Fleiri fréttir

Óttast að þjónusta minnki

Bæjarstjórn Ísafjarðar óttast að þjónusta við Vestfirðinga minnki verði Norðurljós bútuð niður. Elías Guðmundsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ og formaður atvinnumálanefndar bæjarins, segir fjölmiðlafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi ekki verða neinum til góðs og að nýgerðar breytingar breyti engu um afstöðu hans.

Formennirnir sitja enn á fundi

Formenn stjórnarflokkanna sitja enn á fundi í stjórnarráðinu og ræða breytta stöðu í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins kom til Reykjavíkur eftir hádegið og gekk á fund Davíðs í stjórnarráðinu um þrjúleytið.

Flugvél hlekktist á í flugtaki

Lítilli eins hreyfils flugvél hlekktist á í flugtaki á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ um klukkan hálf þrjú í dag. Um borð voru flugmaður og farþegi og sakaði þá ekki. Flugvélin er af Citabria gerð.

Stjórnarsamstarfið traust

Fundi formanna stjórnarflokkanna lauk nú fyrir stundu í stjórnarráðinu. Ráðherrarnir veittu stutt viðtöl en vildu ekki meina að neinn ágreiningur væri uppi sem ekki væri hægt að leysa. Engin niðurstaða virðist þó liggja fyrir og málið enn óleyst.

Sex milljarða halli

Fimmtíu stofnanir fóru svo langt fram úr fjárlögum á síðasta ári að reglur kröfðust aðgerða. Fjármálaráðherra segir fjárhagsvanda oft reynast stjórnunarvanda. Þingmaður Samfylkingar segir ríkisforstjóra stundum þurfa að velja á milli tveggja tegunda lögbrota vegna fjárskorts.

Slys við Geitaskarð

Slys varð norðan við Geitaskarð á fimmta tímanum, þegar ökumaður bíls sem ekið var frá Blönduósi um Langadal keyrði á röngum vegarhelmingi beint framan á kyrrstæðan bíl. Við höggið kastaðist bíllinn sem ekið var á, á annan kyrrstæðan bíl sem stóð fyrir aftan hann. Tvennt var flutt með sjúkrabíl á Akureyri en ekki er vitað um líðan þeirra. Lögreglan á Blönduósi er nú að opna fyrir umferð um veginn.

E-töflukona hugðist stunda vændi

Kona frá Sierra Leone, sem handtekin var í Leifsstöð í júní með 5.000 e-töflur, hefur gefið þær skýringar á ferðum sínum við lögreglu að hún hafi ætlað að selja aðgang að líkama sínum hér á landi.

Alltaf leitað til lögreglu

Forstöðumaður Barnaverndarstofu segir að alltaf sé leitað til lögreglu þegar kynferðisbrotamál gegn börnum komi til kasta hennar. Hann vísar því algjörlega á bug að persónuleg óvild í garð hjóna sem reka meðferðarheimilið að Torfastöðum hafi stjórnað rannsókn á meintu kynferðisbroti á heimilinu.

Karnival hjá ungu kynslóðinni

Karnival, skrúðgöngur og grímuklædd börn skóku Reykjavík í dag. Þau skemmtu sér hið besta í sumarblíðunni - en þótti það skemmtilegasta við íslenska sumarið - að fara af landi brott.

Hress á 100 ára afmæli

Hún er hundrað ára í dag, en hefur aldrei legið á sjúkrahúsi og fór í siglingu fyrir tveimur árum. Hún á marga tugi afkomenda og er löngu orðin langa-langamma. Hin hláturmilda heiðurskona Margrétar Hannesdóttur, sem finnst að unglingar nú til dags ættu að vinna meira, hélt upp á afmæli sitt í dag.

Ísland lækkar á lista

Ísland lækkar á lista Sameinuðu þjóðanna yfir lífsgæði, sem birtur var í dag. Hér á landi er stöðnun, en merkja má framfarir víða annars staðar. Í þróunarlöndum valda fátækt og sjúkdómar hins vegar afturför.

