Fleiri fréttir

Leit formlega hætt

Flest þykir nú benda til að misheppnaður grínisti hafi sent hundruð björgunarsveitarmanna í tilgangslausa leit að hópi tuttugu franskra ferðamanna á hálendinu. Starfsmaður Ferðafélagsins gerði Neyðarlínunni viðvart að morgni fimmtudags eftir að maður hafði komið inn í samtal hans og skálavarðar í Hvanngili um talstöð.

Veðurhorfur næstu daga

Suðaustan 8-13 m/s og skúrir sunnan- og vestanlands í dag, en annars hægari og þurrt að kalla. Hvessir í nótt og suðaustan 13-18 suðvestanlands um hádegi á morgun, en annars hægari. Rigning á sunnan- og vestanverðu landinu, en úrkomulítið norðaustan til.

Rjómablíða í Eyjum

Rjómablíða er í Vestmannaeyjum í dag eftir rigningu í nótt og gærdag. Dagskráin stóð til klukkan fimm í nótt og fór að sögn ágætlega fram, en þrátt fyrir rigningu var mikil stilla í dalnum.

Rætist úr veðri á landinu

Hátíðahöld fara vel af stað þessa verslunarmannahelgi og virðast landsmenn skemmta sér hið besta um land allt. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir umferðina hafa gengið vel fyrir sig það sem af er helgarinnar en minnir ökumenn á virða hraðatakmarkanir, sýna tillit og aka eftir aðstæðum.

Fylgi ríkisstjórnar dalar

Fylgi við ríkisstjórnina dalar samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Eftir því sem fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í morgun eru 62 prósent landsmanna andvíg ríkisstjórn Sjálfsstæðisflokks og Framsóknarflokks og hefur stuðningur við hana minnkað um fjögur prósentustig í júlí frá júnímánuði.

Enn tekið alvarlega

Lögreglan tekur ennþá alvarlega neyðarkallið sem barst síðastliðinn fimmtudag, um að tuttugu frakkar væru veikir, af matareitrun, á hálendinu. Jónína Sigurðardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn, hjá fjarskiptadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofuna, nú fyrir hádegi, að þótt ýmislegt bendi til þess að neyðarkallið hafi verið gabb, sé ennþá gengið út frá því að það hafi verið raunverulegt.

Egó í kvöld

Hljómsveitin Egó er komin til Vestmannaeyja og var með hljóðprufu um fjögurleytið. Stórt hljóðkerfi hefur verið sett upp við sviðið í dalnum og hlakka menn til að heyra Egó vakna af 20 ára dvala, að sögn Páls Schevings framkvæmdastjóra hátíðarinnar.

Málinu haldið opnu fram yfir helgi

Leit er haldið áfram að tuttugu frönskum ferðamönnum vegna neyðarkalls sem barst síðastliðinn fimmtudag. Búið er að leita á gríðarstóru svæði, bæði úr lofti og á landi. Þó að líkurnar á því að franski hópurinn sé raunverulegur með hverri klukkustund sem líður getur lögreglan ekki annað en leitað af sér allan grun.

Innsetning forseta á morgun

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sver embættiseiða í þriðja sinn á morgun. Athöfnin fer fram á meðan á endurbótum á Alþingishúsinu stendur og var fjölmiðlum af þeim sökum synjað um leyfi til að sýna frá undirbúningi fyrir innsetningarathöfnina. Helmingur ríkisstjórnarinnar verður fjarverandi við athöfnina.

Fékk tvö ný lungu

Lífið er eins og ævintýramynd eftir Spielberg. Þetta segir Jón Ottó Rögnvaldsson sem fékk tvö ný lungu grædd í sig í fyrra. Áður komst hann varla á milli herbergja og var tengdur við súrefniskút allan sólarhringinn, en í dag segist hann nánast treysta sér til að hlaupa maraþon.

Gleði og ást í Húsdýragarði

Það ríkti gleði og ást í Húsdýragarðinum í dag þegar þeir Reykvíkingar sem heima sitja um verslunarmannahelgina slettu þar úr klaufunum. Það gerði einnig nautið Guttormur, sem var ástleitinn við kýrnar.

