hefur merkt það á viðræðunum við kennara. Deilendur hafi gert samkomulag við ríkissáttasemjara um að ræða stöðu mála ekki opinberlega.

Viðræður kennara á villigötum

Á 21. öldinni ætti að skoða samningagerð kennara upp á nýtt. Óásættanlegt er fyrir kennara að störf þeirra séu metin í mínútum og klukkustundum. Kennarasamband Íslands ætti að ræða kjaramál sín með öðrum hætti en nú er gert, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ og fyrrverandi skólastjóri.

Neysla erlendra ferðamanna eykst

Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum fyrstu sex mánuði ársins hafa aukist um milljarð frá því á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu.

Ríkisstofnunum hugsanlega fækkað

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kanna hvort fækka megi ríkisstofnunum. Sett verður á fót sérstök ráðherranefnd fjögurra ráðherra sem skipa einn fulltrúa hver í framkvæmdanefnd undir formennsku fulltrúa fjármálaráðherra.

Sjálfstæðiskonur ósáttar

Sjálfstæðiskonur eru afar vonsviknar yfir því að Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hafi valið karlmann sem aðstoðarmann. Sigríður Anna hefur verið ötull talsmaður jafnréttis innan flokksins og hvatamaður fyrir aukinni samvinnu kvenna. Hún hefur lýst því yfir að hún sé ekki ánægð með stöðu kvenna innan flokksins.

Vefur til styrktar atvinnilífinu

Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa opnað sérstakan vef sem ætlaður er til þess að laða fyrirtæki norður. Á vefnum, sem nefnist Akureyrarpúlsinn, er samanburður á rekstrarumhverfi fyrirtækja á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu.

Skreiðarhjallar lögðust á hliðina

Nokkurt tjón varð í Vestmannaeyjum í óveðri í fyrrinótt og var erilsamt hjá lögreglunni frá miðnætti til klukkan níu í gærmorgun. Björgunarfélag Vestmannaeyja hjálpuðu lögreglu að festa þakplötur og lausa muni.

Tré fuku upp með rótum

Mikið hvassviðri var á Hvolsvelli og í nágrenni í fyrrinótt og gærmorgun að sögn lögreglu. Nokkur stór tré fuku upp með rótum, gervihnattadiskar skemmdust og þakplötur fuku.

Sjálfbær þróun í samgöngum

Áherslur í samgöngumálum borgarinnar byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þetta sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, við setningu Evrópskrar samgönguviku í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.

Óðu ána upp að mitti

Fjórir franskir ferðamenn sem leit var hafin að skiluðu sér til byggða heilir á húfi rétt eftir klukkan tólf í hádeginu í gær.

Atlantsolía fær lóð

Borgarráð staðfesti í gær breytingu á borgarskipulaginu sem gerir ráð fyrir að reist verði sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og olíu við Bústaðaveg. Atlantsolía hefur þegar fengið fyrirheit um lóðina, sem stendur norðan við veitingastaðinn Sprengisand og austan hesthúsa Fáks á svæðinu.

Risastór virkjun á Norðurlandi?

Forystumenn í Skagafirði vilja að raforka sem framleidd verður á Norðurlandi vestra verði nýtt til stóriðju á Brimnesi við Kolkuós og hafna því að hún verði nýtt til atvinnusköpunar utan héraðs. Viðræður eru að hefjast milli Landsvirkjunar og Skagfirðinga um að reisa eina stærstu virkjun landsins, Skatastaðavirkjun.

Pétur W. Kristjánsson jarðsunginn

Pétur W. Kristjánsson tónlistarmaður var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í gær. Hann fæddist 7. janúar 1952 og lést á Landspítalanum 3. september eftir skammvinn veikindi. Pétur var í hópi þekktustu tónlistarmanna sinnar kynslóðar og söng með mörgum vinsælum hljómsveitum, t.d. Pops, Náttúru og Pelikan.

Kári ritstjóri Fréttablaðsins

Kári Jónasson hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins og tekur til starfa 1. nóvember. Kári var fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í sautján ár en vann þar samfleytt í 31 ár, fyrst sem fréttamaður og svo varafréttastjóri. Áður var hann blaðamaður á Tímanum.

Tek við góðu búi

Sigríður Anna Þórðardóttir tekur við embætti umhverfisráðherra í dag. Hún hlakkar til að takast á við starfið enda umhverfismálin vaxandi málaflokkur. </font /></b />

Starfsfólk fylgir foringjunum

Nánustu samstarfsmenn Davíðs Oddssonar munu fylgja honum úr stjórnarráðinu við Lækjargötu í utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg þegar forystumenn stjórnarflokkanna hafa stólaskipti í dag. Sömu sögu er að segja um nánustu samverkamenn Hallldórs Ásgrímssonar.

Frá Viðey til Rauðarár

Þrettán ára viðburðaríkur forsætisráðherraferill Davíðs Oddssonar er á enda. Eftirmæli AP um Davíð: "Markaðssinni sem misreiknaði sig". </font /></b />

Eldsvoði í Hafnarfirði

Íbúar sluppu ómeiddir út þegar eldur kviknaði í íbúðarhúsi við Dalshraun í Hafnarfirði um klukkan þrjú í nótt. Einn var fluttur á slysadeild Landspítalans með vott af reykeitrun en hresstist fljótt. Slökkvistarf gekk vel en reykræsta þurfti húsið. Nokkrar skemmdir urðu af reyk en eldsupptök eru ókunn.

Fleiri fyrirtæki með barnagæslu

Mun fleiri stórfyrirtæki en Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar íhuga að koma á einhvers konar barnagæslu ef til kennaraverkfalls kemur en Kennarasambandið líkir slíku við verkfallsbrot og áskilur sér allan rétt til aðgerða í slíkum tilvikum.

Þyrla sótti slasaðan Rússa

Rússneskur sjóliði, sem slasaðist um borð í herskipi djúpt suður af landinu í gær og þyrla Varnarliðsins sótti, er enn á Landspítalanum við Fossvog. Hann hlaut innvortis blæðingar eftir þungt högg á brjósthol og hafði verið í aðgerð á sjúkrastofunni um borð í skipinu í þrjár klukkustundir þegar óskað var eftir aðstoð.

Lamb hljóp fyrir mótorhjól

Lamb drapst eftir að það hljóp í veg fyrir mótorhjól í Hvalfjarðarbotni laust fyrir kvöldmat í gær. Við áreksturinn féll ökumaður vélhjólsins í götuna og slasaðist en þó ekki alvarlega. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar.

Rjúpnaveiðibanninu aflétt?

Skotveiðimenn fagna mjög jákvæðum niðurstöðum úr rjúpnarannsóknum sem sýna ört vaxandi stofn og ætla að knýja á um að rjúpnaveiðibanninu, sem sett var í fyrrahaust, verði aflétt strax í haust. Þeir eru á móti tilbúnir til þess að sæta einhverjum takmörkunum, eins og til dæmis að ekki megi veiða rjúpu nema fjóra daga í viku.

Ný ríkisstjórn tekur við

Ný ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við á ríkisráðsfundi sem hefst á Bessastöðum eftir klukkustund. Halldór, sem verður fimmtándi forsætisráðherra lýðveldisins, hefur stólaskipti við Davíð Oddsson en hann hefur gegnt embættinu lengst allra Íslendinga.

Varað við stormi í kvöld

Veðurstofan varar við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu, sem fylgir fyrstu haustlægðinni á sunnanverðu landinu og hálendinu seint í kvöld og í nótt. Fólk er beðið um að hafa varann á og huga að lausum og léttum hlutum sem gætu fokið til og valdið tjóni.

Björn telur sig vanhæfan

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur sig vanhæfan til að skipa í embætti hæstaréttardómara sem nú er laust vegna þeirra eftirmála sem urðu þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson dómara við réttinn í ágúst í fyrra. Það kemur í hlut Geirs H. Haarde fjármálaráðherra að taka ákvörðun um hver hlýtur embættið.

Foreldrafélag útvegar barnagæslu

Starfsfólk hjá Íslandsbanka og Sjóvá-Almennum hefur stofnað foreldrafélag til að sjá um að útvega barnagæslu ef til kennaraverkfalls kemur. Stjórn félaganna kemur ekkert að málinu.

Rússinn útskrifaður af gjörgæslu

Áður óþekktar boðleiðir voru notaðar þegar óskað var eftir að rússneskur sjóliði, sem slasaðist um borð í herskipi djúpt suður af landinu í gær, yrði sóttur og fluttur á sjúkrahús hér á landi.

Reikningsskil ráðherra ruglingsleg

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir reikningsskil iðnaðarráðherra vegna losunar gróðurhúsalofttegunda samkvæmt Kyoto-bókuninni ruglingsleg.

Fleiri konur í stjórnmál

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur það mjög mikilvægt að konur komi í vaxandi mæli inn í íslensk stjórnmál og telur sig hafa reynt að stuðla að því. Hann fagnar jafnframt auknum áhuga kvenna á stjórnmálum. </font /></b />

Sjá næstu 50 fréttir