Stærsti steypuklumpur landsins

Vinna við stærsta steypuklump Íslandssögunnar er hafin við Kárahnjúka. Í þennan eina klump þarf álíka mikla steypu og í fjögur hundruð einbýlishús.

Ekki tímabært að ræða breytingar

Fundum allsherjarnefndar var óvænt frestað í dag. Bjarni Benediktsson formaður nefndarinnar segir ekki tímabært að ræða hvaða breytingar komi til greina að gera á frumvarpinu. Hann segir eðlilegt að jafn umdeilt mál sé skoðað ítarlega. Stjórnarandstaðan segir hinsvegar ekkert því til fyrirstöðu að nefndin afgreiði málið.

Símamaður rekinn vegna netspjalls

Starfsmaður í bilanaþjónustu Landssímans var afkastamikill á spjallvefnum Malefnin.com. Hann lagði að meðaltali 40 innlegg á síðuna á dag, en var rekinn á þriðjudaginn eftir 23 ára starf.

Sri týnd í 12 daga - engin leit

Lögreglan heldur ekki úti skipulegri leit að innflytjandanum Sri Rahmawati, sem hvarf 4. júlí síðastliðinn. Ættingjar trúa því að hún gæti verið á lífi og lögreglan útilokar það ekki, en leitar hennar samt sem áður ekki. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, telur vinnubrögð lögreglunnar litast af því að konan sem hvarf er ekki af íslenskum uppruna.

Hitaveita Hvergerðinga seld

Hitaveita Hvergerðinga var seld Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 260 milljónir. Meirihluti Samfylkingar og Framsóknar í bæjarstjórn samþykkti söluna á fundi í gær.

Verkáætlun tafist um nokkrar vikur

Gljúpur jarðvegur hefur tafið verkáætlun við gerð aðalstíflu við Kárahnjúka að því er fram kom á kynningarfundi með Landsvirkjun fyrir fjölmiðla sem haldinn var í gær. Áætlunin hefur raskast um einhverjar vikur en mönnum bar ekki saman um hversu margar.

Samdráttur milli ára

Fiskafli hjá íslenskum fiskiskipum var talsvert minni í júní en hann var á sama tíma fyrir ári síðan. Samkvæmt tölum Fiskistofu var aflinn tæp 180 þúsund tonn en það er minnkun um ellefu þúsund tonn milli ára. Sé aflinn skoðaður frá janúar til júní versnar staðan enn en um 83 þúsund tonna samdrátt er að ræða.

Hefur helgina til að finna lausn

Halldór Ásgrímsson gerði Davíð Oddssyni grein fyrir sjónarmiðum framsóknarmanna í fjölmiðlamálinu. Framsóknarmenn vilja að núverandi frumvarp verði dregið til baka. Leitað verður lausnar á málinu í næstu viku.

Heldur að ríkisstjórnin falli ekki

Utanríkisráðherra telur fjölmiðlamálið ekki þannig mál að það felli ríkisstjórnina. Hann segir sig og forsætisráðherra samstíga um að finna lausn. Forsætisráðherra segir allsherjarnefnd ekki lagðar línur. Hann fundaði með sjálfstæðismönnum nefndarinnar fyrr um daginn.

Brýnt að draga úr sykurneyslu

Heilbrigðisráðherra segir að kanna verði allar leiðir til að draga úr sykurneyslu, þar á meðal forvarnarskatt. Samtök iðnaðarins segja slíkar hugmyndir "með öllu óþolandi" en Lýðheilsustöð telur gagnrýni þeirra á misskilningi byggða. </font /></b />

Stjórnskipuleg valdníðsla

Lögspekingar sem komu á fund allsherjarnefndar í gær sögðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri "stjórnskipuleg valdníðsla" og að hún hefði "bundið hendur forseta". Aðrir töldu hana standast stjórnarskrá.

Skúta í vandræðum við Heimaey

Sænsk skúta lenti í vandræðum í miklu roki um 20 sjómílur frá Heimaey í gærkvöld. Þrír voru um borð og sakaði ekki. Mennirnir tilkynntu um bilun í reiða og þurftu aðstoð til að komast til hafnar. Togarinn Heimaey var að veiðum skammt frá og fylgdi skútunni inn um klukkan hálf ellefu. Vindur var þá um 28 metrar á sekúndu og mikið brim.