Gótt verður á austurlandi

Geggjað veður hérna fyrir austan sögðu viðmælendur fréttastofu í dag. Nokkur þúsund manns eru á hátíðum á Austfjörðum um helgina, meðal annars í Neskaupstað og á Borgarfirði eystri þar sem hátíðin Álfaborgarsjens er haldin.

Fjöldi á unglingalandsmóti

Tíu þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki um helgina. Þar brosa skipuleggjendur hringinn og þakka fyrir góða gesti og gott veður. Það hefur ekki verið eintómt sólskin á Sauðárkróki um helgina en það hefur ekki komið að sök.

Af nógu að taka á Suðurlandi

Það var af nógu að taka á Suðurlandi fyrir þá sem lögðu í ferðalag í tilefni af verslunarmannahelginni. Fjölbreytt dagskrá var í boði víða í landshlutanum, og höfðu menn heppnina með sér, því þrátt fyrir leiðinlega veðurspá, rættist úr veðrinu og var einstök veðurblíða, nánast hvar sem drepið var niður fæti.

Níu þúsund í Eyjum

Tæplega níu þúsund manns eru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lögregla er ánægð með framkomu gesta og segir enga kæru hafa verið lagða fram vegna líkamsárásar eða nauðgunar. Hins vegar hafa um 30 fíkniefnamál komið upp á hátíðinni.

Lang flestir á Akureyri

Tjaldstæði á Akureyri yfirfylltust í nótt þegar íbúafjöldi bæjarins tvöfaldaðist. Talið er að þangað séu komnir yfir fimmtán þúsund gestir. Allt tiltækt lið lögreglu er á vakt ásamt liðsauka að sunnan. Hátíðin ein með öllu, á Akureyri, er lang fjölmennasta hátíð sem haldin er á landinu, um verslunarmannahelgina.

Miklir vatnavextir í Jöklu

Miklir vatnavextir hafa verið í Jöklu undanfarna daga og hafa starfsmenn Impregilo við Kárahnjúkavirkjun af þeim sökum styrkt fremri stífluna við árfarveginn. Leó Sigurðssyni, yfirmanni öryggis- og umhverfismála, hjá Impregilo segir hættuástand ekki hafa skapast en að menn hafi varann á.

Víðtæk leit að 20 ferðamönnum

Víðtæk leit hófst í gær að hópi tuttugu ferðamanna en farið var að óttast um hópinn eftir að neyðarkall kom í gegnum samtal á milli Ferðafélags Íslands í Reykjavík og skálavarðar í Hvanngili. Björgunarsveitir á Suðurlandi héldu af stað á hálendið á öðrum tímanum í gær.

Helmingur fjarverandi embættistöku

Átta af hverjum tíu þingmönnum sem ekki geta mætt við embættistöku forseta Íslands eru þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Helmingur þingmanna ríkisstjórnarflokkanna verður fjarverandi og helmingur ráðherra. Fjórir stjórnarandstöðuþingmenn mæta ekki. </font /></b />

Óhæft húsnæði veldur vetrarkvíða

Starfsfólk Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu kvíðir vetrinum vegna mjög lélegs íbúðarhúsnæðis á staðnum. Verkalýðshreyfingin berst gegn óhóflega löngu úthaldi hjá portúgölskum starfsmönnum. Mönnum finnst farið að bera á sparnaði við matarinnkaup. </font /></b />

Bann andstætt EES-reglum

Rannsóknir benda til að bann við auglýsingum á áfengi hafi engin áhrif á neyslu. Sérfræðingar telja ennfremur ólíklegt að bannið standist EES-reglur. Örlög bannsins ráðast væntanlega í dómsmálum innan tíðar. </font /></b />

Þjarkað um fríverslun í Genf

Hörð samningalota um fríverslun stendur nú yfir í Genf. Fátæku löndin og ríku löndin gæta ólíkra hagsmuna. Landbúnaðarmálin eru viðkvæmust eins og venjulega. </font /></b />

Leitarsvæðið færðist vestur

Leitarsvæði björgunarsveitamanna sem leita að hópi franskra ferðamanna, sem talið er að sé í nauðum á hálendinu frá því um hádegi í gær, færðist til vesturs, seint í gærkvöldi eftir að kortlagt hafði verið það svæði sem talið er að fjarskiptin hafi komið frá.

