Fleiri fréttir

Á­kæra ekki sex ára dreng sem skaut kennara

Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunums segir ósennilegt að sex ára drengur sem skaut kennara sinn í grunnskóla verði ákærður. Ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um hvort fullorðinn einstaklingur verði ákærður vegna málsins.

Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á

Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. 

Á­fram norð­læg átt og frost að tíu stigum

Norðlægar áttir verða ríkjandi á landinu næstu daga og má reikna með norðan og norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Búist er við éljum fyrir norðan og austan en úrkomulítið sunnan heiða.

Gögn Borgar­skjala­safns telja tíu kíló­metra

„Borgarskjalasafn er stórt safn, stærsta héraðsskjalasafnið, og ríflega tíu kílómetrar af gögnum. Það þarf að skoða hvaða tímalínu Reykjavíkurborg hefur í huga en það er sett fram áætlun til fjögurra ára um aðlögun í þeirra skýrslu.“

Slökkvi­lið bjargaði gínu úr Hafnar­fjarðar­höfn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu útkalli í nótt vegna kvikmyndatöku við Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru menn við tökur þegar taumur losnaði af gínu sem rak um höfnina og gátu kvikmyndatökumennirnir ómögulega náð henni aftur.

Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu

Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar.

Carlson sagðist hata Trump út af lífinu

Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu.

Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið

Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 

Vill gera Ísland meira aðlaðandi fyrir sérfræðinga

Atvinnuleyfi verða bundin við einstaklinga en ekki fyrirtæki ef tillögur forsætisráðherra verða að veruleika. Stjórnsýslan verður einfölduð, reglur um dvalarleyfi verða rýmkaðar og spálíkön gerð um mannaflaþörf í hinum ýmsu atvinnugreinum.

„Það er ekkert hlustað“

Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. 

Segja rússneska björninn búinn á því

Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð.

Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði

Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði nú undir kvöld og var reynt að ná honum aftur upp með kranabíl. Bíllinn er fullur af steypu en engin steypa hefur lekið úr honum enn, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var samþykkt með miklum meirihluta í dag. Formaður Eflingar segir SA hafa neitað að eiga eðlilegar samningaviðræður við félagið og því hafi það ekki getað gert ákjósanlegan samning fyrir sitt fólk. Framkvæmdastjóri SA segir aðgerðir Eflingar hafa kostað mikið en skilað litlu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í „vægu áfalli“ vegna gleðifrétta um ríkisborgararétt

Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem staðið hefur fyrir mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í þágu Úkraínumanna, er á meðal þeirra 17 einstaklinga sem eru á lista frumvarps til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Hann kveðst vera í vægu áfalli vegna gleðitíðindanna og enn að reyna að melta þá staðreynd að hann verði ekki sendur aftur til Rússlands líkt og hann óttaðist.

„Þessi bar­átta er auð­vitað bara rétt að hefjast“

Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu.

Sex ráðherrar ekki leyst vandann

Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 

Zatwierdzono propozycję nowej umowy

Propozycja płacowa przedstawiona w ubiegłym tygodniu przez mediatora państwowego związkom Efling i Islandzkiej Konfederacji Pracodawców (SA), została zatwierdzona w głosowaniu.

Lýst eftir Gunnari Svan

Lögreglan á Austurlandi lýsir eftir Gunnari Svan Björgvinssyni. Síðast er vitað um ferðir Gunnars 24. febrúar síðastliðinn við heimili sitt á Eskifirði. Gunnar er liðlega fertugur að aldri, 186 cm á hæð, grannvaxinn með áberandi sítt brúnt hár.

Hoppu­kastala­málinu ekki vísað frá

Dómari í Hoppukastalamálinu svokallaða féllst ekki á frávísun málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú síðdegis. Málið verður því tekið til efnismeðferðar.

Grét þegar hann var upp­lýstur um magn efnanna

Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti.

Móðgaði kónginn með gúmmí­anda­daga­tali

Taílenskur karlmaður hefur verið dæmur í tveggja ára fangelsi yfir að selja dagatöl með gúmmíöndum sem klæddar voru í konungsgersemar ríkisins. Athæfið telst ærumeiðing gegn konungsfjölskyldu ríkisins. 

Fjórum sinnum fleiri neikvæðir en jákvæðir gagnvart sjókvíeldi

Um 61 prósent landsmanna eru neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir hagsmunasamtök um verndun laxastofnsins. Aðeins fjórtán prósent svarenda eða fjórum sinnum færri segjast vera jákvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum.

Dómi yfir Jóni Baldvini ekki haggað

Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Jóns Baldvins Hannibalssonar vegna dóms Landsréttar yfir honum fyrir kynferðislega áreitni á Spáni.

„Það er á­kveðin leitun að sam­vinnu­þýðari sak­borningi“

Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst.

Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News

Öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikanaflokksins og lögregluyfirvöld í Washington D.C. hafa gagnrýnt Fox News harðlega fyrir að birta myndskeið frá árásinni á þinghúsið, þar sem atburðir eru teknir úr öllu samhengi.

Ágæt en fyrir­sjáan­leg niður­staða

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um niðurstöðu atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara sem ætlað er að binda enda á kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 

Miðlunar­til­lagan sam­þykkt

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent.

Skýr á­setningur og krefst há­marks­refsingar

Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 

Rit­stjóri og blaða­maður Vísis kallaðir fyrir dóm

Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir