Fleiri fréttir Lífsgæði á Íslandi í sjöunda sæti Ísland er í sjöunda sæti yfir þau lönd sem njóta mestra lífsgæða samkvæmt nýútkominni skýrslu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Ísland var í öðru sæti listans í fyrra. Könnunin nær yfir 177 lönd í heiminum. 16.7.2004 00:01 Stjórnarandstaðan fundar Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittast á fundi nú á tólfta tímanum en þeir eru afar ósáttir við að enginn fundur verði í allsherjarnefnd í dag. Stjórnarandstaðan krafðist þess í gær að fundum nefndarinnar yrði framhaldið strax í dag en næsti fundur hefur hins vegar verið boðaður klukkan 10 á mánudag. 16.7.2004 00:01 Heimdallur vill skattalækkanir Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn til að lækka skatta nú á sumarþinginu. Í yfirlýsingu frá Heimdalli í dag segir að þingstörfin hafi verið róleg undanfarið og ekkert sé því til fyrirstöðu að frumvarp um skattalækkanir verði lagt fram þegar í stað og samþykkt nú í sumar. 16.7.2004 00:01 Hvolfdi í lendingu Lítilli einkaflugvél af gerðinni Piper Super Cub hlekktist á í lendingu og hvolfdi við afleggjara skammt frá Hjálparfossi í Þjórsárdal í morgun. Talið er að einungis flugmaðurinn hafi verið um borð og mun hann ekki hafa slasast. 16.7.2004 00:01 Tefst um nokkrar vikur Sprungur og gljúpur jarðvegur í farvegi Jöklu, þar sem aðalstífla við Kárahnjúka á að standa, tefur verkáætlun við stíflugerðina um nokkrar vikur. Verkefnisstjóri Impregilo segir að vandinn sé yfirstíganlegur og frávikin svo lítil að þau skipti engu að lokum. 16.7.2004 00:01 Enginn fundur fyrr en eftir helgi Stjórnarflokkarnir hafa ekki náð samkomulagi um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd Alþingis mótmæla því harðlega að fundum í nefndinni skuli hafa verið frestað fram yfir helgi. 16.7.2004 00:01 Segir bæjarstjórn beita brellum Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, sakar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar um að beita brellum við spá um íbúafjölgun. Sigurður Geirdal bæjarstjóri segir mið tekið af meðalfjölgun á síðastliðnum 10 árum. 16.7.2004 00:01 Vilja háskóla á Vestfjörðum Nú í hádeginu er verið að fremja gjörning á Silfurtorgi á Ísafirði þar sem skorað er á yfirvöld, með táknrænum hætti, að stofna Háskóla Vestfjarða. Um fjögur hundruð manns á Vestfjörðum stunda fjarnám á háskólastigi og segja íbúar á svæðinu að stofnun háskóla sé löngu tímabær. 16.7.2004 00:01 Umfangsmikil leit að Sri Rahmawati Lögregla hefur staðið fyrir umfangsmikilli leit að Sri Rahmawati, 33 ára gamalli konu sem saknað hefur verið í nær tvær vikur. Leitað hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og lögreglsa notið aðstoðar hjálparsveita. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að unnið hafi verið markvisst að rannsókninni og að rætt við fjölda fólks og hugsanleg vitni. 16.7.2004 00:01 Misskilningur hjá Ríkisendurskoðun Fjármálaráðherra sendir Ríkisendurskoðanda í dag skriflegar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Fjármálaráðherra segir misskilnings gæta í skýrslunni. 16.7.2004 00:01 10 ára drengur varð fyrir bíl Tíu ára drengur slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl við Síðumúla í Reykjavík um eitt leytið í dag. Ekki er ljóst á þesari stundu hvernig slysið vildi til en að sögn lögreglunnar er rannsókn á frumstigi. 16.7.2004 00:01 Óvissa um stjórnsýsluhús Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um byggingu stjórnsýsluhúss á Keflavíkurflugvelli. Málið hefur síðustu mánuði verið til umræðu innan utanríkis- og fjármálaráðuneytis en utanríkisráðuneytið hefur forræði yfir málinu. 16.7.2004 00:01 Líflegt skógarlíf á morgun Óhætt er að segja að líflegt verði í skógum skógræktarfélaganna um helgina. Skógræktarfélagi Íslands hefur borist tikynningar um skógargöngur- og hátíðir á vegum skógræktarfélaganna á fimm stöðum á laugardaginn og telur félagið að þá sé ekki allt upptalið. 16.7.2004 00:01 44 þúsund tonnum landað Tæplega 44 þúsund tonnum af síld úr norsk íslenska síldarstofninum hefur verið landað það sem af er vertíðinni. Þar af hafa íslensk skip landað tæplega 38 þúsund tonnum og erlend skip um sex þúsund tonnum. 16.7.2004 00:01 Á hjólastólum yfir Hellisheiði Tveir ungir menn, sem báðir hafa verið bundnir við hjólastóla frá fæðingu, ætla að fara á hjólastólum yfir Hellisheiði á milli Hveragerðis og Reykjavíkur á morgun. Þeir leggja af stað frá hringtorginu við Hveragerði klukkan níu í fyrramálið og áætla að koma að Barnaspítala Hringsins um þrjúleytið. 16.7.2004 00:01 100 ára afmæli Síldarævintýrisins Haldið verður upp á hundrað ára afmæli Síldarævintýrisins hér á landi með sérstakri hátíðardagskrá á Siglufirði helgina 23.-25. júlí næstkomandi. Af því tilefni koma Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og frú Dorrit Moussaieff, eiginkona hans, í opinbera heimsókn til Siglufjarðar. 16.7.2004 00:01 Skýrsla Ríkisendurskoðunar röng Fjármálaráðuneytið setur verulega ofan í við Ríkisendurskoðun vegna skýrslu hennar um framkvæmd fjárlaga í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Eru gerðar níu athugasemdir við skýrsluna og færð rök fyrir rangfærslum Ríkisendurskoðunar í hverju tilviki fyrir sig. 16.7.2004 00:01 Torfærutröll föst í tolli Sex norskir torfærujeppar sitja fastir í tolli í Reykjavík og því verður ekkert af fyrirhugaðri jeppakeppni milli Íslendinga og Norðmanna sem fram átti að fara í dag. Eru forsvarsmenn keppninnar ævareiðir þar sem mikið hefur verið haft fyrir að koma slíkri keppni á og reyndist yfirvöldum ómögulegt að veita undanþágur. 16.7.2004 00:01 Í stríð við Varnarliðið "Það lítur út fyrir að skrifstofurnar hér breytist í málflutningsstofu á næstu dögum," segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Til hans koma daglega félagsmenn sem starfa fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og kvarta undan kjarasamningsbrotum. 16.7.2004 00:01 Vondur og einhæfur matur "Það er rétt að sífellt fleiri kvarta yfir matnum í aðalbúðum en það virðist ekki hafa neitt að segja," segir Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður starfsmanna við Kárahnjúka. Hafa allnokkrir haft samband við Fréttablaðið vegna þessa og segja það fæði sem boðið sé upp á fyrir neðan allar hellur. 16.7.2004 00:01 Neysla gosdrykkja minnkar Neysla landsmanna á sykruðum gosdrykkjum hefur dregist saman um rúmlega 36 þúsund lítra sl. tólf mánuði, samanborið við síðustu tólf mánuði þar á undan, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þar er stuðst við Nielsen-sölutölur frá Markaðsgreiningu ehf., dótturfélagi IMG. 16.7.2004 00:01 Annarri útgáfu skýrslunnar lokið Skattrannsóknarstjóri hefur lokið við aðra útgáfu frumskýrslu vegna skattrannsóknar á Baugi og tengdum félögum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa frest til mánudags til að skila inn athugasemdum við hana. 16.7.2004 00:01 Alvarlegar villur í skýrslunni Fjármálaráðuneytið segir veigamiklar og alvarlegar villur vera í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga síðasta árs. Ríkisendurskoðun notist við marklausan samanburð sem brengli alla umfjöllun í skýrslunni. 