Lést eftir bílveltu

Erlendur karlmaður sem slasaðist mikið þegar hann kastaðist út úr bíl sem valt á Vatnsskarði á Krísuvíkurvegi á laugardagskvöldið, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir slysið. Ferðafélagar hans sluppu lítið meiddir en mennirnir eru staddir hér á landi vegna tímabundinna starfa.

Árekstur í Keflavík

Ökumaður slasaðist í hörðum árkestri tveggja bíla á mótum Iðavalla og Suðurvalla í Keflavík í gærkvöldi. Hann var fluttur á Heilbrigðsisstofnun Suðurnesja en reyndist ekki alvarlega meiddur. Bílarnir eru hinsvegar stór skemmdir og voru fluttir af vettvangi með kranabíl.

Kona féll af hestbaki

Kona slasaðist þegar hún féll af hestbaki nálægt Borgarnesi í gærkvöldi. Hún var flutt með sjukrabíl á Slysadeild Landsspítalans og reyndist ekki alvarlega slösuð. Hún liggur þó enn á sjúkrahúsinu, en verður væntanlega útskrifuð í dag.

Stöðug umferð til Akureyrar

Stöðug umferð hefur verið til Akureyrar í allan gærdag og framundir morgun. Þar eru tjaldstæði að fyllast og í gærkvöldi var opnað viðbótar tjaldsvæði, sem ekki átti að opna fyrr en í dag. Þar er nú gott veður og spáin er góð.

Fyllerí þýskra endaði í banaslysi

Þýskur maður lést af sárum sínum í gær eftir umferðarslys við Vatnsskarð í Hafnarfirði síðustu helgi. Ökumaður bílsins var í gær dæmdur í farbann; grunaður um manndráp af gáleysi.

Átök um dóttur leiddu til morðs

Heiftarleg deila Sri Rahmawati og Hákonar Eydal um forræði yfir fjögurra ára gamalli dóttur þeirra leiddi til hinna hörmulegu atburða í íbúð Hákonar við Stórholt í Reykjavík í byrjun mánaðarins. </font /></b />

Frestað að setja út rekald

Leitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa ákveðið að fresta því að setja út rekald við Kjalarnes til þess að kanna rek við ströndina, þar sem líkinu af Sri Rahmawati var varpað í sjóinn.

Björgólfur skattakóngur í ár

Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, er ótvíræður skattakóngur í ár í Reykjavík og reyndar á landinu öllu. Hann greiðir rúmar 295 milljónir króna í opinber gjöld.

Ekkert leitað að Sri í dag

Björgunarsveitarmenn á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sem leita að líkinu af Sri Rhamawati, hafa frestað því fram á sunnudag eða mánudag, að setja út rekald við Kjalarnes. Þá verða sjávarföll með svipuðum hætti og daginn sem fyrrverandi sambýlismaður hennar varpaði líkinu í sjóinn. Ekkert verður leitað í dag vegna veðurs.

Stjórn leitaraðgerða flutt

Ákveðið hefur verið að leita til þrautar á þeim svæðum þar sem björgunarsveitarmenn eru enn að störfrum, en halda síðan áfram eftirgennslan eftir öðrum leiðum. Þetta var ákveðið á fundi forsvarsmanna sýslumanns, björgunarsveita og ríkislögreglustjóra, sem hafa komið að leit að frönskum ferðahópi eftir óljóst neyðarkall á hálendingu í gær. Margt bendir til þesss að neyðarkallið hafi verið gabb.