Ekið á mann og hann skilinn eftir

Ekið á gangandi vegfaranda í Ártúnsbrekkunni um tvöleytið í nótt. Ökumaður bílsins hvarf af vettvangi og skildi manninn slasaðan eftir. Komið var að manninum meðvitunarlitlum á götunni og var hann fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi.

Kemur til greina að fella lögin

Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins í allsherjarnefnd Alþingis, telur vel koma til greina að fella fjölmiðlalögin úr gildi án þess að setja ný lög í staðinn. Þannig gæti Framsóknarflokkurinn leitað sátta í máli, sem komið væri í hnút.

Actavis fær mikla umfjöllun

Á heimasíðu Kauphallarinnar í Makedóníu er að finna frétt um mögulega yfirtöku Actavis á makedóníska lyfjafyrirtækinu Alkaloid AD Skopje. Samkvæmt forsvarsmönnum Actavis er hins vegar ekki fótur fyrir þessari frétt og athyglisvert að slík frétti hafi birst í erlendri kauphöll.

Blés lífi í ársgamla stúlku

Flokksstjóri á Vinnuvélaverkstæði Alcan í Straumsvík, Hjörtur Á. Ingólfsson, lenti í óvenjulegri lífsreynslu fyrir nokkrum dögum þegar hann blés lífi í ársgamla stúlku og bjargaði þannig lífi hennar, en þetta kemur fram í frásögn á innraneti Alcan.

Minni festa en víða erlendis

Fjármálaráðherra hafnar því að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins sé jafn slæm og lesa má um í skýrslu Ríkisendurskoðunar en segir að þó megi bæta hana. Einar Már Sigurðarson segir fjárlagaferlið meingallað.

Aðgangur að farþegaupplýsingum

Frá og með 28. júlí næstkomandi mun bandaríska Tolla- og Landamærastofnunin fá aðgang að farþegaupplýsingum úr bókunarkerfi Icelandair um farþega á leið til Bandaríkjanna. Samkvæmt bandarískri löggjöf eru öll flugfélög sem fljúga til Bandaríkjanna skyldug til að veita þessar upplýsingar.

Maðurinn alvarlega slasaður

Maðurinn, sem ekið var á í Ártúnsbrekkunni í nótt, er alvarlega slasaður og í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi. Komið var að honum meðvitundarlitlum á þriðja tímanum í nótt, en ökumaður bifreiðarinnar sem ók á hann, hafði stungið af. Lögregla fann bifreiðina skömmu síðar og handtók mann, sem er grunaður um að hafa ekið henni.

Stolinn bíll finnst á hvolfi

Stolinn bíll fannst á hvolfi á Skálarvegi í Siglufirði í gærmorgun. Ekkert er vitað um ökumanninn. Bíllinn hafði verið skilinn eftir, með lyklunum í, á verkstæði neðar í bænum. Á þeim stað sem bíllinn valt er nýr vegur sem var lagður vegna snjóflóðavarna á Siglufirði. Svo virðist sem bílþjófurinn hafi farið út af nýja veginum og niður á þann gamla og oltið þar.

Látlausir skjálftar

Látlausir jarðskjálftar hafa verið í Fagradalsfjalli, milli Grindavíkur og Krýsuvíkur, síðan á sunnudag. Veðurstofan segir að hrinan geti annað hvort fjarað út eða færst í aukana og skjálftarnir orðið stærri.

Hafði þrjá tíma til að fela byrði

Maðurinn sem grunaður er um að vera valdur að hvarfi indónesískrar barnsmóður sinnar, er talinn hafa haft þrjár klukkustundir til þess að koma byrðinni fyrir, eftir að til hans sást bera eitthvað þungt út úr íbúð sinni, á sunnudagsmorgun.

Breytir engu um afstöðu

Flestir hagsmunaaðilar sem koma fyrir allsherjarnefnd Alþingis í dag telja nýtt fjölmiðlafrumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Blaðamannafélag Íslands gagnrýnir yfirlýst áform ríkisstjórnarinnar um að hægt verði að kjósa um ný fjölmiðlalög í þingkosningum eftir 3 ár.