16.7.2004 00:01 DNA-niðurstaðna enn beðið Lögregla hefur leitað víða í nágrenni Reykjavíkur að Sri Rhamawati, 33 ára gamalli þriggja barna móður, sem ekkert hefur spurst til síðan 4. júlí. Niðurstaðna úr DNA-rannsókn á blóðsýnum, sem tekin voru á heimili og í bifreið manns sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi hennar, er enn beðið. 16.7.2004 00:01 Eignarnám fimm jarða Landsvirkjun hefur óskað eftir leyfi iðnaðarráðherra til að krefjast eignarnáms á fimm jörðum á Héraði vegna rafmagnslína frá Kárahnjúkavirkjun. 16.7.2004 00:01 Meirihluti á móti frumvarpinu? Ekki er þingmeirihluti fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu, fullyrðir formaður Samfylkingarinnar og segir hann Sjálfstæðisflokkinn ætla að nota helgina til að beygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn. Formaður Vinstri - grænna telur forsætisráðherra stýra allsherjarnefnd sem sé niðurlægjandi fyrir formann hennar. 16.7.2004 00:01 Smávægilegar tafir við Kárahnjúka Sprungur í stíflustæðinu við Kárahnjúka hafa tafið framkvæmdir um fáeinar vikur en talsmaður Impregilos segir að vandinn verði leystur innan tíðar. Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með hve framkvæmdum miðar almennt vel. 16.7.2004 00:01 Leikarar framtíðarinnar Leikarar framtíðarinnar létu ljós sitt skína á nýja sviði Borgarleikhússins í dag þar sem sýndur var afrakstur leiklistarnámskeiðs Borgarleikhússins og Draumasmiðjunnar. Foreldrar ungmennanna og aðstandendur fylgdust með tilþrifunum í dag og urðu ekki fyrir vonbrigðum. 16.7.2004 00:01 Veiðigjald verður þungur baggi "Mér finnst ekki líklegt að með þessu gjaldi náist almenn sátt um sjávarútveginn," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. 16.7.2004 00:01 Upptökin ókunn "Það er á þessari stundu óvíst hvaðan riðan hefur borist í féð í Árgerði," segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, vegna staðfestrar riðuveiki á bæ í Skagafirði. Farga þarf öllu fé á bænum en þetta er í annað sinn sem bóndinn á bænum verður fyrir slíkum búsifjum. 16.7.2004 00:01 Óskhyggja eða breyttar forsendur? Talsverður munur er á fjárlögum og endanlegri niðurstöðu á rekstri ríkissjóðs. Stjórnarandstæðingar segja fjárlögin blekkingu eina en stjórnarliðar segja margt geta komið upp á sem breytir forsendum fjárlaganna. 15.7.2004 00:01 Þyrla sækir sjúkan mann Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti veikan mann í ítalskt skemmtiferðaskip, Costa Allegra, um 120 sjómílur norðaustur af Langanesi í gærkvöld. Hringt var á Landspítalann rétt fyrir klukkan 7 og tilkynnt að 83ja ára gamall maður um borð hefði fengið heiftarlegar blóðnasir og innvortis blæðingar í kjölfarið. 15.7.2004 00:01 Fluttur frá Grænlandi Níu ára drengur, sem slasaðist í Angmaksalik á Grænlandi í gærkvöld, var sóttur með flugvél frá Akureyri í nótt, og var komið með hann á Landspítalann í Fossvogi. Drengurinn var við leik þegar þung járnplata féll á hann með þeim afleiðingum að hann fékk högg á höfuðið og missti meðvitund. 15.7.2004 00:01 Vinnuslys í Hafnarfirði Fimmtán ára piltur liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans eftir vinnuslys í Hafnarfirði í gær. Pilturinn var við vinnu í nýbyggingu á Völlunum er hann féll niður af byggingarpalli, um 5 og hálfan metra. Hann slasaðist á höfði og í brjóstholi og var fluttur á gjörgæsludeild, þar sem hann liggur enn. 15.7.2004 00:01 Leyniskýrsla um spilltan svínakóng <strong><font color="#008080"></font></strong> Félagsmenn í Mjólkurfélagi Reykjavíkur vilja opinbera rannsókn á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns félagsins, Kristins Gylfa Jónssonar. Í trúnaðarskýrslu segir að ekkert hafi komið fram í ársreikningi um 41 milljónar króna heimildarlauss peningaláns til svínabús Kristins. Lánsviðskipti við fyrirtæki Kristins Gylfa hafi verið yfir öll mörk. 15.7.2004 00:01 Brotist inn í fyrirtæki Lögreglan í Reykjavík handtók mann í morgun, eftir að hann hafði brotist inn í fyrirtæki á Ártúnshöfðanum. Maðurinn hafði skömmu áður ekið bifreið sinni útaf og sást glögglega á öryggismyndavélum er hann hljóp sem fætur toguðu úr bílnum og braust inn í fyrirtækið. 15.7.2004 00:01 Reknir yfir fjárheimildum Af 520 fjárlagaliðum ríkisins á síðasta ári voru 210 reknir yfir fjárheimildum í fjárlögum. Þar af fóru 108 fjárlagaliðir meira en 4 prósent fram úr fjárheimildum, sem eru þau viðmiðunarmörk, sem getið er um í reglugerð fjármálaráðuneytisins. 15.7.2004 00:01 Mikið annríki í sjúkraflugi Mikið annríki hefur verið í sjúkraflugi frá Akureyri með vélum Flugfélags Íslands undanfarna daga. Í morgun fóru sjúkraflutningamaður og tveir læknar með Metró vél Flugfélags Íslands til Kulusuk og sóttu slasaðan dreng sem fluttur var með þyrlu frá Angmassalik. 15.7.2004 00:01 Nýr ferðavefur opnaður Ferðamálaráð Íslands hefur opnað nýjan ferðavef fyrir Íslendinga www.ferdalag.is. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, opnaði vefinn í 40 ára afmælishófi Ferðamálaráðs á dögunum en við það tækifæri var endurnýjuðum landkynningarvef Ferðamálaráðs, www.icetourist.is hleypt af stokkunum. 15.7.2004 00:01 Enn leitað að kennitöluflassara Persónuvernd hefur enn ekki tekist að varpa ljósi á það hver er að baki nafninu Guðmundur góði á spjallþræðinum malefnin.com. Guðmundur góði varð uppvís að því að birta á þræðinum nöfn, kennitölur og heimilisföng þriggja alnafna sem allir heita Guðmundur Jón Sigurðsson. 15.7.2004 00:01 Fiskneysla minnkað um helming Fiskneysla Íslendinga er ekki eins mikil og talið var segir í tilkynningu frá Lýðheilsustöð. Þar segir að í fréttum sjónvarps og útvarps þann 13. júlí hafi verið greint frá fiskneyslu nokkurra þjóða og þar vísað í upplýsingar frá Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. 15.7.2004 00:01 Fjárfesting mest í frjálsræði Fjárfesting er mest í þeim löndum þar sem mest frjálsræði er í efnahagsmálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fraser stofnunarinnar í Kanada, en íslenski hluti skýrslunnar er unninn hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. 15.7.2004 00:01 Formenn hittast á fundi í dag Búist er við að formenn stjórnarflokkanna hittist á fundi í dag og ræði breytta stöðu í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins er væntanlegur til Reykjavíkur í dag en hann hefur verið úti á landi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni. Búist er við að hann hitti Davíð Oddsson í dag til að ræða stefnubreytingu Framsóknarmanna 15.7.2004 00:01 Fundi frestað í allsherjarnefnd Fundi í allsherjarnefnd Alþingis var slitið nú rétt fyrir fréttir og verður ekki framhaldið fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarmeirihlutinn geti ekki komið sér saman í málinu og að ríkisstjórnin sé að springa. Formaður allsherjarnefndar hafnar því að beðið sé eftir skipunum frá formönnum stjórnarflokkanna. 15.7.2004 00:01 Líðan mannsins óbreytt Líðan mannsins, sem ekið var á í Ártúnsbrekkunni í fyrrinótt, er óbreytt. Hann slasaðist alvarlega og er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi. Komið var að honum meðvitundarlitlum á götunni, en ökumaður bifreiðarinnar sem ók á hann, hafði stungið af. 15.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Lífsgæði á Íslandi í sjöunda sæti Ísland er í sjöunda sæti yfir þau lönd sem njóta mestra lífsgæða samkvæmt nýútkominni skýrslu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Ísland var í öðru sæti listans í fyrra. Könnunin nær yfir 177 lönd í heiminum. 16.7.2004 00:01
