Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á Snorri Másson skrifar 9. mars 2023 08:00 Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. Á þorranum og góunni er hefð fyrir rímnakveðskap á Laufásborg. Nú er tilefnið sérstakt, í þokkabót er verið að fagna 70 ára afmæli hins rótgróna leikskóla við Laufásveg. Á meðan rímnakveðskapur hefur að meira eða minna leyti lagst af í landinu lifa glæðurnar í börnunum á Laufásborg, sem hafa stofnað Kvæðabarnafjelagið.Vísir Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, hefur leiðbeint börnunum í þessu efni og stýrði söngnum á stofnun Kvæðabarnafjelagsins. Ari segir í samtali við fréttastofu að leikskólinn hafi löngum gert rímnakveðskap hátt undir höfði og í því hafi hann notið traustrar leiðsagnar Steindórs Andersen um langt skeið, sem „kennir þeim að kenna börnunum“ að flytja gömlu kvæðin eftir fornum hljómum. Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, segir mikla málrækt felast í ástundun rímnakveðskaps hjá börnum.Vísir „Við erum að tengja við menningararfinn og rækta í þeim ákveðna tengingu við söguna, hvaðan þau eru að koma,“ segir Ari og lýsir því hve ákaflega móttækileg börnin eru fyrir þessari klassísku hefð. „Það er náttúrulega hrikalega mikil málörvun í þessu. Þau eiga jafnauðvelt með að læra kenningar eins og bara slangur. Þau koma síðan heim rígmontin og eru búin að læra hvað 'öldugandur' þýðir og 'árahind' og af hverju það þýðir skip. Svo eru þau að kenna foreldrum og ömmum og öfum þetta og þetta vekur alltaf mikla lukku,“ segir Ari. Á meðal þess sem hér má sjá flutt er Ekkillinn eftir Davíð Stefánsson. Þar er sjón sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Jóhanna Vigdís, fimm ára, og Nína, sex ára, segja að erfitt geti reynst að muna textann, en að áreiðanlegasta aðferðin ef illa fer sé að horfa á varirnar hjá vinkonum og vinum og kennurunum.Vísir Tónlist Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Krakkar Tengdar fréttir Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára. 11. maí 2019 19:00 Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Á þorranum og góunni er hefð fyrir rímnakveðskap á Laufásborg. Nú er tilefnið sérstakt, í þokkabót er verið að fagna 70 ára afmæli hins rótgróna leikskóla við Laufásveg. Á meðan rímnakveðskapur hefur að meira eða minna leyti lagst af í landinu lifa glæðurnar í börnunum á Laufásborg, sem hafa stofnað Kvæðabarnafjelagið.Vísir Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, hefur leiðbeint börnunum í þessu efni og stýrði söngnum á stofnun Kvæðabarnafjelagsins. Ari segir í samtali við fréttastofu að leikskólinn hafi löngum gert rímnakveðskap hátt undir höfði og í því hafi hann notið traustrar leiðsagnar Steindórs Andersen um langt skeið, sem „kennir þeim að kenna börnunum“ að flytja gömlu kvæðin eftir fornum hljómum. Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, segir mikla málrækt felast í ástundun rímnakveðskaps hjá börnum.Vísir „Við erum að tengja við menningararfinn og rækta í þeim ákveðna tengingu við söguna, hvaðan þau eru að koma,“ segir Ari og lýsir því hve ákaflega móttækileg börnin eru fyrir þessari klassísku hefð. „Það er náttúrulega hrikalega mikil málörvun í þessu. Þau eiga jafnauðvelt með að læra kenningar eins og bara slangur. Þau koma síðan heim rígmontin og eru búin að læra hvað 'öldugandur' þýðir og 'árahind' og af hverju það þýðir skip. Svo eru þau að kenna foreldrum og ömmum og öfum þetta og þetta vekur alltaf mikla lukku,“ segir Ari. Á meðal þess sem hér má sjá flutt er Ekkillinn eftir Davíð Stefánsson. Þar er sjón sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Jóhanna Vigdís, fimm ára, og Nína, sex ára, segja að erfitt geti reynst að muna textann, en að áreiðanlegasta aðferðin ef illa fer sé að horfa á varirnar hjá vinkonum og vinum og kennurunum.Vísir
Tónlist Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Krakkar Tengdar fréttir Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára. 11. maí 2019 19:00 Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára. 11. maí 2019 19:00
Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00