Fjölmargir lýstu andstöðu sinni

Enginn úr ráðherrasveit eða landstjórn Framsóknarflokksins kom á fjölmennnan fund Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi suður, þar sem fjölmiðlafrumvarpið nýja var til umræðu. Fjölmargir félagsmenn lýstu yfir andstöðu við aðgerðir stjórnarflokkanna í málinu og sögðu forystusveit Framsóknarflokksins ekki samstíga almennum flokksmönnum.

Ungir Framsóknar menn klofnir

Ungir framsóknarmenn eru klofnir í afstöðu sinni til fjölmiðlafrumvarpsins. Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður styður forystu Framsóknarflokksins í málinu, en Samband ungra framsóknarmanna, á landsvísu, gerir það ekki.

Börnum fækkar á Nesinu

Sterkar vísbendingar eru um að börnum í leik- og grunnskólum Seltjarnarnesbæjar fari verulega fækkandi á næstu árum. Miðað við tölur frá Hagstofu Íslands sést að undanfarin 15 ár hefur fæðingum á Nesinu fækkað umtalsvert.

Vestnorræn handverkssýning

Vestnorrænu löndin, Ísland, Færeyjar og Grænland, standa í annað sinn fyrir fjölþjóðlegri handverkssýningu í Laugardalshöll. Sýningin verður haldin dagana 15. - 19. september. Handverkssýningin "Vestnorden Arts and Crafts" er liður í vestnorrænu samstarfi og var fyrst haldin árið 2002.

Skipar nefnd um Evrópumál

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um Evrópumál. Helstu hlutverk hennar eru meðal annars að kanna framkvæmd EES-samningsins, hvort og þá hverskonar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum að Evrópusambandinu, hvað aðild myndi kosta ríkisstjóð, til lengri og skemmri tíma, og hverjir séu kostir og gallar evrunnar fyrir Ísland.

Harmar ásakanir

Barnarverndarstofa harmar þær ásakanir sem rekstraraðilar meðferðarheimilisins að Torfastöðum hafa sett fram í fjölmiðlum undanfarið um ómálefnalega og óeðlilega meðferð mála er snerta heimilið. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Barnaverndarstofu.

Norðmenn telja sig í fullum rétti

Réttur Norðmanna til að setja reglur um fiskveiðar kringum Svalbarða er skýr og í fullu samræmi við alþjóðleg lög og reglur. Þetta er svar norska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurnum Fréttablaðsins vegna deilu þeirrar er uppi er milli Noregs og Íslands um rétt til fiskveiða innan lögsögu Svalbarða.

Fjármögnuð með skattlagningu

Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega hugmyndum um nýja skattlagningu til að fjármagna rekstur Lýðheilsustöðvar á vefsetri sínu, www.si.is. Á vefsíðu samtakanna kemur fram að þau hafi lýst yfir vilja til þess að eiga gott samstarf við Lýðheilsustöð um að stuðla að forvörnum og bættu heilsufari landsmanna.

DNA ákvarðar stefnu rannsóknar

Tæknideild lögreglu var enn að störfum í gær í íbúð mannsins sem er í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs 33 ára indónesískrar konu í Reykjavík. Niðurstaðna erfðaefnisgreiningar blóðs sem fannst í íbúð og bíl mannsins er ekki að vænta fyrr en í vikulokin eða í byrjun næstu viku.

Jarðskjálftahrina enn í gangi

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga, sem hófst síðastliðinn sunnudagseftirmiðdag er enn í gangi. Upptök skjálftanna mælast norðan við Ísólfsskála á svæði sem nær frá Festarfjalli í suðri og norður í Fagradalsfjall og er um 8-10 km austnorðaustan af Grindavík.

Réðist á konu á heimili hennar

Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir líkamsárás á konu á svipuðum aldri á heimili hennar sl. sumar og dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómurinn er skilorðsbundinn í tvö ár.

Sjá næstu 50 fréttir