Stjórnarandstaðan fundar Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittast á fundi nú á tólfta tímanum en þeir eru afar ósáttir við að enginn fundur verði í allsherjarnefnd í dag. Stjórnarandstaðan krafðist þess í gær að fundum nefndarinnar yrði framhaldið strax í dag en næsti fundur hefur hins vegar verið boðaður klukkan 10 á mánudag. 16.7.2004 00:01
Heimdallur vill skattalækkanir Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn til að lækka skatta nú á sumarþinginu. Í yfirlýsingu frá Heimdalli í dag segir að þingstörfin hafi verið róleg undanfarið og ekkert sé því til fyrirstöðu að frumvarp um skattalækkanir verði lagt fram þegar í stað og samþykkt nú í sumar. 16.7.2004 00:01
Hvolfdi í lendingu Lítilli einkaflugvél af gerðinni Piper Super Cub hlekktist á í lendingu og hvolfdi við afleggjara skammt frá Hjálparfossi í Þjórsárdal í morgun. Talið er að einungis flugmaðurinn hafi verið um borð og mun hann ekki hafa slasast. 16.7.2004 00:01
Tefst um nokkrar vikur Sprungur og gljúpur jarðvegur í farvegi Jöklu, þar sem aðalstífla við Kárahnjúka á að standa, tefur verkáætlun við stíflugerðina um nokkrar vikur. Verkefnisstjóri Impregilo segir að vandinn sé yfirstíganlegur og frávikin svo lítil að þau skipti engu að lokum. 16.7.2004 00:01
Enginn fundur fyrr en eftir helgi Stjórnarflokkarnir hafa ekki náð samkomulagi um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd Alþingis mótmæla því harðlega að fundum í nefndinni skuli hafa verið frestað fram yfir helgi. 16.7.2004 00:01
Segir bæjarstjórn beita brellum Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, sakar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar um að beita brellum við spá um íbúafjölgun. Sigurður Geirdal bæjarstjóri segir mið tekið af meðalfjölgun á síðastliðnum 10 árum. 16.7.2004 00:01
Vilja háskóla á Vestfjörðum Nú í hádeginu er verið að fremja gjörning á Silfurtorgi á Ísafirði þar sem skorað er á yfirvöld, með táknrænum hætti, að stofna Háskóla Vestfjarða. Um fjögur hundruð manns á Vestfjörðum stunda fjarnám á háskólastigi og segja íbúar á svæðinu að stofnun háskóla sé löngu tímabær. 16.7.2004 00:01
Umfangsmikil leit að Sri Rahmawati Lögregla hefur staðið fyrir umfangsmikilli leit að Sri Rahmawati, 33 ára gamalli konu sem saknað hefur verið í nær tvær vikur. Leitað hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og lögreglsa notið aðstoðar hjálparsveita. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að unnið hafi verið markvisst að rannsókninni og að rætt við fjölda fólks og hugsanleg vitni. 16.7.2004 00:01
Misskilningur hjá Ríkisendurskoðun Fjármálaráðherra sendir Ríkisendurskoðanda í dag skriflegar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Fjármálaráðherra segir misskilnings gæta í skýrslunni. 16.7.2004 00:01
10 ára drengur varð fyrir bíl Tíu ára drengur slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl við Síðumúla í Reykjavík um eitt leytið í dag. Ekki er ljóst á þesari stundu hvernig slysið vildi til en að sögn lögreglunnar er rannsókn á frumstigi. 16.7.2004 00:01
Óvissa um stjórnsýsluhús Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um byggingu stjórnsýsluhúss á Keflavíkurflugvelli. Málið hefur síðustu mánuði verið til umræðu innan utanríkis- og fjármálaráðuneytis en utanríkisráðuneytið hefur forræði yfir málinu. 16.7.2004 00:01