200 bíða eftir flugi

Um 200 manns bíða eftir því að geta flogið til Vestmannaeyja, en ekkert hefur verið hægt að fljúga til Eyja frá því í gær, sökum veðurs. Herjólfur er þessa stundina að leggja af stað frá Þorlákshöfn með um 500 manns. Mikil umferð hefur verið til Akureyrar. 

Þjóðverji í farbann

Erlendur karlmaður sem slasaðist mikið þegar hann kastaðist út úr bíl sem valt á Vatnsskarði á Krísuvíkurvegi á laugardagskvöldið var, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Ökumaður bílsins hefur verið úrskurðaður í farbann, grunaður um manndráp af gáleysi.

Hagnaður Bakkavarar 570 milljónir

Hagnaður Bakkavarar nam tæplega 570 milljónum króna fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins, en rúmlega 412 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri fyrirtækisins sem birt var í dag.

Fært í flug til Eyja

Fært er orðið flugleiðis til Vestmannaeyja, en ekkert hefur verið flogið til Eyja frá því í gær, sökum veðurs. Tvær vélar eru nú farnar í loftið frá Reykjavíkurflugvelli, en samkvæmt áætlun fara 11 vélar í dag með gesti á þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum.

Kransar við vegi landsins

Krönsum hefur verið komið fyrir víða við vegi landsins. Með þessu vill Umferðastofa vekja athygli á banaslysum í umferðinni og eru kransarnir á stöðum þar sem slys hafa orðið að undanförnum misserum.

Hefur synt þriðjung Breiðafjarðar

Viktoría Áskelsdóttir, sem syndir nú fyrst manna yfir Breiðafjörðinn, kom til Flateyjar í fyrradag eftir að hafa synt 5,7 km þann daginn. Þá mun hún hafa þreytt um 21,7 km leið suður yfir fjörðinn frá Lambanesi við Brjánslæk.

Loftbrú milli lands og Eyja

Loftbrú hefur nú verið komið á, milli lands og Eyja, þar sem flugfært er orðið til Vestmannaeyja að nýju. Þegar hafa nokkrar vélar farið frá Reykjavíkurflugvelli, en samkvæmt áætlun fara ellefu vélar þaðan í dag með gesti á þjóðhátíð, alls um 400 manns. Þá er ennfremur orðið flugfært frá Bakkaflugvelli í Landeyjum, og verður væntanlega flogið þaðan fram á kvöld

Almenn lækkun lyfja vænlegri

Almenn lækkun á heildsöluverði er vænlegri kostur en reglugerð um viðmiðunarverð lyfja segir fulltrúi lyfjahóps Félags íslenskra stórkaupmanna. Hann segir lyfjaframleiðendur ánægða með samning um lækkun lyfjaverðs, sem undirritaður var í gær. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hafa Heilbrigðisráðuneytið

Yfirheyrslur standa enn yfir

Yfirheyrslum yfir Hákoni Eydal, sem hefur játað að hafa banað Sri Rahmawati í byrjun þessa mánaðar, var framhaldið í dag. Deilur Hákonar og Sri um forræði yfir dóttur þeirra eru taldar meðal ástæðna fyrir morðinu.

Neistaflug og Innipúkar

Búist er við fjölmenni á fjöskylduhátíðinni Neistaflugi í Neskaupsstað um helgina. Þar er sól og hiti og í eftirmiðdag tók fólk að streyma á hátíðina, en boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði.

Ein með öllu í góðu veðri

Á Akureyri verður fjölskylduhátíðin "Ein með öllu" haldin um helgina. Þar var steikjandi hiti í dag og 2000 manns komnir á tjaldsvæðin. Hátíðin verður sett klukkan hálf níu í kvöld og skipulögð dagskrá verður víða um bæinn alla helgina.

Umferðastofa á vaktinni

"Við erum í sambandi við lögreglu og Neyðarlínuna og viðum að okkur öllum upplýsingum sem ætla má að hafi aukið öryggi í för með sér og komum þeim á framfæri í umferðarútvarpinu," segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu.

Sjá næstu 50 fréttir