Líflegt skógarlíf á morgun Óhætt er að segja að líflegt verði í skógum skógræktarfélaganna um helgina. Skógræktarfélagi Íslands hefur borist tikynningar um skógargöngur- og hátíðir á vegum skógræktarfélaganna á fimm stöðum á laugardaginn og telur félagið að þá sé ekki allt upptalið. 16.7.2004 00:01
44 þúsund tonnum landað Tæplega 44 þúsund tonnum af síld úr norsk íslenska síldarstofninum hefur verið landað það sem af er vertíðinni. Þar af hafa íslensk skip landað tæplega 38 þúsund tonnum og erlend skip um sex þúsund tonnum. 16.7.2004 00:01
Á hjólastólum yfir Hellisheiði Tveir ungir menn, sem báðir hafa verið bundnir við hjólastóla frá fæðingu, ætla að fara á hjólastólum yfir Hellisheiði á milli Hveragerðis og Reykjavíkur á morgun. Þeir leggja af stað frá hringtorginu við Hveragerði klukkan níu í fyrramálið og áætla að koma að Barnaspítala Hringsins um þrjúleytið. 16.7.2004 00:01
100 ára afmæli Síldarævintýrisins Haldið verður upp á hundrað ára afmæli Síldarævintýrisins hér á landi með sérstakri hátíðardagskrá á Siglufirði helgina 23.-25. júlí næstkomandi. Af því tilefni koma Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og frú Dorrit Moussaieff, eiginkona hans, í opinbera heimsókn til Siglufjarðar. 16.7.2004 00:01
Skýrsla Ríkisendurskoðunar röng Fjármálaráðuneytið setur verulega ofan í við Ríkisendurskoðun vegna skýrslu hennar um framkvæmd fjárlaga í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Eru gerðar níu athugasemdir við skýrsluna og færð rök fyrir rangfærslum Ríkisendurskoðunar í hverju tilviki fyrir sig. 16.7.2004 00:01
Torfærutröll föst í tolli Sex norskir torfærujeppar sitja fastir í tolli í Reykjavík og því verður ekkert af fyrirhugaðri jeppakeppni milli Íslendinga og Norðmanna sem fram átti að fara í dag. Eru forsvarsmenn keppninnar ævareiðir þar sem mikið hefur verið haft fyrir að koma slíkri keppni á og reyndist yfirvöldum ómögulegt að veita undanþágur. 16.7.2004 00:01
Í stríð við Varnarliðið "Það lítur út fyrir að skrifstofurnar hér breytist í málflutningsstofu á næstu dögum," segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Til hans koma daglega félagsmenn sem starfa fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og kvarta undan kjarasamningsbrotum. 16.7.2004 00:01
Vondur og einhæfur matur "Það er rétt að sífellt fleiri kvarta yfir matnum í aðalbúðum en það virðist ekki hafa neitt að segja," segir Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður starfsmanna við Kárahnjúka. Hafa allnokkrir haft samband við Fréttablaðið vegna þessa og segja það fæði sem boðið sé upp á fyrir neðan allar hellur. 16.7.2004 00:01
Neysla gosdrykkja minnkar Neysla landsmanna á sykruðum gosdrykkjum hefur dregist saman um rúmlega 36 þúsund lítra sl. tólf mánuði, samanborið við síðustu tólf mánuði þar á undan, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þar er stuðst við Nielsen-sölutölur frá Markaðsgreiningu ehf., dótturfélagi IMG. 16.7.2004 00:01
Annarri útgáfu skýrslunnar lokið Skattrannsóknarstjóri hefur lokið við aðra útgáfu frumskýrslu vegna skattrannsóknar á Baugi og tengdum félögum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa frest til mánudags til að skila inn athugasemdum við hana. 16.7.2004 00:01
Alvarlegar villur í skýrslunni Fjármálaráðuneytið segir veigamiklar og alvarlegar villur vera í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga síðasta árs. Ríkisendurskoðun notist við marklausan samanburð sem brengli alla umfjöllun í skýrslunni. 16.7.2004 00:01
DNA-niðurstaðna enn beðið Lögregla hefur leitað víða í nágrenni Reykjavíkur að Sri Rhamawati, 33 ára gamalli þriggja barna móður, sem ekkert hefur spurst til síðan 4. júlí. Niðurstaðna úr DNA-rannsókn á blóðsýnum, sem tekin voru á heimili og í bifreið manns sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi hennar, er enn beðið. 16.7.2004 00:01
Eignarnám fimm jarða Landsvirkjun hefur óskað eftir leyfi iðnaðarráðherra til að krefjast eignarnáms á fimm jörðum á Héraði vegna rafmagnslína frá Kárahnjúkavirkjun. 16.7.2004 00:01
Meirihluti á móti frumvarpinu? Ekki er þingmeirihluti fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu, fullyrðir formaður Samfylkingarinnar og segir hann Sjálfstæðisflokkinn ætla að nota helgina til að beygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn. Formaður Vinstri - grænna telur forsætisráðherra stýra allsherjarnefnd sem sé niðurlægjandi fyrir formann hennar. 16.7.2004 00:01
Smávægilegar tafir við Kárahnjúka Sprungur í stíflustæðinu við Kárahnjúka hafa tafið framkvæmdir um fáeinar vikur en talsmaður Impregilos segir að vandinn verði leystur innan tíðar. Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með hve framkvæmdum miðar almennt vel. 16.7.2004 00:01
Leikarar framtíðarinnar Leikarar framtíðarinnar létu ljós sitt skína á nýja sviði Borgarleikhússins í dag þar sem sýndur var afrakstur leiklistarnámskeiðs Borgarleikhússins og Draumasmiðjunnar. Foreldrar ungmennanna og aðstandendur fylgdust með tilþrifunum í dag og urðu ekki fyrir vonbrigðum. 16.7.2004 00:01
Veiðigjald verður þungur baggi "Mér finnst ekki líklegt að með þessu gjaldi náist almenn sátt um sjávarútveginn," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. 16.7.2004 00:01
Upptökin ókunn "Það er á þessari stundu óvíst hvaðan riðan hefur borist í féð í Árgerði," segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, vegna staðfestrar riðuveiki á bæ í Skagafirði. Farga þarf öllu fé á bænum en þetta er í annað sinn sem bóndinn á bænum verður fyrir slíkum búsifjum. 16.7.2004 00:01
Óskhyggja eða breyttar forsendur? Talsverður munur er á fjárlögum og endanlegri niðurstöðu á rekstri ríkissjóðs. Stjórnarandstæðingar segja fjárlögin blekkingu eina en stjórnarliðar segja margt geta komið upp á sem breytir forsendum fjárlaganna. 15.7.2004 00:01
Þyrla sækir sjúkan mann Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti veikan mann í ítalskt skemmtiferðaskip, Costa Allegra, um 120 sjómílur norðaustur af Langanesi í gærkvöld. Hringt var á Landspítalann rétt fyrir klukkan 7 og tilkynnt að 83ja ára gamall maður um borð hefði fengið heiftarlegar blóðnasir og innvortis blæðingar í kjölfarið. 15.7.2004 00:01
Fluttur frá Grænlandi Níu ára drengur, sem slasaðist í Angmaksalik á Grænlandi í gærkvöld, var sóttur með flugvél frá Akureyri í nótt, og var komið með hann á Landspítalann í Fossvogi. Drengurinn var við leik þegar þung járnplata féll á hann með þeim afleiðingum að hann fékk högg á höfuðið og missti meðvitund. 15.7.2004 00:01
Vinnuslys í Hafnarfirði Fimmtán ára piltur liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans eftir vinnuslys í Hafnarfirði í gær. Pilturinn var við vinnu í nýbyggingu á Völlunum er hann féll niður af byggingarpalli, um 5 og hálfan metra. Hann slasaðist á höfði og í brjóstholi og var fluttur á gjörgæsludeild, þar sem hann liggur enn. 15.7.2004 00:01
Leyniskýrsla um spilltan svínakóng <strong><font color="#008080"></font></strong> Félagsmenn í Mjólkurfélagi Reykjavíkur vilja opinbera rannsókn á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns félagsins, Kristins Gylfa Jónssonar. Í trúnaðarskýrslu segir að ekkert hafi komið fram í ársreikningi um 41 milljónar króna heimildarlauss peningaláns til svínabús Kristins. Lánsviðskipti við fyrirtæki Kristins Gylfa hafi verið yfir öll mörk. 15.7.2004 00:01
Brotist inn í fyrirtæki Lögreglan í Reykjavík handtók mann í morgun, eftir að hann hafði brotist inn í fyrirtæki á Ártúnshöfðanum. Maðurinn hafði skömmu áður ekið bifreið sinni útaf og sást glögglega á öryggismyndavélum er hann hljóp sem fætur toguðu úr bílnum og braust inn í fyrirtækið. 15.7.2004 00:01
Reknir yfir fjárheimildum Af 520 fjárlagaliðum ríkisins á síðasta ári voru 210 reknir yfir fjárheimildum í fjárlögum. Þar af fóru 108 fjárlagaliðir meira en 4 prósent fram úr fjárheimildum, sem eru þau viðmiðunarmörk, sem getið er um í reglugerð fjármálaráðuneytisins. 15.7.2004 00:01
Mikið annríki í sjúkraflugi Mikið annríki hefur verið í sjúkraflugi frá Akureyri með vélum Flugfélags Íslands undanfarna daga. Í morgun fóru sjúkraflutningamaður og tveir læknar með Metró vél Flugfélags Íslands til Kulusuk og sóttu slasaðan dreng sem fluttur var með þyrlu frá Angmassalik. 15.7.2004 00:01
Nýr ferðavefur opnaður Ferðamálaráð Íslands hefur opnað nýjan ferðavef fyrir Íslendinga www.ferdalag.is. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, opnaði vefinn í 40 ára afmælishófi Ferðamálaráðs á dögunum en við það tækifæri var endurnýjuðum landkynningarvef Ferðamálaráðs, www.icetourist.is hleypt af stokkunum. 15.7.2004 00:01
Enn leitað að kennitöluflassara Persónuvernd hefur enn ekki tekist að varpa ljósi á það hver er að baki nafninu Guðmundur góði á spjallþræðinum malefnin.com. Guðmundur góði varð uppvís að því að birta á þræðinum nöfn, kennitölur og heimilisföng þriggja alnafna sem allir heita Guðmundur Jón Sigurðsson. 15.7.2004 00:01
Fiskneysla minnkað um helming Fiskneysla Íslendinga er ekki eins mikil og talið var segir í tilkynningu frá Lýðheilsustöð. Þar segir að í fréttum sjónvarps og útvarps þann 13. júlí hafi verið greint frá fiskneyslu nokkurra þjóða og þar vísað í upplýsingar frá Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. 15.7.2004 00:01
Fjárfesting mest í frjálsræði Fjárfesting er mest í þeim löndum þar sem mest frjálsræði er í efnahagsmálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fraser stofnunarinnar í Kanada, en íslenski hluti skýrslunnar er unninn hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. 15.7.2004 00:01
Formenn hittast á fundi í dag Búist er við að formenn stjórnarflokkanna hittist á fundi í dag og ræði breytta stöðu í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins er væntanlegur til Reykjavíkur í dag en hann hefur verið úti á landi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni. Búist er við að hann hitti Davíð Oddsson í dag til að ræða stefnubreytingu Framsóknarmanna 15.7.2004 00:01
Fundi frestað í allsherjarnefnd Fundi í allsherjarnefnd Alþingis var slitið nú rétt fyrir fréttir og verður ekki framhaldið fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarmeirihlutinn geti ekki komið sér saman í málinu og að ríkisstjórnin sé að springa. Formaður allsherjarnefndar hafnar því að beðið sé eftir skipunum frá formönnum stjórnarflokkanna. 15.7.2004 00:01
Líðan mannsins óbreytt Líðan mannsins, sem ekið var á í Ártúnsbrekkunni í fyrrinótt, er óbreytt. Hann slasaðist alvarlega og er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi. Komið var að honum meðvitundarlitlum á götunni, en ökumaður bifreiðarinnar sem ók á hann, hafði stungið af. 15.7.2004 00:01